Bændablaðið - 13.08.2015, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015
Á brattann að sækja hjá kjötvinnslum og sláturhúsum
Óhjákvæmilegt að kanna
sameiningar eða samvinnu
Forsvarsmenn Bændasamtakanna
voru ósáttir við ummæli for-
stjóra Haga, Finns Árnasonar,
sem hélt því fram í blaðagrein í
Frétta blaðinu þann 4. ágúst sl.
að Bændasamtökin fengju 500
milljónir króna í opinbera styrki
til hagsmunabaráttu. Í tilkynningu
sem birt var á vef sam takanna
sagði að þessi fullyrðing forstjór-
ans væri röng.
Bentu samtökin á að í fjárlög um
2015 væri liður sem héti „Búnaðar-
lagasamningur“. Fjármunirnir sem
þar um ræðir renna meðal annars til
ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarða-
bóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs
(sem er þróunar- og nýsköpunar-
sjóður landbúnaðarins) búfjárrækt-
arstarfs og fleira sem er óskylt rekstri
hagsmunabaráttu bænda.
Bænda sam-
tök in eru frjáls
félagasamtök
og í bókhaldi
þeirra er skilið
á milli þeirra
fjármuna sem
koma frá rík-
inu vegna
bún aðar lagasamnings og fjármuna
sem fara í að reka hagsmunabaráttu
bænda. Verkefni í gegnum búnað-
ar lagasamning eru lögbundin en
samninginn má lesa í heild sinni
á vef atvinnuvega- og nýsköpun-
arráðuneytisins.
Í tilkynningu frá BÍ var bent á
það að hagsmunabarátta samtaka
bænda væri rekin fyrir tekjur af
búnaðargjaldi sem bændur greiða
sjálfir.
Kjötvinnslur og sláturhús bera sig
mörg hver illa eftir taprekstur og
erfiða tíð í rekstrinum undan-
farið. Norðlenska tapaði tugum
milljóna á liðnu ári og eru menn
þar á bæ að skoða hvernig best
verður brugðist við. Rekstur slát-
urhússins á Blönduósi hefur verið
þungur og þar á bæ leita menn
leiða til að styrkja rekstrargrund-
völlinn. Kjötvinnslan Kjarnafæði
er talin ætla að auka hlut sinn í
SAH-Afurðum en þeir þvertaka
fyrir að bjóða aftur í Norðlenska
eftir að bændur höfnuðu tilboði
þeirra í sumar.
Ekki réttlætanlegt að láta hlutina
ganga svona áfram
„Það er vítavert
ef menn taka ekki
á málum áður en
í óefni er komið.
Það er engan veg-
inn réttlætanlegt
að láta hlutina
ganga svona áfram,
rekst urinn er ekki
viðunandi og okkur ber skylda til
að taka á málum áður en illa fer. Við
erum að fara yfir stöðuna og skoða
ýmsa möguleika,“ segir Aðalsteinn
Jónsson varaformaður Norðlenska.
Félagið var gert upp með 48 millj-
óna króna tapi á liðnu ári sem eru
mikil umskipti frá árinu 2013 þegar
tæplega 140 milljón króna hagnaður
varð af rekstri félagsins.
„Það þarf engin geimvísindi til
að sjá að þetta gengur ekki upp,“
segir Aðalsteinn. Hann nefnir að laun
hafi hækkað töluvert á árunum 2014
og 2015. Aðstæður á markaði séu
erfiðar, samkeppni í öllum kjötgrein-
um og framboð á innanlandsmarkaði
mikið. Norðlenska hafi tekið kostn-
aðarhækkanir á sig. „Við höfum setið
uppi með þessar hækkanir, það er
ógerlegt að koma þeim út á markað-
inn. Staðan er alvarleg og engin teikn
á lofti um breytingar. Þegar hefur
heilmikið verið hagrætt í rekstrinum
og allt skorið niður sem hægt er,“
segir Aðalsteinn.
