Bændablaðið - 29.01.2015, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Af þeim þremur skandinavísku
fyrirtækjum sem hafa verið
ríkjandi á dráttarvélamarkaði,
Valmet/Valtra, Volvo og
Bolinder-Munktell, var það
síðastnefnda stofnað fyrst.
Stofnandi fyrirtækisins
var prestssonurinn Theofrom
Munktell frá Eskiltuna í
Södemanlandi í Mið-Svíþjóð.
Theofrom stofnaði Munktell
vélaverkstæðið árið 1832.
Verkstæðið var í fyrstu lítið en
vegnaði vel og óx hratt og ekki
leið á löngu þar til verkstæðið var
farið að framleiða lestarvagn, þá
fyrstu í landinu.
Árið 1913 setti hann svo fyrstu
traktorana á markað með stórri
tveggja strokka vél sem gekk fyrir
nánast hvaða olíu sem er og meira
að segja tjöru sem var blönduð
alkóhóli. Vélin var fljótlega
minnkuð um
helming en vó samt sem
áður 4,2 tonn.
Bræðurnir Carl og Jean
Bolinder hófu framleiðslu á
mótorum á 9. áratug 18. aldar.
Um tíma smíðuðu bræðurnir
bæði stórar vélar fyrir skip og
minni fyrir farartæki á landi.
Minni vélarnar
voru tveggja
strokka, þóttu
grófar og gengu
fyrir margs
konar olíu eins
og Munktell.
Ef t i r spurn
eftir dráttar-
vélum var mikil
enda landið stórt
og landbúnaður
mikill.
Samruni í kreppunni
Í kreppu milli stríðs ár anna runnu
fyrir tækin saman í Bolinder-
Munktell. Eftir það sérhæfði
Bolinder sig í smíði véla
en Munktell í framleiðslu á
dráttarvélum. Fyrsti traktorinn
eftir samrunann kom á markað
árið 1935, Bolinder-Munktell 20,
tveggja strokka, 32 hestöfl og með
breytilegum snúningshraða sem
var nýjung á þeim tíma.
Rekstur fyrirtækisins gekk illa
á árum seinni heimsstyrjaldar og
árið 1950 keypti Volvo reksturinn
og kallaðist fyrirtækið Bolinder-
Munktell-Volvo til ársins 1973
þegar nafninu var breytt í Volvo
BM og 1995 í Volvo.
Frá árinu 1959 voru dráttarvélar
frá Bolinder-Munktell-Volvo
leiðandi í öryggis-
málum og þótti
þar standa helsta
keppinaut sínum,
hinum finnska
Valmet, langt framar.
Árið 1966 kom
T800-týpan á
markað sem var eitt
hundrað hestöfl og
gríðarlega öflug
dráttar vél á sínum
tíma og hugsuð
fyrir Bandaríkja-
markað. Í stað
B o l i n d e r -
Munktell vélar
var vélin frá Volvo en samt
sem áður framleidd af Bolinder-
Munktell.
Árið 1978 gerðu Volvo og
Valmet með sér samkomulag
um framleiðslu dráttarvéla í
sameiningu. Nokkrum árum síðar
hætti Volvo í traktorsbisness
og seldi fyrirtækinu Scantrac
framleiðsluréttinn sem starfaði
áfram í samvinnu við Valmet. Frá
2001 hafa þær dráttarvélar verið
framleiddar undir nafninu Valtra.
Bolinder-Munktell á Íslandi
Ekki hafa fundist neinar
upplýsingar um að Bolinder-
Munktell-dráttarvélar hafi
verið fluttar til Íslands en
í auglýsingu frá Gunnari
Árnasyni á Suðurlandsbraut í
Morgunblaðinu frá 1. mars 1960
eru Bolinder-Munktell auglýstar
sem bátavélar. /VH
Bolinder-Munktell – gekk
fyrir hvaða olíu sem var
Rannsóknir:
Mæði-visnuveirur í sauðfé
og tengslin við alnæmi
Vísindauppgötvanir á Íslandi
tengdar veirusjúkdómum í sauðfé
og mikilvægi þeirra fyrir skilning
á alnæmisveirunni voru meginefni
erindis sem Halldór Þormar,
prófessor emeritus í frumulíffræði
við Háskóla Íslands, flutti fyrir
skömmu.
Halldór tók þátt í afar merkilegum
rannsóknum á veirum í sauðfé
að Keldum á sínum tíma. Í erindi
sínu rakti Halldór meðal annars
aðdraganda rannsóknanna.
