Bændablaðið - 29.01.2015, Síða 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Nánari upplýsingar:
lagnadeild@byko.is,
sími 515-4040.
LAGNAVERSLUN
w
w
w
.v
er
t.i
s
/
VE
RT
m
ar
ka
ðs
st
of
a
Vnr. 29500913-25
SABIANA Helios hitablásarar, 7-40 kW.
Sabiana hitablásarar eru með sterkt
stál element sem þolir hitaveituvatn. Gæði á góðu verði
HRINGRÁSARDÆLUR
Eigum flestar gerðir af hringrásardælum á lager
Bændablaðið
Kemur næst út
12.
febrúar
Smáauglýsingar
56-30-300
Pólskar haughrærur
Aflgjafar: 3 fasa rafmótor eða glussarótor.
Mótorstærðir: 7,5 KW, 9,2 KW, 11 KW / Glussarótor : 8 KW
Sterk og vönduð smíð, burðarvirki úr heitgalf stáli,
ryðfrítt stál í þeim hluta sem fer niður í hauginn.
Mesta vinnudýpt: 130 cm, vinna í öllum gráðum á hlið.
Hrærurnar fara niður um 17 mm eða 23 mm rimla,
en einnig er hægt að sérpanta aðra sverleika.
Hrærurnar eru komnar í notkun hér heima
og hafa reynst vonum framar.
Afgreiðslutími: 4 til 6 vikur, mjög hagstætt verð.
Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefslóð: www.hak.is
Mýrdalshreppur:
Óánægja með
vetrarþjónustu
„Við erum að krefjast þess að
farið sé að þessum reglum og
leiðin frá Hvolsvelli til Víkur
strax færð í þjónustuflokk tvö,
sem er sá þjónustuflokkur sem
við eigum að vera í samkvæmt
reglum Vegagerðarinnar miðað
við umferðarþunga,“ segir
Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri
Mýrdalshrepps.
„Þjónustuflokkur tvö er
fyrir svæði sem eru með VDU
(vetrardagsumferð yfir 500 bíla
á sólarhring), en erum sett í
þjónustuflokk þrjú, það er talsverður
munur á þjónustu þessara flokka
bæði hvað varðar mokstur, en þó
er mestur munur á hálkuvörnum,“
segir Ásgeir, en sveitarstjórn gerði
harðorða bókun um þessi mál.
Hann segir að staðan sé þannig
í dag að þjónustuflokkur tvö nær
bara til Landeyjarhafnar. Ástandið
í síðustu viku hafi verið þannig að
ökumenn aki á auðum vegi allt austur
að Þorvaldseyri en þaðan til Víkur er
fljúgandi hálka og engin hálkuvörn
nema í bröttustu brekkunum. „Það
er mikil og almenn óánægja með
þessa þjónustu og bílar eru stöðugt
að lenda í vandræðum vegna hálku,“
bætir Ásgeir við. „Þetta er í skoðun
hjá okkur og ákvörðunar að vænta
fljótlega, það er ljóst að það fylgir
því talsverður viðbótarkostnaður
að hækka þjónustustigið,“ segir
Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar á Suðursvæði,
þegar leitað var viðbragða hans við
málinu. /MHH