Bændablaðið - 13.08.2015, Qupperneq 38

Bændablaðið - 13.08.2015, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Það er eðlilegt að bændur spyrji sig hverju lambaskoðanirnar skili þeim. Við viljum staðhæfa að það sé mikið og mjög margt sem má nefna því til stuðnings. Í þessari grein er aðallega gerð grein fyrir smá skoðun sem við gerðum á niðurstöðum frá síðasta hausti. Fyrst skal samt rifja upp örfáar staðreyndir. Hefð fyrir mati á lifandi fé er meiri hér á landi en í nokkru öðru landi. Alla síðustu öld voru hrútasýningar einn allra stærsti þátturinn við framkvæmd ræktunarstarfsins og hafa átt sinn þátt í þeim árangri sem náðist á þeim tíma. Þarna var að vísu aðeins unnið með fullorðna gripi en á áttunda áratugnum var í sumum héruðum einnig byrjað að dæma lambhrúta og það tekið upp um allt land á þeim níunda. Á tíunda áratugnum verður síðan bylting í ræktun fyrir kjöt- gæðum. Ómsjáin kom í byrjun hans og EUROP-kjötmatið undir lokin. Okkur bar gæfa til að beina ómsjármælingunum nánast strax nær eingöngu að lambamælingum og síðan þegar breytingarnar verða á kjötmatinu voru þær niðurstöður og niðurstöður ómsjármælinga sameinaðar og notaðar í afkvæma- rann sóknum sem gífurlegur fjöldi bænda um allt land tók þátt í og notaði í hrútavali sínu. Með þessu gerist það einnig að ráðunautar koma að fullum krafti inn í gimbravalið með bændunum. Í ljósi reynslunnar má nú fullyrða að víða var þar veikur hlekkur í fjárvali á alltof mörgum búum. Þessar breytingar hafa leitt af sér undraverðan árangur í skrokkgæðum fjár á landinu sem blasir við hverjum og einum Almennt um mat á skrokkeiginleikum Hafa ber í huga að tilgangur lamba- dóma er að finna bestu einstaklingana í viðkomandi hjörð m.t.t. til þeirra eiginleika sem verið er að dæma. Því er í raun mikilvægast að röðun gripanna sé sem réttust innan hjarð- arinnar. Síðan ber að stefna að því að stig fyrir ákveðna þætti séu í samræmi við kjötmatsniðurstöður og dóma á öðrum búum. Nokkur atriði gera það að verkum að erfitt er að ná fullkomnu samræmi milli stigunar á lifandi gripum og kjötmats. Í fyrsta lagi er holdfyllingamatið að mestu huglægt bæði hjá ráðunaut- um og kjötmatsmönnum en ráðu- naut ar hafa þó ómsjármælingar til stuðnings. Huglægt mat verður ætíð erfitt að samræma fullkomlega en hægt er að ná býsna langt í því með vel þjálfuðum mannskap og vel skilgreindum dómskölum. Óháð því hversu vel dómarar eru þjálfaðir í mati á holdfyllingu lamba verður óhjákvæmilega ákveðið hlutfall skrokka sem liggur á mörkum tveggja flokka. Í athugun sem Eyþór Einarsson, Stefán Vilhjálmsson og Emma Eyþórsdóttir gerðu á nákvæmni EUROP-matsins kom fram að samræmi milli tveggja kjötmatsmanna var 84% í holdfyllingarmatinu og 81% í fitu- matinu. Hér er samræmi metið sem hlutfall skrokka með sama mat hjá tveim kjötmatsmönnum. Því má segja að með huglægu mati þar sem ekki er skýr munur milli flokka sé ekki óeðlilegt þó 15 til 20% skrokka séu markaskrokkar. Ekki er hægt að búast við að þetta samræmi sé betra þegar borin er saman dómur lifandi lamba við kjötmatsniðurstöður. Í öðru lagi þá skiptir máli hve mikill tími líður frá því lambið var stigað þar til því er slátrað. Líði meira en ein vika á milli þá getur meðferð lambanna leitt til þess að þau batni eða slakni það mikið að mat þeirra breytist. Þá geta alltaf orðið einhver mannleg mistök einhvers staðar í ferlinu sem veldur því að réttur dómur kemst ekki til skila. Þrátt fyrir vankanta hins huglæga mats og hættu á mannlegum mistök- um þá er nákvæmni dómanna að jafnaði góð. Kristbjörn Steinarsson gerði úttekt á nákvæmni lambadóma í aðaverkefni við LBHÍ frá árinu 2012. Þar var bæði verið að bera saman störf mismunandi dómara og athugun á tvímælingagildum þegar sami dómari dæmdi sama gripinn aftur. Í heildina var yfirleitt gott sam- ræmi milli dómara. Mest nákvæmni var í mælingum á bak vöðva og fót- legg og stigum fyrir bak, læri, ull og stig alls. Einn besti mælikvarðinn á nákvæmni dómanna er að skoða arfgengi þeirra og erfðafylgni við kjötmatið. Ef mjög lágt arfgengi væri á þessum eiginleikum væri það vísbending um að dómarnir