Karakúlfé bar með sér veiru
Halldór sagði að árið 1933 hafi
ríkisstjórn Íslands ákveðið að leyfa
innflutning á fé af karakúlkyni, 5 ám
og 15 hrútum, frá Þýskalandi til þess
að bændur gætu hafið framleiðslu
á verðmætum lambskinnum fyrir
loðkápur, eða persneska pelsa, sem
þá voru í háu verði.
„Karakúlféð er upprunnið í
Úzbekistan og hefur verið ræktað
í fjallahéruðum Mið-Asíu í meira
en 3.000 ár. Á Vesturlöndum
hefur það einkum verið ræktað
til skinnaframleiðslu. Skinnin eru
tekin af lömbum sem er lógað
innan þriggja daga gömlum þegar
feldurinn er enn þéttur og hrokkinn.
Féð sem var flutt til Íslands virtist
heilbrigt og án smitsjúkdóma. Það
var haft í sóttkví í tvo mánuði í
Þerney á Kollafirði áður en því
var dreift til bænda út um allt
land. Flest mun þó hafa farið til
Búnaðarskólans á Hólum. Tveimur
árum seinna kom áður óþekktur
sjúkdómur upp í sauðfé á bæjum
þar sem karakúlhrútar höfðu verið
hýstir með íslenska fénu, og mátti
rekja sýkinguna beint til þeirra.“
Stórfelldur niðurskurður
Smám saman kom í ljós að fénu
fylgdi ekki bara einn sjúkdómur
heldur nokkrir sem komu í ljós
á fimm ára tímabili. Þetta voru
votamæði, garnaveiki, mæði
(þurramæði) og visna. Sjúkdómarnir
breiddust hratt út og dánartíðni
vegna þeirra var há og þeir því mikil
ógn við sauðfjárrækt í landinu. Árið
1944 var ákveðið að reyna að útrýma
sýkingunni með niðurskurði og það
tókst að lokum eftir tíu ára baráttu.
Ísland er eina landið í heiminum þar
sem tekist hefur að eyða þessum
sjúkdómum eftir að þeir hafa komið
upp.
Í fyrirlestrinum kom fram að það
hafi verið læknarnir Níels Dungal og
Guðmundur Gíslason sem greindu
votamæði og mæði.
Alnæmisveira og 30 ára gamlar
rannsóknir á Keldum
Alnæmisveiran ræktaðist fyrst
árið 1983 og árið 1985 sýndi
raðgreining á erfðaefninu að hún
var af flokki lentiveira. Um 30 árum
áður höfðu fyrstu lentiveirurnar
verið ræktaðar og rannsakaðar á
Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum. Veirurnar
ollu sjúkdómunum visnu og
mæði, sem Björn Sigurðsson
læknir, fyrsti forstöðumaður
Tilraunastöðvarinnar, nefndi
hæggenga smitsjúkdóma og urðu
alþjóðlega þekktir sem „slow
infections“. Nafnið lentiveirur
má rekja til þeirra, en lentus þýðir
hægur á latínu.
„Kenning Björns um hæggenga
smitsjúkdóma var að langur tími,
mánuðir eða ár, líði frá smiti og
þar til að sjúkdómseinkenni koma
fram og að eftir að einkenni koma
fram ágerist þau hægt og endi með
banvænum sjúkdómi.“ /VH
Halldór Þormar, prófessor emeritus í frumulíffræði við Háskóla Íslands. Myndir / VH
H
alldór Þormar lauk mag. scient.-prófi í frumulíffræði frá
Kaupmannahafnarháskóla 1956. Hann stundaði framhalds-
nám í veirufræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley 1957–1958
og á árunum 1957–1960 vann hann við rannsóknir á Tilraunastöð
Háskólans í meinafræði að Keldum, og aftur 1962–1967.
Hann hlaut doktorspróf í veirufræði frá Kaupmannahafnar-
háskóla 1966. Halldór stundaði um árabil rannsóknir í New York en
hefur einnig starfað við Cambridge-háskóla og unnið við háskóla
og stofnanir í Belgíu, Venesúela, Kína og Danmörku.
Árið 1986 var hann ráðinn prófessor í frumulíffræði við líffræði-
skor Háskóla Íslands. Halldór er enn virkur í vísindastarfi og ritstýrði
árið 2011 bók um notagildi fitusameinda til að berjast við sýkla.
Karakúlféð er upprunnið frá fjallahéruðum Mið-Asíu og hefur verið ræktað
í meira en 3.000 ár.
Alnæmisveiran ræktaðist fyrst árið
1983. Um 30 árum áður höfðu fyrstu
lentiveirurnar verið ræktaðar og
rannsakaðar á Tilraunastöð Háskóla
Íslands í meinafræði að Keldum.