Minnir á ástandið 1995 til 2000
Hann segir að nú þurfi menn að fara
vandlega yfir stöðuna og skoða alla
möguleika. „Við þurfum að finna
einhvern flöt á þessu, hvort sem
það verður með sameiningum,
samruna eða samvinnu, við þessari
stöðu þarf að bregðast strax, það er
óhjákvæmilegt. Ástandið er farið að
minna á stöðuna á þessum markaði
á árunum 1995 til 2000 þegar hér
á landi voru margir sláturleyfis-
hafar og margar kjötvinnslur, þá
gekk einnig illa og nokkur fyrirtæki
sigldu í þrot. Við tóku sameiningar
sem skiluðu 15 ágætum árum, en
það eru blikur á lofti um að sama
staða sé nú að koma upp aftur,“
segir Aðalsteinn.
Einhvers konar samþjöppun
„Það er alveg ljóst að staðan er ekki
góð og við erum að skoða hvernig
best verður brugð ist við,“ segir Björn
M a g n ú s s o n
stjórn arformað-
ur hjá SAH
Afurðum á
B l ö n d u ó s i . “
Við erum að
vinna að þess-
um málum af
krafti, staðan er
viðkæm núna og lítið hægt að segja
fyrir um hvernig þetta fer.
Björn segir rekstur sláturhúsa
og kjötvinnslustöðva mjög þungan
um þess ar mundir. „Þetta er erfiður
rekstur og mér sýnist sú staða vera
uppi að það verði einhvers konar
samþjöppun. Við höfum ekki neitt
svigrúm til að velta þeim hækkun-
um sem yfir okkur hafa komið út á
markaðinn, það er ekki möguleiki.
Við höfum farið yfir reksturinn
undanfarin misseri og þegar er búið
að hagræða eins og kostur er, það
er varla hægt að skera meira niður,“
segir Björn.
Hann segir að menn velti stöð-
unni fyrir sér og hver hugsanleg
næstu skref verði til að rétta kúr-
sinn af. „Við verðum áfram að
huga að því hvernig hægt er að ná
fram hagræðingu. Ég sé ekki fyrir
mér að það verði hægt með því að
fækka sláturhúsum, það yrði ekki
gert nema taka of mikla áhættu
fyrir framleiðendur, einkum sauð-
fjárbændur. Sláturhúsin eru ekki
endilega of mörg eins og staðan er
núna, en ef til vill er hægt að koma
á einhvers konar sérhæfingu þeirra
á milli,“ segir Björn.
Kjarnafæði gæti komið sterkar
inn í SAH-Afurðir
Kjarnafæði á stóran hlut í SAH-
Afurðum, á bilinu 45 til 50%, og
segir Eiður Gunnlaugsson stjórnar-
for maður Kjarna fæðis að hugmynd-
ir séu uppi um
að fyrirtækið
komi af enn
meira afli inn í
félagið. „Það er
verið að skoða
þetta dæmi og
reikna það út
fyrir okkur, en
hugmyndin er
að við komum
sterkari inn.
Hvort það end-
ar með að við eigum 60%, 70% eða
100% þegar þeim útreikningum er
lokið á eftir að koma í ljós,“ segir
Eiður.
Kjarnafæði gerði tilboð í Norð-
lenska á liðnu vori, en því var
hafn að á fundi Búsældar, eigenda-
félags Norðlenska sem haldinn var
á Egilsstöðum í júní. „Við sendum
inn tilboð í sumar, því var hafnað
og það kemur ekki til greina af
okkar hálfu að bjóða aftur í félag-
ið,“ segir Eiður. „Eins og staðan er
núna á þessum markaði erum við
ekki að hugsa um það.“
Minna framboð af lambakjöti
Hann tekur undir og segir stöðuna
erfiða, framboð af kjöti sé mun
meira en eftirspurn sem geri að
verkum að verð sé lágt. Hann nefn-
ir að vel hafi gengið á lambakjöts-
birgðir síðasta vor þegar verkfall
dýralækna stóð yfir og skortur
varð á öðrum kjöttegundum. Þá
megi allt eins búast við að með-
alþyngd dilka á komandi hausti
verði lægri en t.d. í fyrrahaust.
