Bændablaðið - 13.08.2015, Side 39

Bændablaðið - 13.08.2015, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Sauðfjárskoðun haustið 2015 Nokkur hagnýt atriði Pantanir – Hægt er panta skoðun á vefnum www.rml.is eða í gegnum síma RML: 516 5000. Skipulag – Því fyrr sem bændur panta, því meiri líkur eru á því að þeir fái óskir sínar uppfylltar varðandi tíma. Í lok ágúst birtast á heimasíðu RML fyrstu drög að dagskrá. Afmarkað skoðunartímabil – Lagt er upp með að skoðunartímabilið sé frá 1. september til 16. október. Þeir sem panta utan þess tíma gætu þurfa að greiða 50% álag ofan á tímagjaldið, ef ekki næst að fylla á dagana á viðkomandi svæði. Gjaldskrá – Skoðunargjald er 6.000 kr án vsk. á klukkustund fyrir búnaðargjaldsgreiðendur á hvern ráðunaut/mælingamann auk þess sem innheimt er komugjald upp á 5.000 kr. fyrir hvern bæ/stað sem farið er á. Fyrir þá sem ekki greiða búnaðargjald er tímagjaldið 12.000 kr án vsk. Sé óskað eftir kvöld- eða helgar vinnu bætist við 50% álag. Miðað er við að lágmarksskoðunargjald á hverjum stað sé 1 klst. Sama gjaldskrá gildir fyrir hrútasýningar. Skráning dóma – Bóndinn leggur til ritara við lambaskoðun. Ritarinn skráir dómana annaðhvort á dómblöð eða beint inn í fartölvu. Ef skráð er á blöð hefur bóndinn síðan val um að skrá dómana sjálfur inn í Fjárvís.is eða kaupa þá vinnu af RML samkvæmt tímagjaldi. Mikilvægt er að öll gögn fari inn í gagnagrunninn (ekki bara upplýsingar um ásetta gripi). Ef dómar hafa ekki verið færðir inn í Fjárvís.is að viku liðinni frá skoðun er litið svo á að óskað sé eftir því að starfsmenn RML færi þá inn. Samræmisdómur á gimbrum – Ef bændur hafa áhuga á að láta dæma samræmi gimbra þarf að gefa það upp við pöntun þar sem það getur haft áhrif á skipulagið. Tilgangurinn með samræmiseinkunn er að hægt sé að verðlauna samræmisgóðar gimbrar sem eru langvaxnar en þétt vaxnar en refsa þeim sem hafa slakt samræmi s.s. full stuttvaxnar eða mjög háfættar. Bændur hafa val um það hvort meta eigi þennan eiginleika, en forsendan fyrir því að þessi einkunn sé gefin er að fótleggur gimbranna sé mældur og þungi liggi fyrir. Afkvæma rannsóknir – Reglur um styrkhæfar afkvæma- rann sóknir eru þær sömu og unnið var eftir sl. haust: Í saman burðinum þurfa að vera að lágmarki fimm veturgamlir hrútar (lambhrútar haustið 2014). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með. Hver hrútur þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem eru ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Hrútarnir þurfa að hafa verið notað- ir á sem samstæðasta ærhópa. Bænd ur í netskilum gangi frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís.is. Að því loknu skal senda tilkynningu á netfangið ee@rml.is um að frágangi sé lokið. Tilkynningin skal berast fyrir 15. nóvember. Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút sé 2.000 kr. Aðstaða – Til þess að framkvæmd- in taki sem skemmstan tíma er lögð áhersla á að skoðunin sé vel undir búin. Tiltækt sé naglfast borð undir ómsjána og aðgengi að rafmagni. Gott ljós sé á staðnum. Lömbin þurfa að vera vigtuð. Við stærri skoðanir er yfir- leitt úthlutað tveimur starfsmönnum, ómmælingamanni og dómara. Til þess að verkið gangi greiðlega fyrir sig þarf bóndinn helst að skaffa fjóra aðstoðarmenn: tvo íhaldsmenn, einn sem dregur að og einn ritara. Lömbin – Best að skoða lömbin sem fyrst eftir að þau koma af fjalli. Gott er að vera búinn að henda frá lömbum sem alls ekki koma til greina þar sem þau standast ekki lágmarks- kröfur búsins til annara eiginleika. Jafnframt er æskilegt að búið sé að flokka lömbin eftir kyni. Bændur eru hvattir til að láta skoða sem mest af lömbum undan sæðingastöðvahrút- unum, sérstaklega þeim sem komu á stöð sl. haust. