Bændablaðið - 29.01.2015, Síða 28

Bændablaðið - 29.01.2015, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Hrísgrjón – þriðja mest ræktaða planta í heimi Um helmingur jarðarbúa borðar hrísgrjón á hverjum degi. Í Asíu eru hrísgrjón helsta uppspretta næringar yfir tveggja milljarða manna og ræktun þess eykst hratt í Afríku þar sem þau verða sífellt mikilvægari sem fæða. Hrísgrjón hafa líklega fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag því meira en einn fimmti allra hitaeininga sem jarðarbúar neyta koma úr hrísgrjónum. Þau eru ræktuð á um 10% af öllu ræktanlegu landi í heiminum. Fornleifarannsóknir í Kína sýna að ræktun hrísgrjóna nær að minnsta kosti tíu þúsund ár aftur í tímann, aðrir segja ræktunina vera allt að fimmtán þúsund ára gamla. Rannsóknir á erfðum hrísgrjóna benda til að ræktun þeirra sé upprunninn og hafi breiðst út frá bökkum Yangze-árinnar sem er lengsta á í Asíu og sú þriðja lengsta í heimi. Talið er að hrísgrjón hafi borist til Grikklands með hersveitum Alexanders mikla þrjú hundruð árum fyrir Kristsburð og á 14. öld er farið að rækta þau á Ítalíu og Spáni. Til Ameríku berast þau með þrælum frá Afríku. Strandlengja sem liggur frá Senegal til Sierra Leone kallast Hrísgrjónaströndin og var þekkt fyrir þrælaverslun og hrísgrjónarækt á sínum tíma. Fjölær grastegund Hrísgrjón, Oryza sp., eru fjölærar grastegundir sem dafna í margs konar jarðvegi, hvort sem hann er þurr eða blautur, súr eða basískur. Einkímblöðungar sem geta náð 1,8 metra hæð. Í ræktun er plöntunni sáð á hverju ári. Blöðin eru löng, 50 til 100 sentímetrar, og mjó, 2 til 2,5 sentímetrar, blómin vindfrjógandi og fræin æt. Fræin vaxa á öxum og misjafnt er eftir afbrigðum hversu mörg grjón hver planta gefur þar sem öxin eru mismörg eftir afbrigðum. Þegar best lætur getur ein planta þroskað allt að 2000 grjón. Aðlögunarhæfni plöntunnar ræðst að hluta til af því hversu vel þróað loftæðakerfi hennar er og því getur hún hæglega flutt súrefni frá blöðum til róta jafnvel þótt plantan standi hálf á kafi í vatni. Ættkvíslin Oryza skiptist í 23 tegundir og eru O. sativa og O. glaberrima mest ræktaðar, sú fyrrnefnda í Asíu en sú síðarnefnda í Vestur-Afríku. Í Asíu hefur O. sativa þróast í hundruð ef ekki þúsundir undir- og deilitegunda en algengastar eru indica, japonica og javanica sem eru nefndar eftir upprunalegum vaxtarstað. O. sativa þrífst betur þar sem úrkoma er meiri og plantan oftast ræktuð á flæðiökrum sem hafa verið hólfaðir niður og eru undir 5 til 10 sentímetrum af vatni vegna stíflugerðar. Áætluð vatnsnotkun O. Sativa til framleiðslu á einu kílói af hrísgrjónum eru 2000 lítrar. O. glaberrima þolir meiri þurrk og hefur ræktun hennar sótt verulega á víða í Afríku undanfarin ár. Líkt og í annarri einræktun herja margs konar sjúkdómar og skordýr á plönturnar auk þess sem sveppasýking á fótum er algeng hjá þeim sem vinna á ökrunum og standa í vatni allan daginn. Fyrr á tímum voru hrísgrjónaakrar eldisstöðvar fyrir moskítóflugur og malaríu sem breiddist út með henni. Fiskeldi á flæðiökrunum er Helstu nytjaplöntur heimsins Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Hrísgrjónarækt er víðast hvar tímafrek og krefst mikils mannskapar. hrísgrjónum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.