Verði hún um hálfu kílói lægri eða
jafnvel meira á svæðunum norð-
an og austanlands megi gera ráð
fyrir að um 550 tonnum minna af
lambakjöti komi inn á markaðinn
nú í haust. Fjárdauðinn sem upp
kom síðasta vor gæti einnig leitt til
þess að færra fé kæmi til slátrunar
en ella. „Það gerir að verkum að
minna kemur inn á markaðinn af
lambakjöti,“ segir Eiður.
/MÞÞ
Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu
Fréttir
Laugardaginn 22. ágúst næstkom-
andi verður land búnaðarsýningin
og bændahátíðin Sveitasæla haldin
í Reiðhöllinni Svaðastöðum á
Sauð árkróki.
Á sýningunni koma saman bænd-
ur og búalið, ásamt vinnuvélasölum
og handverksfólki, sýna sig og sjá
aðra og skemmta sér saman.
Eins og venjulega verða básar og
sýningarsvæði inni og úti til leigu
og er verðið það sama og í fyrra.
Nán ari upplýsingar gefur Steinunn
Gunnsteinsdóttir í síma 865 5146, en
netfang Sveitasælunnar er sveitasa-
ela@svadastadir.is. Þeir sem vilja
panta borð á handverksmarkaðnum
eða bás, geta gert það með því að
senda tölvupóst.
Sveitasæla í Skagafirði
Nú standa fyrir dyrum breytingar
á Hótel Sögu þar sem herbergj-
um verður fjölgað og skrifstofur
hótels ins færðar til innan hússins.
Þá er fyrirhugað að efla viðhald og
endurbætur á fasteigninni á kom-
andi misserum og breyta rekstrar-
fyrirkomulagi Hótel Sögu ehf.
Starfsmönnum hússins voru á
dög unum kynntar fyrirætlanir um
að skipta félaginu Hótel Sögu ehf.
upp í fasteignafélag og rekstrarfé-
lag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður
áfram hótelstjóri Hótel Sögu og
framkvæmdastjóri rekstrarfélags-
ins Hótel Sögu ehf. sem annast sem
fyrr allan hótel- og veitingarekstur
í húsinu. Elías Blöndal Guðjóns-
son, lögfræðingur Bændasamtaka
Íslands, verður framkvæmdastjóri
fasteignafélagsins Bænda hall ar inn-
ar ehf. Skrifstofur hótelsins, sem nú
eru í austurhluta norðurbygg ing ar
Bænda hallarinnar, verða færðar
inn á skrifstofugang Bændasam-
tak anna. Lífeyrissjóði bænda og
bú greina félögum stendur jafn framt
til boða annað skrifstofupláss í
hús inu. Í framhaldinu verður allri
norður byggingu Bændahallarinnar
breytt í hótelherbergi eins og lengi
hefur til staðið. Þá verður útbúin ný
sameiginleg matstofa starfsmanna
í Bændahöllinni í gamla Búnaðar-
þingssalnum á 2. hæð. Við þessar
breytingar fjölgar herbergjum um
allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau
verði tilbúin til notkunar í byrjun
sumars 2016.
Á næstu mánuðum og árum
verð ur að auki ráðist í umtalsverðar
endurbætur á hótelinu, m.a. verða
herbergi gerð upp, veitingarými
verða endurhönnuð og svæðum fyrir
verslun og þjónustu fjölgað. Að sögn
eigenda hefur rekstur Hótels Sögu
gengið mjög vel undanfarið og nýt-
ingin aukist á milli ára, sérstaklega
utan háannar. Nú er því stefnt að
enn frekari uppbyggingu að sögn
eigenda.
Bændur greiða sjálfir fyrir
hagsmunabaráttu sinna samtaka
„Þetta var ansi mikið, en sem betur
fór stóð þetta ástand ekki lengi
yfir,“ segir Ragn ar Magnússon
bóndi á Skriðufelli í Jökulsárhlíð.
