Bændablaðið - 29.01.2015, Side 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Matvælaöryggi:
Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðis-
vottorða með búfjárafurðum
Hinn 1. mars 2015 taka gildi nýjar
reglur Matvælastofnunar um
útgáfu heilbrigðisvottorða með
sendingum búfjárafurða til ríkja
utan Evrópska efnahagssvæðisins
(EES).
Þessum reglum er ætlað að
skipuleggja vinnu við eftirlit og
útgáfu vottorða. Tilgangur reglnanna
er að gera útgáfuna skilvirka og í
samræmi við gildandi löggjöf og
alþjóðareglur.
Reg lur um ú tgáfu
heilbrigðisvottorða:
1. Heilbrigðisvottorð skulu gefin
út áður en sending fer frá
Íslandi.
2. Opinbert eftirlit með
sendingu skal framkvæmt
af Matvælastofnun áður en
vottorð er gefið út. Fyrir hverja
sendingu skal útflytjandi fylla
út hleðslustaðfestingu og
senda ásamt fylgigögnum til
héraðsdýralæknis viðeigandi
umdæmis.
3. Umsækjandi heilbrigðisvottorðs
fyllir út viðeigandi vottorð
og sendir rafrænt til Inn-
og útflutningsskrifstofu
Matvælas to fnuna r á
u t f l u t n i n g u r @ m a s t . i s .
Afgreiðslutími heilbrigðis-
vottorða er á virkum dögum og
skal vera að minnsta kosti 24
klukkustundir. Umsóknir sem
berast fyrir hádegi kl. 8–12
verða afgreiddar kl. 8–12 daginn
eftir. Umsóknir sem koma inn
kl. 12–16 verða afgreiddar á
tímabilinu kl. 13–16 daginn
eftir. Styttri afgreiðslutími er
mögulegur fyrir ferskar afurðir.
4. Sendandi (Consignor) í
heilbrigðisvottorði skal vera
með kennitölu á Íslandi.
Aðili með kennitölu á Íslandi
getur verið skráður sendandi í
heilbrigðisvottorði fyrir hönd
erlendra aðila.
5. Umsækjandi fær afhent eitt
frumrit af vottorði og eitt
afrit. Eitt afrit er geymt hjá
Matvælastofnun. Hægt er
að óska eftir fleiri afritum/
skönnuðum afritum gegn
sérstöku gjaldi.
6. Tilbúin vottorð verða sett í
móttöku á skrifstofu inn- og
útflutnings að Stórhöfða 23 í
Reykjavík, þar sem hægt verður
að nálgast þau eða fá þau send
í almennum pósti samkvæmt
beiðni.
7. Kostnaður vegna ofangreinds,
þar með talið eftirlit með hleðslu
sendingar og útgáfa vottorðs,
greiðist af útflytjanda. /VH
Fréttir
Skýrsla starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar:
Innflutningur frá löndum
ESB hefur stóraukist
− samanburður Hagstofu á innflutningi við innanlandsneyslu talinn óréttmætur
Í skýrslu starfshóps atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra um tollamál
kemur fram að innflutningur
á landbúnaðarvörum frá
Evrópusambandinu hefur farið
vaxandi síðustu ár og hlutfallslega
meira en samanburður við
innanlandsframleiðslu gefur til
kynna.
Fram kemur í innflutningstölum
frá Hagstofu Íslands að innflutningur
á kjöti til Íslands er að mestu hreinir
vöðvar en ekki kjöt í hálfum eða
heilum skrokkum. Framleiðsla og
neysla innanlands er hins vegar
gefin upp í heilum og hálfum
skrokkum með beini. Samanburður
á innflutningstölum einum og sér
við innanlandsneyslu er því ekki
réttmætur.
Á þetta sjónarmið er fallist
í skýrslunni og innflutt magn
umreiknað í kjöt í heilum og
hálfum skrokkum með meðaltals
nýtingarhlutfalli. Þessar niðurstöður
eru settar fram í töflu 12 í skýrslunni
og má þar sjá að árið 2013 nam
innflutningur á alifuglakjöti 15,4%
af neyslu, nautakjöts 9,8% af neyslu
og 11,9% af neyslu svínakjöts var
innflutt kjöt.
Helmings aukning milli ára
Af innflutningstölum ársins 2014
að dæma stefnir í að þetta hlutfall
verði enn hærra. Fyrstu 11 mánuði
ársins 2014 var kjötinnflutningur
52% meiri en allt árið 2013.
Starfshópurinn sem skýrsluna
vann var skipaður af atvinnuvega-
og nýsköpunarráðherra í byrjun mars
2014 til að fara yfir tollamál á sviði
landbúnaðar.