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Lausn á krossgátu í síðasta blaði KROSSGÁTA Bændablaðsins RÁÐAGERÐ VOÐ GRAS KRAFTUR DÚTLA ÍSHROÐI ÓLÆTI SRÍKI Á D Í A R A B Í A ÓTRAUÐUR F Ú S VEFENGJAGEIT E F A S T LHLEMMUR O K H Y L U R AFTUR-KALLA R U N U R STAMPURKVIÐSLIT K E R B ORÐSTÍR NAFAR YFIRRÁÐEINNIG U M R Á Ð VERKFÆRI H A K I KLAKIRA GÁGISKUN LYGNA NÁ- SKYLDUR O F B O Ð DANS FRAM- KVÆMA ÁSTÆÐA I N N A SEFAST FYRIR HÖND FÓÐAGOT T R O G ÞRÁAÐGÆTA V O N A ÖRVERPIÁSAMT U R P TÍLÁT N Æ R BANDHAGGA G A R N HANGSA DULAR- BLÆR S L Ó R ANÁLÆGT F G ELDSLÆGST B Á L S LÆKKAVAGN D A L A MILDUN ÁMÆLASKÓLI I Ð N I VEGNA SNÖGG SJÓÐA S Ö K U M BERJA S L Á S BÓK- STAFUR ÁI E F F KNÚSAST MÓÐURLÍF K E L A AÐMJÖG T I L K A Ð A L L TÁKNASPRIKL R Ú N A ÁTTSAMTÖK N AREIPI U R F I S T ÓRÓI FLAT- ORMUR Ó A E G I Ð R A Ð ÁLPAST ÓBUNDINN F L L A A U N S A ÞAKBRÚN BÓK DUGNAÐUR 18 ið með mælingu lömbin sem hætt væri við fitufellingu í sláturhúsi en sá áhugi hefur farið minnkandi með minni fitu. Þá virtist sem forsögnin væri nokkuð örugg í hyrnda fénu, færi mæling á baki yfir 4 mm var hættan á fitufellingu umtalsverð. Hjá kollótta fénu var alltaf erfiðara að greina þetta. Lambhrútar undan kollóttu sæðingahrútunum hafa ætíð mælst með talsvert meiri bakfitu þó að fitumat í sláturhúsi hjá þeim sem þangað fara sé talsvert hagstæðara en hjá þeim hyrndu. Hjá einstaka kollóttum lömbum virðist geta verið talsverð fitusöfnun á baki án þess að hún sé á síðunni þar sem mæl- ingin vegna fitumatsins er gerð. Til að skoða þetta aðeins voru skoðað- ar í samhengi þessar rúmlega 8000 mælingar sem við höfðum í gögn- unum. Myndin sýnir að samræmið er gott eða rúmlega 45%. Ljóst er að örfá tilvik koma þar sem annað hvort fitumatið eða fitumælingin hafa farið úrskeiðis en þau tilvik eru mjög fá. Hins vegar er greini- lega nokkuð um lömb sem komin eru á áhættu með fitufellingu með bakmælingar á milli 3–4 mm. Hér verður að vísu að muna að nokkuð er hér af lömbum þar sem verulegar tími leið milli mælingar og slátrunar og hafa þau því getað bætt á sig fitu. Fitufelling hjá lömb um sem mælast undir 3 mm í bakfitu er hins vegar fáséð. Samband lærastiga og holdfyllingar Síðasta sambandið sem við skoðuð- um var á milli lærastigunar og flokkunar fyrir gerð. Hér var samræmið í langflestum tilvika á bilinu 40–50%, í örfá skipti örlítið meira og í nokkrum tilvikum minna. Þau örfáu tilvik þar sem samræmið gat vart kallast viðunandi gátum við ekki greint neitt sameiginlegt á þessum búum, enda varla hægt að vænta þess með svo fá tilvik. Það er hins vegar greinilegt að þetta er sá einstaki matsþáttur sem mest segir til um mat fyrir gerð þó framparturinn og hryggurinn eigi að vega jafnt á við afturpartinn í kjötmatinu. Á mynd 4 er sýnt samræmið á milli matsins fyrir gerð og lærastiga. Þetta er eitt stærsta búið í gögnunum og mat lambanna mjög gott en samræmið líkt því sem gerist að jafnaði. Eins og myndin sýnir skilur lærastigunin gerðarflokkana verulega að. Að lokum Það sem hér er fjallað um sýnir og sannar að með stigun og mælingum lambanna geta bændur náð verulegum árangri í viðleitni sinni til að auka skrokkgæði. Við fullyrðum að þar hafi bændur ekki önnur sterkari vopn á hendi í dag. Í uppgjöri fjárræktarfélaganna verð ur í haust byrjað að nota tölur frá lambaskoðunum til að reyna að bæta spá um fallþunga ásetningslambanna. Full ástæða er til að hverja bændur til að nýta sér þessa þjónustu af jafn miklum krafti og þeir hafa gert um árabil. lærastigum byggt á gögnum frá stóru búi þar samræmi var um meðallag. Að jafnaði hafa lærastig mjög sterka tengingu við holdfyllingarmatið. Mestar líkur eru á því að lamb sem fær 16,5 til 17 í læri falli í R, með 17,5 falli í U og 18 eða hærra falli í E. TIPL RÓTA FÍKNI-EFNI HALD SNJÁLDUR YFIRRÁÐ BLÓMI HÖFUÐ- FAT SLAGA HANDA SKYLDI HÆKKAR HVÍLD Í VAFA STARF ÓSKIPTAN EINRÆKTA TEYMA Í RÖÐ HÆÐFLYSJA RÁÐGERA KEYRA SJÁVAR- SPENDÝR ÓBEIT DRÓS FJÚK MÁLMUR GÆLU- NAFN MILDA TIL SMÁ- MJAKA DRYKKUR HLJÓM LIÐORMUR ANDI TIGNA RÆNU- LEYSI MIKILL FLAGA ÓSOÐINN SÆ HÆLSIN LYKT SÁLDRADANSARI ÓLÆTI SKYLDA NARSL EINING FLJÓT- FÆRNI FJALLSNÖF RJÚKA ERGJA KOMAST ANNRÍKI EKKI ÞEI SKIPÍ RÖÐ STORKUN HAF MJÖÐUR PÍLA ÓVILJANDI ÁNA SLYNGUR KORR NÁLEGA HJÖR SVELGUR 19 E U R Ráðunautar á samræm ingarnámskeiði sauðfjár dómara sem haldið var á Böðvars hólum á Vatnsnesi síðastliðið haust. Mynd / EE

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.