væru út og suður og notagildi þeirra þar af leiðandi ekkert fyrir ræktunar- starfið. Raunin er hinsvegar sú að flestir eiginleikar líflamba hafa hátt arfgengi og sterka tengingu við kjöt- matið. Í meistaraverkefni Eyþórs Einarssonar kemur m.a. fram að arfgengi bakmælinga er mjög hátt (0,42 fyrir vöðva og fitu) og var það í samræmi við eldri niðurstöð- ur, en mat á lögun vöðvans hefur lægra arfgengi (0,27). Lærastig er sá hug lægi dómsþáttur sem hefur hvað hæst arfgengi (0,40) en frampartinn virðist aðeins erfiðara að dæma og er arfgengið heldur lægra á þeim eiginleika (0,32). Þegar erfðatengslin milli líf- lamba dómanna og kjötmatsins voru skoðuð var hvað sterkast sam band milli lærastiga og hold- fyll ingarmatsins (0,40). Milli bak- vöðvaþykktar og holdfyllingar var þetta samband einnig gott en ekki eins sterkt (0,27). Erfðafylgni milli ómmælinga á fituþykkt bakvöðva og fituflokkunar í sláturhúsi var 0,32. Framfarir í skrokkgæðum frá því ómsjármælingar og EUROP- kjötmatið komu til sögunar eru ótvíræðir. Þannig hefur fitueinkunn samkvæmt kjötmati heldur lækkað á undanförnum árum á meðan með- alfallþungi hefur aukist og gerðin batnað líkt og meðfylgjandi mynd númer 1 sýnir. Uppgjör dóma 2014 Þegar dómum var lokið haustið 2014 var farið í að skoða samræmi á milli kjötmats og dómsniðurstaðna úr skoðun lifandi lamba á búum sem leyfðu slíkan samanburð. Við sem lengi höfum unnið við sauðfjárdóma þekkjum það vel að besti skóli sem hægt er að fá í þeim efnum er að fá að skoða vel skrokka lamba sem maður er áður búinn að skoða, mæla og meta á velli. Gögn fyrir slíka skoðun varð að velja vegna þess að ná verður talsverðum fjölda lamba á hverju búi sem tekið er í slíkan samanburð helst að lágmarki um hundrað lömb- um. Nú er skoðun lambanna yfir- leitt beint að ásetningslömbunum og mælingar því ekki að finna á verulegum fjölda sláturlamba. Samt reyndist okkur mögulegt að finna um 50 bú sem ágætlega uppfylltu þessi skilyrði. Stóru hóparnir hér voru á búum þar sem voru af kvæma- rannsóknir á hrútum fyrir sæð inga- stöðvarnar og meginþorri lamba- nna þar mældur og stigaður á fæti. Samtals voru á þessum búum sem við tókum til skoðunar um það bil 8000 lömb sem voru með tilskildar upplýsingar. Þættirnir sem skoðaðir voru í þessum gögnum voru niður- stöðurnar úr kjötmatinu, mælingar á bakvöðvaþykkt og þykkt fitu á baki, og lærastigun lambanna. Þó að fallþungi og lifandi þungi lambanna væri ekki tekinn til úr vinnslu voru þær upplýsingar í gögnunum. Búin voru dreifð um allt land nema ekkert þeirra var af Reykjanessvæðinu. Það leiðir af sjálfu sér að búin eru ekki bein meðaltalsbú í landinu vegna þess að slík gagnasöfn verða aðeins til á þeim búum þar sem ræktun er sinnt af miklum áhuga og því fjöldi lama sem er mældur og stig- aður umtalsverður. Örfá bú voru þarna með meðalfallþunga dilka yfir 20 kg en einnig mátti þar finna bú með 14–15 kg meðalfallþunga þessara lamba. Muna verða að létt- ustu lömb búanna koma hér aldrei við sögu, þau eru ekki skoðuð á fæti. Rétt er að gera lesendum grein fyrir nokkrum öðrum annmörkum á þessum tölum. Þar sem hér er aðeins um sláturlömb að ræða þá koma bestu lömb búsins hér ekki við sögu og val ásetningslambanna fer að nokkrum hluta fram á grunni skoðunarniðurstaðna sem hér er verið að vinna úr. Af þessu erum við dæmdir til að sjá minna sam- ræmi en við fengjum hefði öllum lambahópnum verið slátrað. Þrátt fyrir það eru fjölmargar niðurstöður sem koma fram og áhugavert er að skoða. Fyrst skul- um við aðeins skoða nánar nokkra meðaltalstölur eiginleikanna. Eins og áður segir þá eru þetta valin bú vegna þess að meðaltal fyrir flokkun fyrir gerð er 9,9 hjá þess- um lömbum (hér telur meðaltal af hverju búi jafnt hvort sem lömb eru 100 eða 600), en búin voru samt með meðaltal á bilinu 8,4–11,3. Á sama hátt var reiknuð meðaltala fituflokkunar 7,3 en líka þar var munurinn á milli búanna mikill eða frá 5,8 í 8,4. Á því búi þar sem fitan var minnst voru samt ágætlega þung lömb. Á mörgum af búunum var aðeins að finna lömb í þrem fituflokkum (2, 3, 3+) nákvæmlega eins og í mati um gerð (E, U, R) og má raunar geta þess að í gögnunum var ekki að finna lamb í P flokki. Í mælingum á bakvöðvaþykkt var mikill breyti leiki fyrir hendi. Meðaltal fyrir öll búin var 28 mm (þetta er líkt og bestu lömb mæld- ust fyrstu ár ómsjármælinganna) en munur á milli búa var verulegur eða frá 24,3 mm í 31,4 mm. Í fitu- þykkt á baki var einnig verulegan breytileika að sjá. Meðaltalið þar var 2,9 mm, en á einstökum búum frá 3,4 mm og niður í 2,1 mm. Þó að einhver hluti af þessum mun skýrist af mun í þunga lamba- nna er þessi munur á milli búa samt 30–40% sem er umtalsvert. Í sumum erlendum rannsóknum má sjá að dregur úr breytileika í þessum eiginleikum eftir tveggja til þriggja kynslóða val en engar slíkar breytingar virð ist mega greina hjá íslensku sauðfé. Hins vegar hefur úrval út frá þessum mælingum í á þriðja áratug hér á landi skilað miklum breytingum. Þess vegna fer að verða áhugavert að kanna hvort samband þessara mælinga við vefjahlutföll í skrokknum standi óbreytt, þar sem hér er aðeins um mælingu á einum punkti að ræða. Fyrir lærastig var meðaltal allra búanna 17,25 stig og þar var einnig veruleg breidd eða frá 16,7 í 17,8 sig. Gagnaskoðun þessa gerðum við samt mest í þeim tilgangi að sjá hvaða samræmi væri að finna í skoðun og mælingu lifandi lamb- anna og kjötmatsniðurstaðna. Þegar hefur verið bent á ýmsa ágalla gagn anna í þessu sambandi. Gögnin eru á ýmsan hátt valin auk þess eins og fram hefur komið að dreifingin er fremur takmörkuð sérstaklega fyrir kjötmatsniður- stöðurnar á sumum búanna. Því til viðbótar ber að nefna að meðferð lambanna frá skoðun til slátrunar var verulega breytileg. Á flestum búanna fer að vísu slátrum lamba- nna að mestu fram fáum dögum eftir skoðun þeirra en einnig er að finna í þessum gögnum bú þar sem leið meira en mánuður frá skoðun til slátrunar. Að vísu virtist slíkt hafa furðanlega lítil áhrif á samræmið sem var skoðað. Samband bakvöðva og holdfyllingar Sambandið sem fyrst skal fjallað um er samræmi á milli þykktar bakvöðva og flokkunar fyrir gerð. Samræmið er metið hér með því að reikna fylgni milli þessara tveggja mælinga. Margir þekkja að við höfum haldið því fram að bakvöðvaþykktin sé besta mæling sem við höfum yfir að ráða til að meta vöðvamagnið í skrokknum hjá lambinu. Holdfyllingarmatið er að vísu ekki einvörðungu mat á vöðvamagni skrokksins heldur einnig gerð hans og lögun. Allir sem við sláturlínu hafa staðið vita að vandasamar er að sjá vöðvamagn á hrygg en fyllingu við herðar og í mölum og lærum. Þetta samhengi var ákaflega breytilegt á milli búa. Samt var verulegur hluti búana með þetta samræmi á bilinu 40–50% sem að okkar mati er það sem verður að teljast gott í gögnum eins og þessum. Samræmi er hér metið sem fylgni milli þessara tveggja dóma. Við sáum það sem við teljum okkur oft hafa séð, að á búum með kollótt fé er þetta samræmi mjög takmarkað. Þetta hefur ætíð sést hjá mörgum af kollóttu sæðingahrútunum. Hjá þeim hyrndu var slíka einstaklinga einnig að finna á fyrstu árum EUROP-kjötmatsins en hafa tæpast sést síðustu ár. Við birtum hér þetta samræmi fyrir það bú í gögnum okkar þar sem samræmið var mest og eins og sjá má þá er það miklu meira en möguleiki ætti að vera að finna í slíkum gögnum. Gerðaflokkarnir skiptast nánast eftir vöðvaþykkt en við meðaltal er mestur fjöldi lambanna og þar er einnig að finna skiptin á milli U og R flokks í þess- um gögnum. Samband fitumælinga og fituflokkunar Samræmi á milli fitumælingar á baki og fituflokkunar í kjötmatinu var yfirleitt á bilinu 40–50% á lang- flestum búanna. Á nokkrum búum var þetta samræmi samt talsvert síðra. Ekki er hægt að sjá neina afgerandi skýringu þessa þó að á flestum þessara búa væri mjög stóran hluta dilkanna að finna í fituflokki 2. Á fyrstu árum ómmælinganna var mikilli áhugi bænda á að geta fund- Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Hvað segja lambaskoðanir okkur um gæði sláturlambanna? Eyþór Einarsson Ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML ee@rml.is Jón Viðar Jónmundsson Ráðunautur hjá RML jvj@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.