Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 5.–8. desember 201426 Fólk Viðtal B iggi tekur á móti blaða- manni á heimili sínu í Hafnar firði þar sem hann býr með konu sinni og tveimur börnum. Hann er að læra undir próf, en samhliða vinnunni leggur hann stund á BA- nám í nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Glósurnar liggja í sóf- anum og blaðamaður fær hálfgert samviskubit yfir því að trufla hann svona við próflesturinn. Hann seg- ir að það muni ekki koma að sök og blaðamaður vonar að það sé rétt metið. Greinin og viðbrögðin við henni eru honum efst í huga og hann kemur sér beint að efninu. „Ég var bara kýldur magann,“ segir hann alveg hreinskilinn um það hvern- ig hann upplifði neikvæð viðbrögð fólks við skrifunum. Hann hellir upp á kaffi, færir blaðamanni vatnsglas og kemur sér fyrir í sófanum. Tók viðbrögðin nærri sér „Upphaflega voru þessar vanga- „Grét eins oG krakki“ Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga eins og hann er kallaður, varð frægur á einni nóttu þegar hann birti fyrsta myndbandið sitt á Facebook. Biggi er ansi pólitískur og hefur skoðanir á mörgu. Nýlega skrifaði hann grein með yfirskriftinni Greinin sem ekki má skrifa, þar sem hann stiklaði á stóru í þeim vandamálum sem honum þykja einkenna íslenskt samfélag. Greinin vakti mikla athygli og fékk gríðarleg viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Nei- kvæðu viðbrögðin komu illa við Bigga og fjölskyldu hans og hann íhugar nú að leggja Bigga löggu á hilluna. Blaðamaður settist niður með Bigga á heimili hans og ræddi um greinina frægu, lögguna, trúna, feimnina og kvíðann. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að ég hefði mátt orða hlutina betur og það er að miklu leyti mér að kenna hvernig þetta fór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.