Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 5.–8. desember 2014 É g er bara mjög reið út í þenn- an mann,“ segir þolandi kyn- ferðisofbeldis og íbúi á Sól- heimum í Grímsnesi í samtali við DV. Konunni er mjög í mun að segja sögu sína en mis- notkunin hefur haft djúpstæð áhrif á hana. DV greindi fyrst frá því í október síðastliðnum að lögreglan á Selfossi hefði til rannsóknar kyn- ferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sól- heimum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn ekki enn lokið og eiga enn eftir að fara fram skýrslutökur í málinu. Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn sagðist í samtali við DV vonast til þess að rannsókn ljúki um miðjan mánuð. „Ég er reið“ Konan, sem er á fertugsaldri og greind með væga þroskahöml- un, segist hafa kynnst manninum á stefnumótasíðunni einkamál.is fyrir nokkrum árum en hann hafi haft samband við hana á nýjan leik í haust eftir að hún varð fyrir persónulegu áfalli. Hann hafi þá í þrígang hringt í hana, boðið henni í bíltúr og borið í hana áfengi. „Svo bara fór hann að gera það sem hann átti ekki að gera,“ segir hún og á augljóslega erfitt með að rifja atvikin upp. Konan var því undir áhrifum áfengis þegar brotin þrjú voru framin. Hún segist að lok- um hafa látið framkvæmdastjóra Sólheima vita af misnotkuninni og í kjölfarið hafi maðurinn verið kærður til lögreglu. „Ég er búin að vera að ganga í gegnum það líka,“ segir hún og á þar við ferlið sem fór í gang eftir að kæran var lögð fram. Konan segist hafa gengið til sálfræðings á Sólheimum eftir að brotin voru framin. „Þannig að ég fæ stuðning hérna,“ segir hún. Þegar konan er spurð að því hvaða áhrif misnotkunin hafi haft á hana segir hún að sér líði illa og að hún eigi það til að einangra sig. „Ég á það til að loka mig af stundum og tala ekki við neinn.“ Konan segir manninn ekki hafa reynt að hafa samband við hana aftur eftir að brotin voru kærð til lögreglu en hún segist vita til þess að honum hafi ekki verið vik- ið úr starfi í kjölfar rannsóknar málsins. Maðurinn er atvinnubíl- stjóri og tengist Sólheimum ekki neitt. Henni líður illa með þá vit- neskju. „Mér finnst að það eigi að taka hann og setja hann í gæslu- varðhald. Stinga honum í „djeil- ið“. Svona menn eiga ekki að ganga lausir.“ Óttast hún þá manninn? „Nei, en ég er reið,“ svarar hún. Fær ekki að hitta vini sína Konan segist að auki óánægð með starfshætti á Sólheimum eftir að málið kom upp. Hún segist til að mynda ekki fá helgarleyfi til þess að fara og hitta vini sína á Selfossi. Hún segist telja að með þessu sé verið að reyna að koma í veg fyrir að brotið verði á henni að nýju. Upplifir hún þetta sem mikla frelsisskerðingu og er reið. „Þau dæma vini mína sem ég á hérna á Selfossi mjög harkalega og ég fæ ekki að hitta neina af vin- um mínum. Þau ákveða bara fyrir- fram að þetta séu slæmir félagar,“ segir hún meðal annars. DV hafði samband við Guð- mund Ármann Pétursson, fram- kvæmdastjóra Sólheima, vegna málsins sem sagðist ekki geta tjáð sig um málefni einstaklinga á Sól- heimum. Upplifa oft forræðishyggju Við vinnslu fréttarinnar hafði réttar gæslumaður konunnar sam- band við blaðamann og mótmælti birtingu viðtalsins. Sagði hann for- eldra konunnar og forstöðumann Sólheima hafa þungar áhyggjur af birtingunni. Þá sagði réttargæslu- maðurinn konuna vera svipta lög- ræði og því ekki hafa heimild til að heimila svona viðtöl. Þess ber að geta að konan hafði sjálf, í gegnum þriðja aðila, samband við blaða- mann og bað um að fá að segja sögu sína. „Spurningin er, þótt maður sé ólögráða á það að ná út fyrir tján- ingarfrelsi?“ segir Helga Baldvins- dóttir Bjargardóttir, lögfræðingur og starfsmaður Stígamóta, í sam- tali við DV. Helga er sérfræðing- ur í réttindum fatlaðs fólks en seg- ir það oft notað gegn fötluðu fólki að það sé ólögráða og sjálfræðis- svipt. Þess vegna telji starfsfólk, og aðrir nákomnir, að þeim sé heimilt að taka nánast allar ákvarðanir fyr- ir þeirra hönd. „Það er óskýrt í lög- ræðislögunum hverjar séu heimild- ir lögráðamanns, en ég get ekki séð að það nái yfir tjáningarfrelsi,“ segir Helga. Helga segir rannsóknir hafa sýnt fram á að fötluðum konum sé oft mjög í mun á ná fram réttlæti í kyn- ferðisbrotamálum. Þá sé einnig vit- að að fatlaðar konur eigi mun meira á hættu en ófatlaðar að verða fyr- ir kynferðislegu ofbeldi. Þær lendi hins vegar alltof oft í því að þeim sé ekki trúað og að lítið sé gert úr því sem kom fyrir þær. Þá segir Helga einnig eðlilegt að konan sé reið yfir því að fá ekki að hitta vini sína í kjöl- far þess að brotin voru kærð. „Það sem fatlað fólk upplifir svo oft er þessi, vel meinandi oft, forræðis- hyggja sem er mjög lífsgæða- og frelsisskerðandi,“ segir Helga. n „Svo bara fór hann að gera það sem hann átti ekki að gera. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Svona menn eiga ekki að ganga lausir“ n Íbúi á Sólheimum segir frá kynferðislegri misnotkun Er reið Konan segist ekki hrædd við mann- inn, en hún sé reið. Njóta alþingis- menn forgangs Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sérstaka fyrirspurn um hvort þingmenn og ráðherr- ar njóti sérstaks forgangs í heil- brigðiskerfinu. „Veit heilbrigðisráðherra til þess að ráðherrar og þingmenn njóti forgangs í heilbrigðiskerf- inu? Ef svo er, í hverju er hann fólginn? Ef ekki, mun ráðherra láta rannsaka hvort svo sé, og þá sér í lagi vegna eftirfarandi orða fyrrverandi landlæknis, Ólafs Ólafssonar, í viðtali við Frétta- tímann 28. nóvember sl. um heil- brigðismál: „Einhvern veginn er það líka þannig að ráðherrar og þingmenn lenda ekki á biðlist- um.“ Þá spyr Jón Þór hvort slíkur forgangur verði lagður af ef rétt reynist. Segir af sér Guðlaug Kristjánsdóttir, formað- ur Bandalags háskólamanna, hef- ur ákveðið að stíga til hliðar. Guð- laug hefur verið formaður BHM í sex ár og var endurkjörin til tveggja ára síðastliðið vor. Á sama tíma leiddi hún lista Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosn- ingum í Hafnarfirði og er í dag forseti bæjarstjórnar. Segist hún ekki geta gegnt þessum tveimur hlutverkum samhliða. „Ég lít sátt yfir farinn veg, stolt og þakklát fyrir það sem við höfum áorkað,“ segir Guðlaug meðal annars í til- kynningu frá BHM. Sólheimar Konan býr á Sólheimum í Grímsnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.