Bændablaðið - 29.01.2015, Side 31

Bændablaðið - 29.01.2015, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Afkvæmarannsóknir á hrútum haustið 2014 Á tveim síðustu áratugum hafa orðið undraverðar framfarir hjá íslensku sauðfé í kjötgæðum, öðru fremur vegna markviss ræktunarstarfs á því sviði. Við upphaf þessa tímabils koma tvö feikilega mikilvirk tæki til notkunar, fyrst ómsjáin 1990 og síðan EUROP kjötmatið 1998. Þegar breytingin á kjötmatinu kom þá bar okkur gæfa til að sameina afurðir þessara tveggja verkfæra í eitt vopn, afkvæmarannsóknir fyrir kjötgæðum hrúta. Viðbrögð bænda við þessum breytingum urðu mjög jákvæðar og þeir komu strax til starfa þarna í stórum hópum. Þarna byggðum við á eldri grunni frá traustu skýrsluhaldi og dreifðum afkvæmarannsóknum sem áður hafði verið unnið að um áratuga skeið. Umfangið varð fljótt feikilega mikið og skipti fjöldi búa sem tók þátt í starfinu þegar mest var hundruðum og afkvæmahópar sem fengu sinn dóm voru á þriðja þúsund á ári. Mjög margar af stjörnum ræktunarstarfsins á síðasta einum og hálfum áratug voru uppgötvaðar í þessum rannsóknum. Áhrifin af þessu starfi og öðrum þáttum ræktunarstarfsins blasa í dag alls staðar við. Í haust voru þessar afkvæmarannsóknir unnar á samtals 115 búum og voru það 1.258 afkvæmahópar sem þar fengu sinn dóm. Voru þær dreifðar um allt land þó að eins og áður sé þátttaka almennust á Vestur- og Norðurlandi. Rifjum aðeins upp grunnþætti framkvæmdarinnar. Hún er tvíþætt. Annars vegar eru lifandi lömb þar sem byggt er á niðurstöðum ómsjár- mælinga og stigun lambanna fyrir læri og ull. Reiknað er með að lágmarki átta lömbum af sama kyni með þessar upplýsingar. Hinn hlutinn er kjötmatshlutinn þar sem niðurstöður úr kjötmati úr sláturhúsi eru lagðar til grundvallar og þurfa þær að vera fyrir hendi fyrir að lágmarki 15 slátur lömb, en eins og menn þekkja er ekki óalgengt að þau séu á bilinu hálft til heilt hundrað. Reiknuð er sér einkunn fyrir hvorn hlutann í rannsókninni og heildareinkunn hrútsins síðan mynduð sem beint meðaltal þeirra beggja. Af hópunum haustið 2014 voru 147 eða 12% þeirra með 120 eða meira í heildareinkunn en samsvarandi hlutfall 2013 var 10,5%. Mikið af hrútum þessum eiga stöðvarhrúta sem feður eða 53% og hafði lítillega aukist frá árinu áður. Þetta dreifist á mikinn fjölda hrúta og feður topphrútanna dreifast mikið, talsvert breytt frá þeim tíma sem Kveikur 05-965 og Raftur 05-966 voru og hétu og synir þeirra fylltu alla slíka lista. Að þessu sinni átti Grábotni 06-833 talsvert flesta syni eða 53. Hæsta hlutfall sona sem klifu 120 stiga múrinn áttu hins vegar þeir Borði 08-838 og Gosi 09-850 en um fjórðungur sona hvors þeirra náði þeim mörkum. Efstu fimm hrútar yfir allt landið og þeir sem náðu 150 stiga heildar- einkunn má sjá í meðfylgjandi töflu: Hér á eftir skal gerð örstutt grein fyrir þessum höfðingjum: Lömbin undan Barða sýna mjög afgerandi yfirburði í bakvöðvaþykkt og læraholdum og lömbin sem í sláturhús fara hafa mikla yfirburði í kjötmatsniðurstöðum. Mögulega truflar það eitthvað niðurstöðurnar hjá lambahópunum að þetta eru allt gemlingslömb. Barði er undan Gaur 09-879 og móðurfaðir hans er Kjarkur 08-840 þannig að ætternisgrunnur hans með tilliti til dætraeiginleika ætti ekki síður að vera sterkur. Lömbin undan Krapa eru með gríðarlega góða vöðvafyllingu á baki og enn frekar í lærum. Hjá slátur lömbunum endurspeglast þetta í frábæru mati fyrir gerð og sláturlömbin eru fitulítil. Rétt er að taka fram að afkvæmahópurinn undan honum var mjög stór. Faðir Krapa, Gullmoli 08-314 frá Brodda- nesi 1, var einstök kynbótakind sem átti marga fleiri sterka hrúta í rannsókninni en móðurfaðir hans er frá Hafnardal undan Roða 05-507. Niðurstöður og ætterni lúta að því að skoða Krapa strax sem efni í stöðvarhrút. Yfirburðir Kúða í mati sláturlamb anna fyrir gerð eru ákaflega sjaldséðir og hópur lifandi lambanna var glæsilegur hópur af vöðvastæltum og öflugum lömbum. Faðir Kúða, Byrsson 11-010, kom frá Sandfellshaga 2 í Öxarfirði sonur Byrs 08-283 á Þverá og móðurföðurfaðir hans er Raftur 05-966. Ástæða er til að geta þess að mikill meirihluti lambanna í afkvæmahópnum voru undan tvævetr um þannig að mögulega hefur það einhver truflandi áhrif á niðurstöður. Eins og á síðasta ári er Messi efstur á Heydalsá þó að yfirburðir hans úr skoðun lifandi lambanna séu ekki jafn ótrúlegir og þá. Lömbin núna hafa samt gífurlega yfirburði í bakvöðvaþykkt og lærahold einnig gríðarmikil. Flokkun