Bændablaðið - 13.08.2015, Síða 6

Bændablaðið - 13.08.2015, Síða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 7.500 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.750. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Ritstjórar: Hörður Kristjánsson hk@bondi.is – Tjörvi Bjarnason (ábm.) tjorvi@bondi.is Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Auður Laila Jónasdóttir audur@bondi.is – Sími: 563 0303 – Frágangur fyrir prentun: Prentsnið Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Það eru þenslumerki í samfélaginu þessi dægrin. Ferðaþjónustan slær öll fyrri met og byggingarkrönum fjölgar hratt. Slegist er um iðn- að armenn og verktakar margir hverjir með langa verkefnalista. Atvinnuleysi er lítið og stórir hópar launþega hafa fengið töluverðar launahækkanir á síðustu mánuðum þótt ýmsir hafi ekki fengið úrlausn sinna mála. Bændur hafa notið þess síðustu ár að mikil eftirspurn er eftir fram leiðsluvörum þeirra. Samt sem áður eru þeir margir ósáttir við sín kjör. Það kom bersýnilega í ljós á dögunum þegar sauðfjár- bændur lögðu fram kröfugerð um hærra afurðaverð þegar verðlistar sláturhúsanna tóku að birtast, nær óbreyttir frá fyrra ári. Kúabændur stukku ekki hæð sína í loft upp þegar verðlagsnefnd kvað upp úr um 1,7% hækkun afurðaverðs til bænda fyrir nokkru síðan. Það er dapurlegt að staðan skuli vera svona árið 2015 þegar allt er í blóma og blússandi hagsæld. Verðbólgan raunar handan við hornið. Margt bendir til þess að bú skap ur og bændur á Íslandi séu á tímamót- um. Landbúnaðarráðherra hefur fyrir nokkuð löngu síðan boðað uppstokk- un við endurnýjun búvörusamninga en ennþá hefur ekkert verið gefið upp um eðli eða innihald þeirra. Ljóst er að stuðningskerfið eins og það er í dag mun taka breytingum. Kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni hefur gengið sér til húðar og trúlega eru menn búnir að átta sig á því að það var ekkert sérstök hugmynd að skuldsetja sig upp í rjáfur til þess eins að fá að framleiða og njóta bein greiðslna úr ríkissjóði. Hvað skyldu bændur hafa greitt í vexti til bankanna síðustu 10 árin fyrir öll kvótalánin? Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hér í blaðinu er víða komið við. Stærsta kúabú landsins er í byggingu þar sem áætlað er að framleiða 1,5% mjólkurmagns á Íslandi. Formaður Félags ferðaþjónustubænda segir að fjölgun ferðamanna sé lyginni líkust og að bændur í þeirri starfs- grein eigi fullt í fangi með að sinna stækkandi markaði. Frekari samein- ingar sláturhúsa virðast í kortunum þar sem markmiðið er að ná auk- inni samkeppnishæfni. Piero Sardo, einn af frumkvöðlum Slow Food- hreyfingarinnar, hvetur fólk til að huga að líffræðilegum fjölbreytileika. Þessi dæmi segja okkur að þróun er óhjákvæmileg og breytingar eru nauðsynlegar. Þess vegna þurfa bændur að horfa fram á veginn. Hættum að stara í baksýnisspegilinn og eyða dýrmætum tíma í að verja einhverja stöðu sem tilheyrir fortíð- inni. Komum með nýjar hugmyndir, tökum frumkvæðið og breytum okkur sjálf – það gerir það enginn annar. /TB LOKAORÐIN Misjöfn er tíðin Mér finnst við hæfi að hefja þennan leiðara á að fjalla um tíðarfarið. Á Norðausturlandi hefur það verið frekar leiðinlegt í sumar og bændur duglegir að kvarta undan erfiðri heyskapartíð. Sumrin hafa þó oft verið verri. Fyrir ekki svo mörgum árum var mest af heyinu þurrkað. Forfeður mínir hefðu þakkað fyrir þá tækni sem okkur stendur nú til boða. Við bændur, eins og aðrir, verðum vinna í samræmi við það tíðarfar sem okkur er úthlutað. Því getum við ekki stjórnað. Annað sem við getum hins vegar reynt að breyta eða hafa áhrif á er verðið sem við fáum fyrir af urðir okkar. Á dögunum ákvað verðlagsnefnd bú vöru að hækka mjólkurverð til bænda um 1,7%. Formaður BÍ fjallaði um það starf í síðasta leiðara. Ég hef orðið var við það að ýmsum kúabændum þyki þetta lítið, en ég hef líka skilning á því að starf verðlagsnefndar hefur ekki verið auðvelt, ekki síst að nýloknum kjarasamningum. Er vitlaust gefið? Verðskrár fyrir sauðfjárafurðir sem sláturleyfis- haf ar gefa út um þessar mundir líta því miður ekki út fyrir að hækka neitt frá síðasta ári. Landssamtök sauðfjárbænda hafa birt ágæta samantekt á afurða- verði til bænda annars vegar og hins vegar á hlutdeild þeirra í endanlegu smásöluverði, borið saman við nokkur lönd í Evrópu. Þessi saman- burður er okkur bændum mjög í óhag en versl- uninni frekar hagstæður. Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort þetta sé eðlileg skipting á því sem neytandinn greiðir fyrir vöruna. Sauðfjárbændur eru ein launalægsta stétt landsins, sláturleyfishafar rétt svo skrimta en verslunin virðist vel haldin. Landssamtök sauðfjárbænda hafa sett fram markmið um leiðréttingu á skiptingu á smásöluverði sem er raunsæ og sanngjörn. Verðlagning á þessari vöru verður að vera þannig að allir geti lifað af, annars sígur smátt og smátt á ógæfuhliðina. Nauðsynlegt er að greina enn frekar af hverju skipting á smásöluverði er með allt öðrum hætti hér en víðast í Evrópu. Vinna við nýja búvörusamninga á næsta leiti Hvorki sauðfjár- né kúabúskapur verður rekinn í þeirri mynd sem nú er án stuðningsgreiðslna frá ríkinu. Gerð búvörusamninga er á næsta leiti. Skipuð hefur verið samninganefnd sem undirritaður á sæti í. Ég tel að við þurfum enn skýrari stefnu en verið hefur, um hverju við ætlumst til að þessir samningar skili. Nýir samningar eiga að skila sanngjörnu vöru- verði til neytenda en þeir eiga að líka að stuðla að því að viðhalda byggð sem víðast um landið. Sérstaklega á þetta við um sauðfjárræktina. Hún er og verður hornsteinninn í atvinnustarfsemi dreifðustu byggð- anna og jaðarbyggðanna um allt land. Nágrenni þétt- býlis er ekki best fallið til sauðfjárræktar. Það er sorglegt að sjá alltaf molna úr jaðrinum á byggðinni og jarðir sem henta afbragðsvel til sauðfjárræktar falla úr ábúð. Ástæðan er sú að búreksturinn skilar almennt ekki nægum tekjum til að menn geti fjárfest í jörðunum og byggt þær upp. Um leið er ekki aðra vinnu að hafa í nágrenninu. Afurðaverðið og þær greiðslur sem við fáum frá ríkinu verða að skapa eðlilegan rekstrargrundvöll undir þokkalega stór bú þannig að ungu fólki þyki fýsilegt að koma inn í landbúnaðinn hvar sem er á landinu. Sátt um landnýtingu er nauðsyn Sauðfjárbændur þurfa einnig að ná betri sátt um landnýtingu en verið hefur. Það hlýtur að vera eðlilegt að hver og einn geri grein fyrir því beitilandi sem hann ætlar sínum bústofni hvort sem það er eignarland, leiguland, afréttur eða annarskonar nýtingarheimildir. Uppfæra þarf þessar upplýsingar ef búskapur eða búskaparaðstæður breytast. Þá vex annars konar landnýting ógnarhratt um þessar mundir þar sem ferðaþjónustan er. Þar stefnir í algjört óefni á sumum stöðum. Í erfiðu tíðarfari getur stórséð á ákveðum blettum eftir til þess að gera lítinn ágang ferðamanna. Þeir breyta landinu í flag ekki síður en ósjálfbær beit getur gert. Ferðamenn skapa tekjur fyrir þjóðarbúið og núna mjög miklar tekjur. Þeir mega þó ekki flæða yfir skipulagslaust, ekki fremur en landnýting bænda má vera skipulagslaus. Það eru náin tengsl á milli ferðaþjónustu og búskapar og búsetu í landinu. Fallegar sveitir eru nauðsynlegur þáttur í ásýnd þessa lands og hjálpa örugglega til að laða að erlenda ferðamenn. Það kemur okkur öllum í koll ef ekki verður tekið á þessu fyrr en síðar. / Einar Ófeigur Björnsson, 2. varaformaður BÍ Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppá kom- ur og viðburðir. Fram undan er stærsta samkoma ársins, Íslands- meistara mót í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadóm- ara og líka í flokki óvanra hrúta- þuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð all- an liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Björn Þor- móð ur Björnsson frá Ytra-Hóli í Austur-Húnavatnssýslu og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrúta- dómum í annað skipti, en hann sigr- aði áður árið 2005. Í öðru sæti var Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi en hann hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi og hafa hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein vakið mikla athygli. Í þriðja sæti urðu jöfn Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi og Guðbrandur Björnsson á Smá hömr- um í Strandabyggð. Fjölbreytt sýningarhald Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýn- ingu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er grein- ingarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950–1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sér- sýningarherbergi er sögusýning sem ber yfirskriftina Brynjólfur Sæmundsson og starf héraðsráðu- nauta. Brynjólfur var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár og var þessi sýning opnuð á Hrútadómum í fyrra. Í Sauðfjársetrinu er kaffi húsið Kaffi Kind og þar verð ur veg- legt kaffihlaðborð á boð stólum. Í sumar hefur verið starfræktur Náttúrubarnaskóli á vegum Sauð- fjár setursins og verður yfirnáttúru- barnið Dagrún Ósk Jónsdóttir með kynningu á verkefninu á Hrútadómunum. Setrið verður opið alla daga milli 10–18 út ágústmánuð og um helg- ar í september. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, hand verks- nám skeið og leiksýning þar sem draug um á Ströndum verða gerð skil. Árleg sviðaveisla verður haldin í október. Hvert ætlum við? Íslandsmót í hrútadómum haldið á Ströndum Myndir: Jón Jónsson á Kirkjubóli

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.