Bændablaðið - 13.08.2015, Qupperneq 24

Bændablaðið - 13.08.2015, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Anna Kristín Hauksdóttir fetaði í fótspor móður sinnar og reið yfir Ísland endilangt í fyrrasumar. Í byrjun júlí endurtók hún dag- leið frá Möðrudal á Fjöllum að Grímsstöðum, í félagi við frítt föruneyti. Þrátt fyrir að hafa búið í Ameríku síðan hún var ung kona eru tengsl Önnu Kristínar Hauksdóttur við móður jörðina sterk. Hún er djúpvitur kona enda 82 ára gömul. Þrátt fyrir virðulegan aldur er ekki að sjá nein merki þess að Anna sé að slá slöku við. Þvert á móti hefur hún gefið í, finnur sér ný áhugamál og fylgir eftir þeim hugmyndum sem hún fær. Hún stóð aldeilis við stór orð þegar hún fór í 32 daga hestaferð í fyrrasumar, frá Signýjarstöðum í Borgarfirði, um Norður- og Aust urlandi og síðan aftur þvert yfir landið á Þingvelli og upp í Borgarfjörð. Anna Kristín reynir eftir fremsta megni að fylgja ná kvæmlega „Dagbók Valgerðar Einarsdóttur í ferð hennar og Ástríðar Jósepsdóttur frá Signýjarstöðum í Borgarfirði sumarið 1925 um Ísland“, en sú síðarnefnda var móðir Önnu Kristínar. Dagbókin birtist í Kaupfélagriti Borgfirðinga árið 1990. Tilgangur Önnu var að heiðra minningu þeirra Ástríðar og Val- gerðar auk Alice Sigurdsson, vinkonu sinnar og hestakonu, sem lést árið 2010. Þær Valgerður og Ástríður voru 23 ára þegar þær riðu Ísland endilangt og til baka á 42 dögum. Tilgangur þeirra var að hitta vinafólk um landið og komast í Mjóafjörð á Austurlandi til að heimsækja frænd fólk Valgerðar. Ferð Önnu reynd ist viðburðaríkt ævintýri. Hún reyndi eftir fremsta megni að fylgja nákvæmri lýsingu vinkvennanna á leið þeirra, en þær fóru að mestu gamlar þjóðleiðir. Ferðafélagar frá Norðfirði Í júlíbyrjun var Anna Kristín aftur mætt og nú á sannkallaða ættjörð, á Möðrudal á Fjöllum, því þaðan á Anna Kristín ættir sínar að rekja. Afi Önnu Kristínar var Einar Stefánsson, hálfbróðir Jóns Stefánssonar bónda í Möðrudal. Fjölskyldutengsl Möðru- dals ættar eru sterk og Anna á þar góða að. Henni var mikið í mun að fara rétta dagleið frá Möðrudal að Grímsstöðum á Fjöllum, sem hafði misfarist í fyrra. Í þetta sinn fylgdu henni vaskir hestamenn frá Norðfirði. Þórður Júlíusson og Thedóra Alfreðsdóttir, bændur í Skorrastað í Norðfirði, sem reka hestaferðaþjónustuna Skorra- hestar, sáu um leiðsögn, trúss og veitingar. Vilberg Einarsson, nágranni þeirra hjóna, fylgdi svo með ásamt undirritaðri. Ennfremur beindi Vern- harður Vilhjálmsson, fyrrum bóndi í Möðrudal, þeim réttu leiðina enda er hann svæðinu vel kunnugur og eftirlætisfrændi Önnu að eigin sögn. Grýtt auðn og ófæra Dagleiðin sem farin var, frá Möðru- dal að Grímsstöðum er fáfarin leið sem nokkuð erfitt reyndist að fylgja. „Þegar við riðum þarna yfir hugsaði ég um leiðina sem þær hafa farið. Þarna voru engir vegir. Þetta var bara grjót og möl og ekki neinn slóði. Kannski hefur verið þarna á í þá daga sem þær hafa fylgt,“ segir Anna Kristín, en leiðin sem hópurinn reið var um 35 km löng. Hún lá yfir sanda í gegnum Vatnsskarð, meðfram Skarðsá að Klettslindum, upp á grýttan Biskupsháls í gegn um snarbratt Núpaskarð og þaðan niður að þjóðvegi eitt nálægt Biskupa- vörðum. Lokakafli dagsins var svo þægileg reið á gamla afleggjaranum að Grímsstöðum. Veðrið var eins og best verður á kosið í hestaferð, milt og skýj- að, engin rigning, lítil sól. Leiðin lá með fram Skarðsá sem hópurinn reið yfir alls fjórum sinnum og ekki að ástæðulausu. Anna segir þetta það skemmtilegasta sem hún veit í hestaferð. Þrátt