Bændablaðið - 13.08.2015, Page 21

Bændablaðið - 13.08.2015, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, má gera ráð fyrir því að einum þriðja af mat- vælaframleiðslunni í heim in um ár hvert sé sóað, eða 1,3 milljörð um tonna. Í heimi þar sem milljónir fólks eru vannærðar og auðlindir eru takmarkaðar, er nauðsynlegt að draga úr matarsóun svo hægt verði að koma á sjálfbæru matvælafram- leiðslukerfi. Þar fyrir utan er einnig ýmislegt hægt að gera meira varð- andi matvælaframleiðslu í þéttbýli, eins og dæmin sanna um landbúnað í þéttbýli. Ræktun í heimagörðum og á opnum svæðum er möguleiki sem við getum nýtt okkur meira. Auðvitað getum við ekki skipt út öllum hefðbundnum land bún aði fyrir lífrænan í einni svipan. Það ætti hins vegar að vera mark miðið til lengri tíma litið, sé horft til þess hvað einhæf akuryrkja, notkun á skordýraeitri og verksmiðjufram- leiddum áburði hefur í för með sér. Þetta mun á endanum leiða til óafturkræfra skemmda á landi og vistkerfum. Ein af áhrifamestu slæmu afleið- ing um af einhæfri akuryrkju – og notkun ar á tilteknu skordýraeitri – er hnattrænt hrun í býflugnastofnum og hefur haft alvarlegar afleið ing ar á gróður og tegundir í ræktun, sem eru háðar býflugum sem frjó berum. Við þurfum að horfa á heildar sam- heng ið til framtíðar, en ekki bara hugsa um að svala þörfum okkar á líð andi stundu. Með aukinni meðvitund fólks um það sem það lætur ofan í sig er von mín að staðbundnar matvörur verði æ algengari í kjörbúðum og stórverslunum og þeir sem stjórna innkaupastefnu verslana muni þurfa að taka mið að því með því að sækja meira til smáframleiðendanna.“ Neytendur eru betur meðvitaðir Ég deildi sögunni um paprikurétt inn [sem er sögð hér til hliðar á síð- unni] til að útskýra hvernig mat- væla framleiðslukerfið gengur fyrir sig í dag. Slow Food hóf starf semi til að verja staðbundinn líf fræði- legan fjölbreytileika, í þeim til- gangi að auðvelda staðbund inni matvælaframleiðslu að þrífast, með sínum náttúrulegu heimafengnu afurðum og tegundum, hefðum og framleiðsluaðferðum,“ segir Sardo þegar hann er spurður hvort hann finni fyrir því að barátta þeirra hafi skilað árangri. Það er ljóst að neytendur eru orðnir betur meðvitaðir um það hvað þeir kaupa og borða. Almennt fræðslustarf um matvæli – það að vekja máls á brýnum málefnum um matvæli – verður samt áfram mik- ilvægur þáttur í starfi Slow Food. Okkar hlutverk mun líka áfram felast í því meðal annars að vekja athygli á og veita viðurkenningu þeim aðilum sem feta þær leiðir sem varðaðar eru með verkefnum okkar, til að mynda Presidia og Ark of Taste (Bragðörkinni). Á endan- um felst það í að stefna víðtækt að félagslegri, um hverfis legri og hag- rænni sjálf bærni.“ Einkar ánægjuleg Íslandsheimsókn Sardo var í heimsókn á Íslandi í fyrsta sinn og tilgangur hans var tví þættur, að heimsækja félagsmenn sem starfa í Slow Food Reykjavík og heimsækja bændur vegna um sókn arinnar og skráningarferlis skyrsins og íslensku geitarinnar í Presidia. Hann segir að Presidia- verkefnin hafi í raun verið framhald af vinn unni við Bragðörkina þar sem aðal áhersl an er á afurðir. „Þegar við vor um búin að kortleggja fyrstu hundr að afurðirnar í Bragðörkinni var ákveðið að ganga skrefi lengra og við færðum okkur yfir á svið framleiðslunnar og vinnslunnar á afurðunum til að læra um upp- runann, kynnast framleiðendunum og koma framleiðslu þeirra, þekk- ingu og hæfni á framfæri. Í gegnum tíðina hafa verk efni Presidia orðið ein skilvirkasta leiðin til að koma hugmyndafræði Slow Food um landbúnað í gagnið. Presidia