Bændablaðið - 13.08.2015, Síða 32

Bændablaðið - 13.08.2015, Síða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Töluverð umræða hefur verið og aðgerðir gegn risahvönnum sem hafa sáð sér út frá görðum í þétt- býli undanfarna áratugi. Þeim hefur, líkt og öðrum landnemum, aukist ásmegin á síðustu árum. Vegna þess að þær innihalda fúranókúmarín-sambönd sem valda ljósofnæmi og geta brennt og skaðað fólk sem kemst í snert- ingu við plöntusafann er fólk farið að líta á þær sem vafasama blessun fyrir land og lýð. Auk þess hafa þær þá áráttu að leggja undir sig stórar spildur þar sem þær yfirgnæfa annan gróður og verða einráðar. Því eru nokkur sveitarfélög farin að gera gangskör að því að útrýma þeim í lendum sínum og hvetja allan almenning til að fjarlægja þær í heimagörðum. Meira að segja hefur komið fram í reglugerð frá umhverfisráðuneytinu algjört bann á innflutningi fræja eða plöntuhluta af ættkvíslinni Heracleum. Á þeim svarta lista eru fleiri plöntutegundir sem ekki má flytja inn eða dreifa um íslenska gróðurríkið. Risahvannir, ættkvíslin Hera- cleum, eru af ætt sveipjurta líkt og ætihvönnin okkar íslenska, gulrætur, skógarkerfill, steinselja, kúmen og ótal fleiri plöntutegundir sem við könnumst við í görðum okkar og nærumhverfi. Hugtakið risahvannir er nokkuð á reiki. Sumir tala um klóahvannir eða tröllahvannir. Íslensk heiti tegunda enda ýmist á „kló“ eða „hvönn“ eftir því hver um fjallar. Samræmis vegna mun ég nota klóarendinguna í þessum pistli. Nokkur ruglingur hefur líka verið á greiningu þeirra tegunda sem hingað hafa borist og dreifst út. Það er kannski eðlilegt, því tegundirnar líkjast mjög hver annarri tilsýndar og mynda jafnvel kynblendinga sín á milli. Þannig að varla er það heiglum hent að henda reiður á hver er hvað. Þó skal reynt. Pálmakló, Heracleum persicum, barst líklega hingað með norskum hvalveiðimönnum meðan þeir höfðu mest umsvif hér á landi um aldamótin 1900. Í Noregi gengur hún undir nafninu Tromsöpálmi. Ég man eftir henni í plássum vestra og á nokkrum bæjum við Djúp í uppvexti mínum og fram yfir 1970 var þar ekki um aðra tegund að ræða. Hún finnst þar enn, en hefur ekki farið langt né víða um. Pálmaklóin verður venjulega aðeins um 1,5–2 m há en getur orðið allt að 4 m ef aðstæður bjóða upp á það. Blöðin eru margskipt, oft um 1–2 m löng, separnir fremur oddhvassir og stönglarnir oftast fleiri en einn. Mikil rauðmengun er við blaðslíður og næst rót. Öll plantan er sérkennilega „fitug“ viðkomu og af henni leggur sterka og fremur væmna aníslykt. Hæringin er hvítleit, stíf og stendur beint út frá stönglum og blöðum.Sveipirnir eru kúptari en á tröllakló, hliðarsveipir fremur smáir og þroska sjaldan fræ. Fræin eru þunn, breiðegglaga með áberandi sverum, kylfulaga og dökkum olíurákum. Tröllakló, Heracleum mante- gazzi anum, er stórvöxnust risa- hvann anna. Getur orðið 5–6 m há við bestu skilyrði. Blöðin eru margskipt, oft um þriggja metra löng og 1,5 m breið. Stöng ull- inn venjulega einn upp frá rótar- krónunni. Stöngullinn mjög sver við rótina, oftast um 10–12 cm í þvermál. Stöngull, stilkar og neðraborð blaða alsett rauðum dílum og glærum hárum sem eru fremur mjúk. Úr plöntunni drýpur plöntusafi og lekur niður á það sem undir er. Það er þessi safi sem er hættulegur, því ekki þarf að snerta plönturnar til að fá hann á sig ef fólk fer um svæðið. Hann getur valdið alvarlegum bruna á beru hörundi og jafnvel blindu ef hann berst í augu. Blómin eru hvít. Blómsveipirnir eru mjög