Tollverndin var skoðuð í
alþjóðlegu samhengi og fjallar
fyrri hluti skýrslunnar um alla
viðskiptasamninga Íslands
og annarra ríkja og tengjast
landbúnaðarvörum. Þar er einnig
fjallað um markaðsaðgang til og frá
Íslandi, hvernig aðgangur erlendra
ríkja er að markaði hér á landi og
hvað Íslendingar eru að fá á móti.
Ítarleg umfjöllun um
tollasamning
Ítarlega er fjallað um samning Íslands
og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO), eðli hans og hvernig
tollkvótarnir voru ákveðnir
upphaflega og þróun þeirra.
Verðmæti útflutnings hefur
dregist saman
Af öðrum viðskiptasamningum
er samningur Íslands og ESB á
grundvelli 19. gr. EES-samningsins
sá sem veitir mestan markaðsaðgang
fyrir óunnar landbúnaðarvörur.
Samningurinn tók gildi 1. mars
2007 og er m.a. ætlað að leiða til
fjölbreyttara vöruframboðs og skapa
ný sóknarfæri til útflutnings.
Í skýrslunni segir um þetta:
„Ekki hefur farið fram sérstök
athugun á framangreindum atriðum
en ljóst er að innflutningur frá
Evrópusambandinu hefur farið
vaxandi síðustu ár en verðmæti
útfluttra landbúnaðarvara hefur
heldur dregist saman á meðan
magn hefur aukist í tonnum talið,
sbr. töflur um inn- og útflutning í
5. kafla þessarar skýrslu. Í þessu
sambandi kann að þurfa að bæta
markaðsaðgang Íslands til ESB,
einkum á unnum landbúnaðarvörum.
Stefna Íslands hefur verið að
lækka tolla á innfluttum búvörum
eða veita aukinn markaðsaðgang
gegn bættum markaðsaðgangi
fyrir innlendar búvörur á
erlendum mörkuðum með gerð
viðskiptasamninga. Þó eru í lögum
heimildir til að veita svokallaða
opna tollkvóta þegar innlent
framboð uppfyllir ekki eftirspurn.
Innflutningur á kjöti
Í skýrslunni er gerð tilraun til
að fjalla um tollvernd í víðum
skilningi þess orðs, þ.e. með tilliti
til útboðskostnaðar (kvótaverð), á
nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti,
reyktu og söltuðu kjöti, ostum og
unnum kjötvörum. Síðan segir í
skýrslunni:
„Þessir vöruflokkar eru valdir til
útreiknings í ljósi þess að þeir bera
nokkuð hærri tolla samanborið við
margar aðrar landbúnaðarafurðir
og ekki síður af þeirri ástæðu
að útboð tollkvótanna er fremur
aðferðarfræði í þeim tilgangi að
úthluta takmörkuðum gæðum
(kvótum).
Það skal undirstrikað að hér er
um að ræða nálgun til að mæla
hversu hátt hlutfall tollvernd er af
heildarverði innflutnings, þ.e.a.s.
hversu hátt hlutfall kostnaðar vegna
tolla og útboða á tollkvótum er af
heildarverði vöru þegar búið er að
leysa hana úr tolli.“
Verð sem innflytjendur greiða
fyrir tollkvóta rennur sem tekjur til
ríkissjóðs og leggst að sama skapi
ofan á vöruverð. En um þetta segir
nánar í skýrslunni:
„Jafnframt er nauðsynlegt
að hafa í huga að með lækkun
heimsmarkaðsverðs má ætla að
eftirspurn aukist eftir tollkvótum
sem jafnframt hækkar kvótaverð
og þ.a.l. útreikning á hlutfalli
tollverndar.“
/VH
Hlutverk starfshópsins var:
• Að gera grein fyrir helstu núgildandi samningum um viðskipti
með landbúnaðarvörur,
• a) alþjóðlegum samningum (WTO) um viðskipti með land-
búnaðarvörur með hliðsjón af tollum
• b) tvíhliðasamningum t.d. á grundvelli EES samnings og
EFTA samnings o.fl.
• c) gildandi fríverslunarsamningum
• Að greina þau sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í ofan-
greindum samningum.
• Athugaðir verði möguleikar á gerð tvíhliða samninga við ný
lönd og ríkjasambönd.
• Að gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum
frá 1995.
Lífland á nú 75% í eggjabúinu
Nesbú ehf. á Vatnsleysuströnd
− Fyrirtækið jók hlut sinn í búinu talsvert á síðasta ári
Kristinn Björnsson, einn eigenda
Líflands, segir að fyrirtækið
hafi um skeið átt drjúgan hlut í
eggframleiðandanum Nesbú ehf.
á Vatnsleysuströnd.