styður við gæðaframleiðslu sem er í hættu á að leggjast af, verndar einstök héruð og svæði, endur heimt ir hefð- bundnar vinnsluaðferðir, stend ur vörð um upprunaleg búfjárkyn og staðbundnar plöntutegundir,“ segir Sardo um tilgagn starfsemi Presidia- verkefnisins. „Íslenskir skyrframleiðendur munu ferðast til Bra á Ítalíu þann 21. september á áðurnefndan við- burð sem tileinkaður er mjólk og öllum formum hennar. Með skráningunni í Presidia mun skyrið og íslenska geitin öðlast viðurkenningu á sínum gildum og mikilvægi, sem hefðbundið hand- verk og upprunalegt búfjárkyn. Þessi íslensku Presidiaverk efni munu verða hluti af alþjóðlegu tengsla neti Presidia og Slow Food mun miðla upplýsingum um þau til fjölmiðla og blaðamanna til að vekja athygli á þeim. Þá gefst fram- leiðendum þessarara afurða kostur á að sýna þær á viðburðum og upp- ákomum á vegum Slow Food, bæði innanland og eins alþjóðlega. Það er ekki í verkahring Slow Food að kaupa og dreifa þessum af urð um, en við munum styðja við fram leiðendurna sem hóp sem getur átt aðild að óháðu og sjálfbæru hag- kerfi okkar sem mun gefa afurðun- um meira vægi. Þannig er hlutverk staðbundins tengslanets í viðkomandi landi mjög mikilvægt. Því það er í gegnum það sem framleiðendurnir fá aðstoð til að tengjast öðrum félögum, hinu stóra tengslaneti og tækifærum sem þar er að finna.“ Að sögn Sardo var heimsóknin til Íslands einkar ánægjuleg og hann á margar mjög góðar minningar um matarupplifanir sínar hér. „Við smökkuðum nokkrar afurðir sem hafa verið skráðar í Bragðörkina: hangikjöt, harðfisk og skyr. Ég var mjög hrifinn af því, á þeim stöð- um sem ég heimsótti, hversu mikil notkun á villtum jurtum og sjávar- gróðri var – til dæmis á ætihvönn, blóðbergi og sölvum. Mér gafst tækifæri á að borða á framúrskar- andi veitingastöðum eins og Mat og drykk, þar sem ég smakkaði „mjöð“ í fyrsta skiptið, og á Dill Restaurant, þar sem ég bragðaði á frábærum sjáv- arréttum og harðfiski.“ /smh Þátttakendur á litla málþinginu sem Slow Food Reykjavík stóð fyrir. Mynd / HKr. Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur á Akranesi: Útlit fyrir besta ávaxta- og berjasumarið síðastliðin þrjú ár á Suðvesturlandi Jón Guðmundsson, garðyrkju- fræðing á Akranesi, þarf vart að kynna fyrir íslenskum ávaxta- og berjaræktendum – en hann hefur verið brautryðjandi í ræktunar- starfi í þeirri grein á undanförnum árum. Hann segir að eftir frekar kalda tíð í vor hafi á undanförnum vikum orðið algjör kaflaskil með hlýindum og bjartviðri. Allt sé þó talsvert á eftir í þroska, jafnvel nokkrum vikum hér á Suður- og Vesturlandi – og auðvitað mun meira fyrir norðan og austan „Sum ávaxtrén í mínum garði voru varla farin að laufgast neitt um miðjan júní, á meðan önnur sem eru betur staðsett voru farin að blómstra. Almennt má segja að trjágróður hafi komi mjög sjúskaður undan vetri; talsvert hefði verið um kal í trjám og einnig brumkal – reynitré til dæmis hafi varla laufgast. Það er svipað með eplatrén, þau hafa mörg aðeins látið á sjá – sérstaklega þau sem eru áveðra. Þau sem eru hins vegar í skjóli eru að koma bara nokkuð vel út úr þessu. Blómgunin er þar alveg þokkaleg, kannski ekki alveg í meðallagi en nálægt því,“ segir Jón og mælir með því að það sem hefur kalið sé klippt strax af. Ekkert sérlega bjartsýnn eftir síðasta vetur „Eftir þennan vetur bjóst maður nú við hverju sem var í raun og veru. Þegar það geysa svona stormar er stanslaust vindálag á plönturnar með tilheyrandi salti, þurrki og öðrum óþverra. Það sér því sérstaklega á sígrænu plöntunum en