miklir um sig, allt að 40–50 cm, frekar flatir, og í kring um þá koma minni hliðarsveipir. Hvert einasta blóm getur myndað fræ, og frekar tvö en eitt, því frænið skiptir sér eftir frjóvgun. Miðjublóm sveipsins eru óháð utanaðkomandi frjóvgun en jarðarblómin frjóvgast gjarnan af eigin frjódufti. Fræframleiðslan er því mikil og ekki óalgengt að hver planta gefi af sér um 10.000 fræ. Tröllaklóin er einbær og deyr eftir fræþroskann. Fræin geta beðið í jarðvegi í nokkur ár. Þau dreifast líka með vindi og vatni. Fræ tröllaklóar þekkist á því að það er mjóegglaga, snubbótt í framendann með næstum jafnbreiðum, en rýrum, olíurákum. Breiðakló, Heracleum sos- nowskyi, hefur ekki verið skráð hérlendis, mér vitanlega. En mér þykir líklegt að sumar af þeim plöntum sem hér vaxa séu þeirrar tegundar. Hún líkist mjög tröllakló og þeim er iðulega ruglað saman. Hæð breiðaklóar fer aldrei yfir þrjá metra. Breiðaklóin hefur breiðari blöð með snubbóttari sepum en tröllaklóin. Blöðin eru reglulega þrískipt þannig að hlutarnir eru um það bil allir jafn stórir og hver blaðsepi deilist upp með svipuðu fyrirkomulagi. Hæringin er mjúk og fínleg, og nær til blómsveipanna. Blómin hvít í flötum sveip. Blóm- stöng ullin er oftast einn. Fræin eru langegglaga með pendúllaga olíurákum. Breiðaklóin kemur frá Georgíu, heimalandi Stalíns. Og Stalín gaf út tilskipun, með eigin hendi, um að hún skyldi ræktuð sem fóðurjurt fyrir búpening sem víðast um öll Sovétríkin vegna þess hve miklum fóðurmassa hún skilaði á hverja flatareiningu. Og eftir þessu var auðvitað farið, en með mikilli eftirsjá, því erfitt var að vinna plöntuna til að hún kæmi að tilætluðum notum. Sláttur og verkun krafðist stórvirkari vélakosts en var fyrir hendi. Því gengur breiðaklóin víðast undir uppnefninu „hefnd Stalíns“ í löndum Austur-Evrópu. Breiðaklóin hefur slæðst víða og fyrir utan að vera orðin þvísemnæst óviðráðanleg á hinu fyrrverandi áhrifasvæði Stalíns, hefur hún borist til allra landa Vestur-Evrópu og hefur venjulega verið skilgreind þar sem tröllakló þar til á allra síðusu árum. En kannski kemur það út á eitt. Burt skulu báðar. Hestakló, Heracleum sphon- dylium, er sú tegund sem ná granna- þjóðir okkar hafa kallað bjarnarkló frá örófi alda. Hún er sú risahvönn sem hefur vaxið í Vestur- og Norður- Evrópu frá upphafi. Reyndar er henni skipt upp í ótal undirtegundir sem dreifast um allt Norðurhvel. Grasafræðingar eru ekki alveg sammála um skilgreiningarnar og skipa þeim ýmist í eða úr því að vera skráðar sem sérstakar tegundir. Hestaklóin er nokkuð rýrari en aðrar risahvannir, þótt einstaka undirtegundir hennar geti samt orðið all sverar og fyrirferðarmiklar. Enn sem komið er hefur hestaklóin ekki náð að dreifa sér út hér svo að nokkru nemi. Samt veit ég um ansi þétt og mikið stóð af henni á Selfossi þar sem hún hefur haldið sig nokkurn veginn á sama stað um árafjöld, til lítillar gleði fyrir garðeigendur í nágrenninu. Hestaklóin er ögn hærri um sig en ætihvönn og vaxtarlagið svipað. Hæð stærstu plantnanna er um 1,5 m. Stönglarnir eru grannir, blöðin þrískipt og separnir mjóslegnir og yddir. Öll plantan fínhærð, hárin fremur snörp. Blómin hvít, stundum rauðleit, sveipirnir um 15–20 cm að þvermáli. Fræin sporöskjulög uð, tiltölulega smá og brúnleit. Plönt- urnar eru einbærar og deyja eftir fræþroskann. Bjarnarkló, Heracleum ste- venii, er stórvaxin og fjölær tegund sem ekki virðist hafa sloppið mikið úr görðum hér til að sá sér út í umhverfið. Í áratugi var stakt