Gríðarleg úrkoma var fyrir aust-
an um miðja síðustu viku frá því
síðdegis á þriðjudag og fram á mið-
vikudagskvöld. Veðurstofan gaf
út viðvörun þar sem lýst var yfir
óvissuástandi vegna skriðuhættu og
var vegi í sunnanverðum Seyðisfirði
lokað þar sem óttast var að skriður
gætu fallið. Sólarhringsúrkoma á
veðurathugnarstöð á Hánefsstöðum
mældist rúmlega 128 millimetrar
frá kl. 9 á þriðjudagskvöld til kl. 9
á miðvikudagsmorgun. Ekki féllu
þó skriður eystra, en lítilsháttar
skemmd ir urðu á vegum hér og hvar,
m.a. á leiðinni frá Borgarfirði yfir í
Loðmundarfjörð.
Heyrúlla flaut 8 kílómetra
Ragnar segir að ausandi rigning hafi
verið eystra í rúman sólarhring, að
auki hafi verið stórstreymt og háflóð,
en Skriðufell stendur í um það bil 12
kílómetra fjarlægð frá sjó. Heyrúllur
stóðu á túnum við bæinn og flutu
að minnsta kosti tvær þeirra af stað
og lentu einhverja stund undir brú
heima við bæinn. Önnur þeirra losn-
aði síðan og flaut á brott, „hún fór hér
niður eftir ánni og langleiðina út að
sjó, ætli hún hafi ekki tekið svona um
8 kílómetra siglingu,“ segir Ragnar.
Hann segir að flóð hafi komið í
Jökulsá í fyrrasumar. Hann var þá
víðs fjarri góðu gamni á landsmóti
hestamanna. Flaut þá yfir tún við
Skriðufell líkt og nú. „Við erum ekki
óvön því að hér flæði yfir tún,“ segir
hann.
Tæplega hálfnaður með fyrri slátt
Tún við Skriðufell voru undirlögð af
vatni en Ragnar segir að jafnvægi sé
nú að komast á og hefur hann verið
að tína upp rúllur sínar síðustu daga.
Hann er um það bil hálfnaður með
heyskap, búin að ná tæplega 500
rúllum af um 1100. „Ég er svona
nokkurn vegin hálfnaður með fyrri
slátt og veit alls ekki núna hvort yfir-
leitt verður eitthvað um seinni slátt
hér um slóðir. Þetta er orðið frekar
pirrandi og maður er farinn að hug-
leiða hvort grípa þurfi til plans b, að
rúlla í rigningu, en held að það gangi
nú reyndar alls ekki.“
Vonandi verður haustið gott
Ragnar segir sprettu hafa verið frem-
ur hæga í sumar, enda kalt og blautt
fyrir austan flesta daga. „Svo hrekkur
maður bara við, það er langt liðið á
sumarið og skólar fara senn að byrja,
þannig að það er mikil óvissa með
framhaldið í heyskapnum,“ segir
Ragnar sem er skólabílstjóri á svæð-
inu. „Það er ekki annað hægt en að
halda í vonina um að haustið verði
gott.“ /MÞÞ
Beikonhátíðin
haldin um
helgina
Matar- og fjölskylduhátíðin Reykja-
vík Bacon Festival verður haldin í
miðborg Reykjavíkur laugardaginn
15. ágúst. Sérvaldir veitingastað-
ir munu, gegn vægu gjaldi, bjóða
upp á fyrsta flokks beikoninnblásna
rétti í bland við besta mögulega
hráefni, – m.a. ferskan íslenskan
fisk, svína-, lamba- og nautakjöt
og íslenskt grænmeti. Það verða
ýmsar uppákomur, hljómsveitir,
kórar, lúðrasveitir, hoppukastalar og
lukkutröll gleðja yngri kynslóðina.
Hátíðin er til styrktar góðu málefni
en árið 2013 gáfu forsvarsmenn há-
tíðarinnar tvo hjartasírita til hjarta-
deildar Landspítalans og í fyrra var
stutt veglega við bakið á félögunum
Umhyggju og Hjólakrafti. Hátíðin
hefst kl. 14.00 og stendur til 17.00
og að sögn forsvarsmanna eru allir
velkomnir.
Mynd / Bacon Festival
Fjölbreytt afþreying á Sveitasælu.
Gríðarleg úrkoma fyrir austan í liðinni viku
Mynd / Heiðar Broddason
Björn Magnússon.
Jónsson.
Gunn laugsson.