Bændablaðið - 13.08.2015, Side 1

Bændablaðið - 13.08.2015, Side 1
Á síðasta ári bönnuðu yfirvöld í Rúss landi innflutning á matvælum frá löndum Evrópusambands ins og Noregi sem mótvægisaðgerð við refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins vegna Úkra- ínudeilunnar. Bannið, sem upphafalega átti að vara í ár, hefur verið framlengt og íhuga rússnesk yfirvöld að bæta fleiri lönd um á listann, þar á meðal Íslandi. Ágúst Andrésson, ræðismaður Rússlands á Sauðárkróki, hefur ekki trú á að Rússar setji Ísland á bann- listann og þar að auki segir hann að ær- og hrossakjöt sé ekki á núverandi lista Rússa yfir matvæli sem ekki má flytja til landsins. „Það er ekkert nýtt við það að Ísland styðji refsiaðgerðirnar gegn Rúss um vegna Úkraínudeilunnar. Rússar settu okkur ekki á bannlist- ann á síðasta ári og ég á mjög erfitt með að trúa að þeir geri það núna þrátt fyrir framlengingu bannsins. Að mínu viti mun viðskiptasaga Ís lands og Rússlands og djúp vin- átta þjóðanna verða þess valdandi að Ísland verði ekki sett meðal þeirra þjóða sem eru á bannlistanum.“ Mikil verðmæti í húfi Verði af banninu gæti það aftur á móti haft verulega slæmar afleið- ing ar í för með sér fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki sem flytja afurðir til Rússlands. Árið 2013 voru flutt úr 742 tonn af sauðfjárafurðum til Rússlands og 510 tonn 2014 en milli 500 og 700 tonn af hrossakjöti þessi sömu ár. Verðmæti þessa útflutnings er um 600 milljónir króna á ári. Heildarútflutningsverðmæti til Rússlands fyrstu sex mánuði árs ins 2015 nam um sjö milljörðum ís- lenskra króna en var á sama tímabili í fyrra tæpur 11,5 milljarður. Sam tök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða nema 37 milljörðum í ár. / VH Róðurinn hefur verið þungur undan farin misseri hjá slátur hús- um og kjötvinnslum og halla rekst- ur alvarlegur í vissum tilvikum. Sam eining sláturhúsa og frekari sam þjöppun er meðal þeirra úr ræða sem eigendur ræða sín í milli þessa dagana. Aðalsteinn Jónsson, varaformað- ur Norðlenska, segir í viðtali við Bændablaðið að það væri vítavert að taka ekki á málum áður en í óefni er komið. Norðlenska tapaði tæplega 50 milljónum króna á síðasta ári. Hann segir að aðstæður á markaði séu erfiðar, samkeppni í öllum kjötgreinum og framboð á innanlandsmarkaði mikið. Aðal- steinn segir kostnaðarhækkanir hafa komið illa við félagið og að nú þurfi menn að fara vandlega yfir stöðuna og skoða alla möguleika. „Við þurfum að finna einhvern flöt á þessu, hvort sem það verður með sameiningum, samruna eða samvinnu. Við þessari stöðu þarf að bregðast strax, það er óhjá kvæmi- legt,“ segir Aðalsteinn. Kjarnafæði lagði síðasta vor fram tilboð í Norðlenska, en því var hafnað. Segja Kjarnafæðismenn að ekki komi til greina á þessari stundu að bjóða á ný í fyrir tæk- ið. Líkur eru á að þeir kaupi auk- inn hlut í rekstri SAH Afurða á Blönduósi, þar sem þeir eiga fyr ir tæplega helmingshlut. Björn Magn- ús son, stjórnarformaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi, segir alveg ljóst að staðan sé ekki góð og að þeir séu að skoða hvernig verður brugðist við erfiðleikum í rekstri. Nánar er fjallað um rekstrar- vanda sláturhúsanna á bls. 2 og viðbrögð bænda við nýbirtum verð- listum vegna sauðfjárslátrunar á bls. 4. /MÞÞ & TB Kjötvinnslur og sláturhús í kröppum dansi Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum 10 Íslenska forystuféð 2618 Kristín Lárusdóttir bóndi í Syðri-Fljótum í Vestur-Skaftafellssýslu gerði sér lítið fyrir og tryggði sér heimsmeistara- titil í tölti á nýafstöðnu heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku. Hún hampar hér tölthorninu sem er ein æðsta viðurkenning sem íþróttamönnum sem keppa á íslenska hestinum getur hlotnast. Kristín vann firnasterka töltkeppni mótsins á klárnum Þokka frá Efstu-Grund. Mynd / Karen Diehn Meira er fjallað um mótið í máli og myndum á bls. 12. Fátt hefur verið að frétta af rannsókn Lands samtaka sauð- fjár bænda og Mat- væla stofnun ar á á stæð um óvenju mik- ils ær dauða sem varð vart í vetur og vor sem leið. Niðurstöður áfanga skýrslu Mat- væla stofnunar sem var birt 9. júlí síðastliðinn, í kjölfar spurn inga- könnunar sem bændur svör uðu vef- lægt, gáfu ekki neinar vís bend ingar um eina orsök fyrir vanda málinu. Fyrstu niðurstöður úr rann sókn á blóðsýnum, sem safnað var í sumar, gefa heldur ekki tilefni til að ætla að um einn orsakavald eða sjúkdóm sé að ræða. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýra- lækn ir hjá Matvælastofnun, segir að niðurstöður úr blóðrannsóknun- um hafi borist skömmu fyrir síðustu mánaðamót og fljótt á litið sé engar sjáanlegar orsakir fyrir ærdauðanum þar að finna. „Það á hins vegar eftir að leggjast betur yfir þetta þannig að við báðum dýralækna á Keldum um að fara yfir niðurstöðurnar með okkur. Vegna sumarfría er þeirri vinnu ekki lokið og ekki hægt að gera ráð fyrir endanlegum niðurstöðum fyrr en undir lok mánaðarins í fyrsta lagi. Eins og fram kemur í áfangaskýrsl- unni mun vinnan við að leita orsaka halda áfram í haust, en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að um eina orsök sé að ræða. Orsakirnar geta verið margvíslegar og samspil ýmissa þátta, en fjöldinn er óeðlileg- ur,“ segir Sigurborg. /smh Óvenjulegi ærdauðinn: Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum Sláturstörf á Blönduósi Mynd /SAH. Sigurborg Daðadóttir Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa 15. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 13. ágúst ▯ Blað nr. 448 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Fjárhundatamningar og keppnishald í Hornafirði Ferðaþjónustu- bændur skerpa sína sérstöðu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.