Bændablaðið - 29.01.2015, Qupperneq 39

Bændablaðið - 29.01.2015, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Bækur Nokkur umræða hefur verið um að börn í Reykjavík mega ekki fá gefins reiðhjólahjálma og tannbursta út af einhverjum hreinlega fáránlegum reglum sem Reykjavíkurborg setur, en á sama tíma má gefa börnum á landsbyggðinni reiðhjólahjálma og tannbursta. Maður hefði haldið að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, með sína læknismenntun, ætti að vera fullkunnugt um gildi forvarna sem reiðhjólahjálmur og tannbursti er frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Öryggisgleraugu í flugeldapökkum má nota eftir gamlársdag Sjóvá í samvinnu við Landsbjörg gefur um hver áramót öryggisgleraugu með hverjum seldum heimilispakka af flugeldum. Mjög gott framtak, en gleraugu þessi geta komið sér vel við annað en að skjóta upp flugeldum, sjálfur nota ég þau einstaka sinnum ef ég þarf að fara út þegar mikið haglél er úti og við smíðar og fleira. Gott er að geyma þessi gleraugu á vísum stað (með árunum fjölgar gleraugunum í eigu hvers og eins eftir hver áramót og ættu þá gleraugu að geta verið á nokkrum stöðum). Sem dæmi var það mér til happs fyrir skemmstu þegar ég var að hella bensíni á tank að vindhviða sletti nokkrum dropum í andlitið á mér, þá kom það sér vel að ég var með öryggisgleraugu sem vörðu augun fyrir bensíninu. Mannbrodda ættu fleiri að nota oftar Undanfarna tvo vetur hefur verið mikil klakamyndun víða um land með tilheyrandi óþægindum. Samkvæmt lestri á gögnum frá slysavarðstofunni er þriðja algengasta orsök komu á slysadeild að viðkomandi datt í hálku. Nálægt 300 alvarleg slys verða árlega vegna gangandi fólks sem hrasar á svelli og hlýtur skaða af. Alltof fáir nota mannbrodda þegar klaki er yfir jörð, en mjög víða er hægt að kaupa mannbrodda á ágætis verði. Einnig er hægt að fá sérstaka nagla sem skrúfaðir eru neðan á skó, en þessa nagla er síðan hægt að skrúfa úr þegar þeir verða óþarfir og geyma til næstu hálku. Notkun forvarnabúnaðar er sjálfsagður hlutur: Er Reykjavík á móti forvörnum? liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sendi fyrir jólin frá sér nýja ljóðabók eftir Ágústu Ósk Jónsdóttur sem ber heitið Undir berjabrekku. Þetta er fjórtánda bókin í bókaflokknum Austfirsk ljóðskáld og hafa margar þeirra vakið töluverða athygli. Umsjón með útgáfu bókaflokksins hefur verið í höndum Magnúsar Stefánssonar og er þetta framtak sannarlega þakkarvert. Höfundurinn Ágústa Ósk Jónsdóttir fæddist á Hrærekslæk í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði árið 1940. Hún stundaði búskap á Jökuldal ásamt manni sínum, Sigurjóni Guðmundssyni, fyrst í Hnefilsdal en lengst af bjuggu þau á Eiríksstöðum. Þau fluttu til Egilsstaða árið 2001 þar sem Ágústa vann sem húshjálp fyrst í stað. Ágústa hefur ekki flíkað sínum ljóðum mikið opinberlega, en hefur þó birt nokkur ljóð í blöðum og tímaritum og í bókinni Raddir að austan árið 1999 og í bókinni Huldumál árið 2003. Upphafsljóð bókarinnar Undir berjabrekku, sem hér er birt, ber mjög dám af tilfinningum hennar til Jökuldals sem hún saknar greinilega mikið. /HKr. Fornar slóðir Ung þó tæki tryggð við Dalinn, Træði í honum flest mín spor, Tungan, þar sem upp var alin, Á minn huga sérhvert vor. Lækjarsöngur, sól og viður Sumarangan ber til mín, Lautir, móar, lindakliður, Ljómar ætíð minning þín. Ljósi, fagri fjallahringur, Fljótsdalshéraðs prýðin mest, Æsku minnar óðinn syngur Úthéraðið, þar var best. Undir berjabrekku – ný ljóðabók að austan

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.