einnig ýmsu öðru. Það er samt merkilegt í mínum garði að á tilteknum kirsuberjatrjám var nú mesta blómgunin á síðustu fjórum árum. Sömuleiðis á perutré sem hér er. Væntanlega er það út af hagstæðum skilyrðum í fyrra því þó það hefði verið mjög blautt – hérna á landinu í það minnsta – þá var nokkuð hlýtt. Það sama á við um eplatrén. Mestu máli skiptir að það séu sæmileg hlýindi, en þetta er þó samspil við sólina. Hún hækkar auðvitað yfirborðshitann. Eplatrén voru um það bil tveimur vikum á eftir því sem mætti kallast í meðallagi með blómgun. Þar sem tíðin hefur verið góð á undanförnum vikum munu snemmbærar sortir alveg ná að klára sig – bara tveimur vikum eftir á. Sumarið í ár fer miklu betur af stað hér á mínu landssvæði en síðustu tvö ár, þótt það hafi verið kalt vor. Nema eitthvað mikið komi til í sumar er útlit fyrir að þetta verði besta ávaxta- og berjasumarið í þrjú ár – og jafnvel verður hægt að segja langbesta.“ Er yfirleitt með um 20 yrki til reynslu „Í fyrra mátti sjá hvernig viðkvæm- ari sortir af ávaxtatrjám – eins og þessar dönsku – komu talsvert verr undan vetri en hinar sem harðgerðari eru, til dæmis frá Noregi. Það sást greinilega til að mynda í kali á þess- um trjám. Mesti lærdómurinn fæst í þessum slæmu árum þegar einhver afbrigðilegheit eiga sér stað. Því við erum alltaf að reyna að átta okkur á því hvað gerist þegar þannig aðstæð- ur skapast. Fyrstu árin í ávaxta- trjávakningunni sem varð fyrir nokkrum árum var tíðarfar óvenju gott. Slík tískubylgja kemur varla í bráð aftur þótt áhuginn muni að einhverju leyti sveiflast í takt við tíðarfarið áfram.“ Jón heldur ótrauður áfram sinni tilraunastarfsemi í ávaxtatrjáarækt- un, en í fyrra gaf hann út rit sem var eins konar yfirlitsrit um hans braut- ryðj endastarf – auk þess sem hann framleiðir tré af bestu yrkjunum úr ræktuninni og hefur til sölu. „Ég er yfirleitt með um 20 yrki til reynslu á hverju ári, meðal annars plómur og apríkósur auk epla, kirsuberja og pera. Apríkósutrén gefa enn sem komið er mun minna en önnur ávaxtatré hjá mér. Flest af þeim ávaxtayrkjum sem hafa heppnast best til ræktunar á Íslandi hafa komið frá Kanada, Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð – en í sjálfu sér breytir það ekki öllu frá hvaða landi nákvæmlega það kemur. Svo fremi sem umhverfið sem viðkomandi yrki er sprottið úr líkist því sem við búum við þá er vert að gefa því gaum. Það sem hefur reynst best er að blanda saman hæfilegu magni af upplýsingum og tilraunastarfsemi,“ segir Jón. Þrír lykilþættir til farsællar ávaxtatrjáaræktunar Hann segir að það séu þrír lykilþættir sem fólk þurfi að gefa gaum, sé það í vandræðum með sín ávaxtatré. „Það getur verið að tréð sé einfaldlega lé legt, annað hvort yrkið eða einfald lega að viðkomandi tré sé illa farið. Þá þarf umhirðan að vera í lagi og staðsetningin. Það má ekkert af þessu vera í ólagi til að hægt sé að vonast eftir blómgun og loks ávöxtum. Í umhirðunni er mikilvægast að fylgjast með meindýrum og tryggja næga næringu. Trén þurfa þokkalaga góðan jarðveg og áburðargjöf, en kannski ekki eins mikla og sumt grænmeti þarf. Ef það liggja meindýr í þessu á hverju vori, þá getur það spillt mikið fyrir, bæði hvað varðar blóm og vöxt. Haustfetinn, sem er lirfa fiðrildategundar, er skæðasta meindýrið hér. Maður veit af trjám við léleg skilyrði og slæma umhirðu – og þá náttúrulega gerist ekkert – þau vaxa ekki einu sinni almennilega.“ /smh Jón er ánægður með útlitið í garðinum sínum við sjávarsíðuna á Akranesi. Mynd / smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.