lambanna er einnig frábær, gerðin einstök og fita lítil. Eitt einkenni lambanna undan Messa er að þau eru líklega lágfætt ari en dæmi mun um fyrir slíka lamba hópa. Þessi undrakind kemur frá Bæ í Árneshreppi og er sonur Borða 08-838 en móðurfaðir hans Fróði 04-963. Hrútur 13-097 er með lambahóp sem ber verulega af á báðum þáttum rannsóknarinnar en mestu yfirburðir lambanna eru í þykkum bakvöðva og prýðilega góðum læraholdum. Þessi hrútur er sonur Rafals 09-881 en móðurætt hans úr ræktun heima- búsins. Rétt er að benda lesendum á að allar niðurstöður afkvæmarannsóknanna ásamt umsögnum um bestu afkvæmahópana má sjá á vef Ráðgjafar miðstöðvar landbúnaðar- ins (rml.is). Hvetjum við alla til að kynna sér það. Ýmislegt fróðlegt um ræktunarstarfið í dag er þar að finna. Kröfur í sambandi við framkvæmd afkvæmarannsóknanna er verið að auka. Til að þær þjóni sem best tilgangi sínum þegar þeim er beint að kjötgæðum eins og í þessu tilfelli þá verður þungi rannsóknanna að beinast að veturgömlu hrútunum. Til að ná mestum árangri skiptir öllu að geta dæmt þá strax veturgamla fyrir þennan eiginleika. Bændur sem stunda ræktun af kappi eiga að líta á þetta sem sjálfsagðan verkþátt og niðurstöðurnar á að fá strax og nota við ásetning gimbra að haustinu. Miklu verðmætara er að setja á dæt ur þeirra hrúta sem eiga að vera í ræktunar starfinu í framtíðinni á held ur en þeirra sem fallnir eru þar út. Afkvæmarannsóknina þarf að skipu leggja vel. Hóparnir þurfa að vera sem jafnastir gagnvart utanaðkomandi þáttum sem geta haft áhrif á niðurstöður. Niðurstöðurnar þurfa að endurspegla sem allra mest af þeim mun sem er á milli hópanna sjálfra. Hér má benda á truflandi þætti eins og þegar afkvæmahóparnir eru aðeins undan einum flokki áa; gemlingum, tvævetlum eða gamalám og dæmi koma fram um þetta í sambandi við topphrútana hér að framan. Á stórum fjárbúum þar sem þarf að nota þrjá eða fleiri hrúta á slíkan hóp áa (oftast gemlingana) þá er að vísu alveg mögulegt að hafa þá sem hóp innan rannsóknarinnar vegna þess að glöggva má sig á samanburði þessara hrúta hvern við annan. Nú er kominn sá tími að bændur þurfi að vanda sem mest framkvæmd rannsóknanna til að geta tryggt sem skjótastan og mikinn árangur. Reynslan hefur þegar kennt okkur að kerf ið getur skilað ótrúlega miklu þegar vinnubrögð eru vönduð og rétt. /E.E., E.I.B., J.V.J. Barði 13-333 á Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Mynd / Steinunn Ósk Jóhannsdóttir Krapi 13-331. Mynd / Ásgeir Sveinsson. Búnaðarstofa Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum Veittir eru styrkir til uppsetningar á lýsingarbúnaði samkvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og reglugerð nr. 1178/2014, VIÐAUKA I, Verklagsreglur um úthlutun styrkja vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu (www.bondi.is) eigi síðar en 1. mars 2015. Rafrænt umsóknarform og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Kristinsdóttir í síma 563 0300 og á ak@bondi.is Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Vatnsveitur á lögbýlum Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000 með síðari breytingum. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu (www.bondi.is) eigi síðar en 1. mars 2015. Með umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Rafrænt umsóknarform og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Nánari upplýsingar veitir Guðrún S. Sigurjónsdóttir í síma 563 0300 og á gss@bondi.is Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Styrkir til frumbýlinga í sauðfjárrækt Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt ákvæðum núgildandi sauðfjársamnings og reglugerð nr. 1100/2014, VIÐAUKA IV, Verklagsreglur um úthlutun bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu (www.bondi.is) eigi síðar en 1. mars 2015. Rafrænt umsóknarform og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Nánari upplýsingar veitir Guðrún S. Sigurjónsdóttir í síma 563 0300 og á gss@bondi.is Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Bændatorgið. Nafn Númer Faðir Númer Kjöt-mat Líf/ lömb Heild Býli Barði 13-333 Gaur 09-879 125,8 191,7 158,8 Leiðólfsstöðum, Laxárdal Krapi 13-331 Gullmoli 08-314 148,3 157,7 153,0 Innri-Múla, Barðas-trönd Kúði 12-002 Byrson 11-010 153,4 150,8 152,1 Árholti, Tjörnesi Messi 12-108 Borði 08-838 134,4 167,9 151,2 Heydalsá, Tungusveit Rafall 13-097 09-881 137,8 163,4 150,6 Sigmundarstöðum, Þverárhlíð Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.