og stæðilegt eintak af henni á horni Hringbrautar og Bjarkargötu í Reykjavík. Þar mun hún hafa verið gróðursett um 1950 og stóð óáreitt alveg fram á tíunda áratuginn. Hún hefur nú verið fjarlægð, eða dáið út fyrir elli sakir. Blöðin eru risastór, minna helst á fjöðruð rabbarbarablöð, og blómstönglarnir upp úr hverjum hnaus geta verið þrír til fjórir. Hæðin er um 2 til 2,5 m. Blómsveipirnir stórir og hvelfdir með rjómahvítum blómum. Án efa er bjarnarklóin státlegust af þeim risahvönnum sem ræktaðar hafa verið í görðum. Hún er ein af fáum risahvönnum sem ekki deyja eftir fræþroska og kemur upp aftur ár eftir ár. Varnaðarorð og útrýmingaraðferðir Vegna fúranókúmarínanna í blöð- um og plöntusafa risahvanna teljast þær óæskilegar þar sem einhver umferð fólks er. Þessi efni valda ljós ofnæmi, einkum í sólskini. Ef fólk fær plöntusafann á bert hörundið er hætta á að af hljót- ist slæm brunasár. Einkum eru börn og óvitar í hættu, því þau þekkja ekki hættuna. Plönturnar bjóða fram stór blöð sem gaman getur verið að leika sér með og stöngl arnir bjóða upp á enn frek- ari mögu leika. Þá er hægt að nota sem lúðra og sjóræningja- sjónauka. Slík uppá tæki enda með skelfingu fyrir börn og aðstand- endur. Ef plöntusafinn berst í augu er hætt við að fólk verði blint um stundarsakir og jafnvel til fram- búðar, ef svo hittist á að sólskin er sterkt og ekki næst nógu fljótt að skola augun með miklu af volgu og hreinu vatni. Eftir snertingu við risahvannir þarf að þvo sér vel um hendur og andlit með mildu sápuvatni. Búfé bítur risahvannir með góðri lyst þegar það kemst að þeim. Því er eitt ráðið til að halda þeim niðri með stífri beit. Sauðfé og geitur eru best til þess fallnar. Við þurrkun hverfa þessi ljós- næmisáhrif og plönturnar falla því ágætlega inn í þurrheysverkun. Í nágrannalöndunum hefur best reynst að ganga á breiðurnar og stinga upp hverja einustu plöntu um leið og hún stingur upp koll- inum. Þetta þarf að endurtaka á svosem þriggja vikna fresti á sumrin, og áfram næstu ár, þar til ekki lengur krælir á plöntunum. Dönsk reynsla er að þetta taki um þrjú ár, en þar eru líka dæmi um að þessari endurtekningu hafi þurft að halda úti allt upp að sjö árum. Sláttur heldur plöntunum niðri en fjarlægir þær ekki. Beit er skil- virkari. Nokkur efnahernað ur hefur líka verið háður gegn risa- hvönn unum. Glyfosat (Roundup/ Clinic) hefur verið notað, en með fremur óskilvirkum árangri. Margar endurteknar úðanir þarf að gera. Það þykir ekki ásættan- legt. Bæði er það dýrt og hefur mjög slæm áhrif á það lífríki sem vernda á og endurheimta. Frysting með fljótandi köfnunarefni (N2) hefur verið reynd. Virkaði það nokkuð vel og var án teljandi umhverfisáhrifa, en aðferðin var alltof kostnaðar söm og krafðist sér- útbúnaðar. Þar að auki var hún háð einkaleyfi fram kvæmdaaðilans. Niðurstaðan er því sú, að þar sem ætlunin er að úrýma risahvönn um dugar uppstunga, með stífri iðni, nákvæmni og eftirfylgni best. Og það borgar sig að klæðast hlífðar- fatnaði, hönskum og örygg is gler- augum á meðan. Þessar varúð ar- ráðstafanir eiga einnig við þegar verið er að hanskast með aðrar sveipjurtir, s.s. ætihvönn, sellerí og steinselju. Þær innihalda svipuð fúranókúmarín sem geta ekki síður valdið skæðu ljósofnæmi ef farið er óvarlega í samskiptum við þær. Fróðleiksbásinn Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Hvannir Herkúlesar – risahvannirnar Tröllakló hæring stilks og blaða.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.