„Lífland hefur verið hluthafi
í Nesbúinu frá 2010 og átti til að
byrja með um 25% hlut. Á síðasta
ári jukum við svo hlut okkar ásamt
Feier ehf., sem er fjárfestingarfélag í
eigu hjónanna Hjörleifs Jakobssonar
og Hjördísar Ásberg, sem eiga 25%
á móti 75% hlut Líflands.“
Eggjavinnsla á Vatnsleysuströnd
„Reksturinn á Nesbúinu er góður
og þegar fyrri eigendur ákváðu að
selja stækkaði Lífland sinn hlut.
Nesbúið rekur einnig eggjavinnslu
og er í dag að vinna ýmsar afurðir
úr eggjum fyrir almenna neytendur
og hótel í vinnsluhúsi í Vogum á
Vatnsleysuströnd.“
Margir sem vilja egg í morgunmat
„Hingað til lands koma í heimsókn
um milljón manns á ári og drjúgur
hluti þeirra vill fá egg í morgunmat.
Í mínum huga er enginn vafi á að það
liggja miklir möguleikar í íslenskum
landbúnaði og gæðum hans.“
Kjarnastarfsemin er
fóðurframleiðsla
Kristinn segir að þrátt fyrir að
Lífland eigi hlut í Nesbúinu líti
hann fyrst og fremst á fyrirtækið
sem þjónustufyrirtæki við bændur
og hestamenn. „Lífland rekur
tvær verksmiðjur, annars vegar
fóðurverksmiðju á Grundartanga og
hins vegar kornmyllu í Korngörðum
í Reykjavík og satt best að segja
erum við stoltir af þeirri starfsemi
og eigum fullt í fangi með að sinna
henni með þeim hætti sem við
viljum,“ segir Kristinn Björnsson,
stjórnarformaður í Líflandi ehf. /VH
Í tilefni af umfjöllun um hugsanlega
sameiningu Landbúnaðarháskóla
Íslands, Háskólans á Bifröst og
Hólaskóla – Háskólans á Hólum
hefur menntamálaráðuneytið sent
frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.
Mennta- og menningar mála-
ráðuneytið vinnur að stefnumótun
um háskóla og vísindastarfsemi
og hugsanlega verða á grundvelli
hennar mótaðar tillögur um
breytingar á háskólakerfinu á Íslandi
með áherslu á öfluga, framsækna og
samþætta háskólastarfsemi, aukin
gæði og bætta nýtingu fjármuna.
Ráðherra telur nauðsynlegt að
kanna vel hvort með auknu samstarfi,
samrekstri eða sameiningu megi efla
rannsókna- og kennslustarfsemi
þessara háskólastofnana og þar með
efla eða styrkja þær byggðir þar sem
þessar stofnanir eru staðsettar.
Skýrslur og greiningar til
grundvallar
Margvíslegar úttektir og skýrslur
frá liðnum árum ásamt ítarlegum
greiningum er meðal þess
sem lagt er til grundvallar. Má
þar nefna skilagrein nefndar
menntamálaráðherra um fýsileika
sameiningar Háskóla Íslands og
Landbúnaðarháskóla Íslands frá
2009, úttektarskýrslur og ábendingar
Ríkisendurskoðunar, úttektarskýrslur
Gæðaráðs háskólastigsins,
ábendingar frá fjárlaganefnd
Alþingis um málefni háskólanna,
tillögugerð hagræðingarnefndar
ríkisstjórnarinnar, stefnumótun
og áherslur Vísinda- og tækniráðs
auk ýmissa úttekta erlendra
sérfræðingahópa. Greina má
tiltekinn samhljóm og skilaboð í
þessum gögnum þegar kemur að
skipulagi háskólakerfisins hér á
landi, sem mikilvægt er að tekið
verði tillit til við stefnumótun til
framtíðar.
Sterkar og samkeppnishæfar
einingar
Í nágrannalöndunum hefur verið
gripið til markvissra aðgerða til að
skapa sterkari og samkeppnishæfari
einingar. Miklar og vaxandi kröfur
eru gerðar til háskólaumhverfisins,
sem fela í sér miklar áskoranir,
einkum fyrir fámennar stofnanir.
Að mati Illuga Gunnarssonar,
mennta- og menningarmálaráðherra,
var nauðsynlegt að ráðast í þessa
úttekt til þess að fá mat á stöðu
háskólakerfisins, hægt væri að
setja það í alþjóðlegt samhengi,
meta þróunina sem hefur verið á
síðustu áratugum og meta þá stöðu
sem íslenskir háskólar eru í núna
hvað varðar fjármagn, gæði kennslu
og fleira. Hluti af þessari vinnu
er einnig að athuga stöðu minni
skólanna og hvaða möguleikar eru
á að efla þá. /VH
Staða háskóla og umræður um sameiningu þeirra:
Unnið að stefnumótun
háskóla og vísindastarfs