fyrir að falla af baki einu sinni, útí ána, lét hún það lítið á sig fá. Þvert á móti segir hún byltuna hafa verið hressandi uppbrot á hreyf- ingu dagsins. „Það gerir manni gott að fara svona fallega af. Eftir daginn var ég aðeins stirð, fann fyrir í öxlum og neðst í bakinu. Daginn eftir reið- túrinn var ég betri og tveim dögum seinna var allt í lagi með mig,“ segir Anna sem þakkar góða heilsu reglu- legum fjallgöngum sem hún stundar á heimaslóðum í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Þau heiðurshjón á Skorrastöðum útveguðu hesta til ferðarinnar, fyrir utan hryssuna Kládíu sem Anna fékk lánaða frá Vernharði frænda sínum. Hestarnir reyndust vel enda öllu vanir austur á fjörðum, fúsir og fótvissir, óhræddir við ófærur og fóru vel með reiðmenn. „Mér fannst sérstaklega gaman að fara niður bratta gilið. Það var gaman að sjá hversu fótvissir og öruggir hestarnir voru, en þó nokkuð spennandi enda voru brekkurnar voðalega brattar.“ Landslagið á Fjöllum sagði sögur af lífsbaráttu. Móbergsfjöll í bland við öskugígja, auðnin hrikaleg, ekki mikið um gróður en einstaka klauffar eftir hreindýr. Leiðin var því á köflum þung yfirferðar og lang- sótt. „Ímynda sér stelpurnar á þessum slóðum. Þær þurftu að vera ákveðnar og gefast ekki upp.“ Breyttir tímar „Með tímanum hef ég áttað mig betur á hvað þetta var mikið afrek hjá þeim, 23 ára stelpum, að leggja upp í svona ferð,“ segir Anna Kristín að ferðinni lokinni. „Þær hittu að vísu fólk hér og þar, en þær gerðu þetta að öllu leyti alveg sjálfar og á allt annan hátt en ég. Þær voru vanar hestum, ég hef lítið verið á hestum. Þær tóku með sér nesti og einstaka sinnum var þeim boðið inn að borða og að sofa í rúmi, en þær gistu oftast í tjaldi. Þá þurftu þær að rata allar þessar leiðir. Ég hafði hins vegar leiðsögumann allan tímann og treysti því hvert hann var að fara, auk trússbíls sem eldaði mat ofan í okkur.“ Ekki er það að finna á lestri dag- bókarinnar að neinn uggur hafi læðst að þeim vinkonum, þrátt fyr ir óvæg íslensk náttúruöfl og ill fær ar leiðir. Þær voru aufúsugestir á prestsetrum og nýttu sér það, því Valgerður var dóttir sr. Einars Pálssonar sem þá var prestur í Reyk holti. „Þær virðast ekki hafa villst mikið í þá daga. Þær fylgdu þjóðleiðum sem voru fjölfarnari en þær eru í dag. Þær nefna suma bæi sem eru tóftirnar einar á afskektum stöðum. Þangað kemur enginn í dag, nema á hesti,“ segir Anna Kristín. Haldið á Heljardalsheiði Anna er hvergi hætt að ríða út á Íslandi þótt þessum merka áfanga sé náð. „Ég skil eftir skóna mína og hlífar, með það í huga að fara í fleiri ferðir. Mig langar að fara yfir Kjöl og í Þjófadal. Þá fannst mér stórkostlegt að ríða um Þingvelli og vil gjarnan gera það aftur. En næst stefni ég á Heljardalsheiði, nánar tiltekið milli Hóla í Hjaltadal og Svarfaðadals. Það er gömul þjóðleið sem þær stelpur fóru en ég fór ekki í fyrra því þá var of mikill snjór. Mér þætti gaman að fara þar yfir.“ /GHP Hófadynur á bergi – Frá Möðrudal að Grímsstöðum með Önnu Kristínu Hauksdóttur Ferðafélagar í Möðrudal á Fjöllum við upphaf ferðar. Frá vinstri: Skúmur, Anna Kristín, Vernharður, Þórður, Skúmur, Guðrún, Vilberg, Haukur og Glæsir. Mynd / Theódóra Alfreðsdóttir Smári frá Skorrastað fór fallega undir Önnu Kristínu. Vernharður teiknar leiðina í sandinn. Þórður og Anna fylgjast vel með. Hvílt undir ómþýðum söng Þórðar Anna Kristín segir hápunkt hesta- Auðnin á Biskupshálsi fékk Önnu til að hugsa til afreka vinkvennanna árið 1925.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.