Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 4

Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir 12. - 22. september Gardavatn& Feneyjar Haust 9 Ör fá s æt i la us Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Í ferðinni njótum við þess að sigla á Gardavatni, heimsækjum drottningu Adríahafsins, Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu,Veróna. Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Álag á starfsmönnum Tollgæslunnar hefur verið töluvert í sumar en ákveðið var að ráða ekki fleiri sum- arstarfsmenn í ár en í fyrra. Þetta segir Andrés Ari Óttarsson, aðal- varðstjóri Tollgæslunnar í Leifsstöð, en svo sem komið hefur fram í Morg- unblaðinu, fóru alls 662.729 farþegar um Leifsstöð í síðasta mánuði. Um er að ræða 21,2% fjölgun á milli ára og nærri tvöföldun frá árinu 2010. Andrés segir afar erfitt að fjölga sumarstarfsmönnum með stuttum fyrirvara. „Tollverðir þurfa að ganga í gegnum sambærilega menntun og lögreglumenn og þar af leiðandi get- um við ekki fjölgað þeim snögglega,“ útskýrir hann og bætir við að í ljósi þessa sé mun meira álag á starfs- mennina og áreitið meira en áður. Starfsmenn þurfi því að vinna hraðar en ella en taki ekki lengri vaktir. „Alls kyns afgreiðsla fer fram á flugvellinum. Starfsmenn okkar af- greiða farþega sem fara um rauða hliðið, farþega sem hafa týnt far- angrinum sínum, þurfa að fá stimpl- aðar tax-free nótur og margt fleira. Starfssvið tollgæslunnar er afar víð- tækt og því í mörg horn að líta.“ Gunnar K. Sigurðsson, markaðs- stjóri og staðgengill upplýsingafull- trúa Isavia, segir að aðsóknarmet júlímánaðar verði haft í huga á næsta ári, þegar metið verði hvort gera þurfi breytingar á starfs- mannafjölda og öðru. „Við vissum hversu margar flug- vélar kæmu í sumar og hversu mörg flugsæti yrðu í boði en við vissum hins vegar ekki að sætanýtingin yrði jafnmikil og raun bar vitni. Hingað til hefur sætanýtingin verið um 80- 85% á sumrin en upp á síðkastið hef- ur hún aukist til muna, segir Gunnar. „Til að mynda var sætanýting Ice- landair 88,9% í júlí en hún jókst um 3,2 prósentustig milli ára í stærsta mánuði í sögu flugfélagsins.“ Að hans sögn er þróunaráætlun flugvallarins, s.k. masterplan, í mót- un, sem fjalli m.a. um stækkun flug- stöðvarinnar og mögulega fjölgun flugbrauta, sem miði að því að auka afkastagetu flugvallarins í takt við farþegafjölda og draga úr biðröðum og þrengslum. Segir hann áætlunina gerða til þess að hægt sé að horfa á stóru myndina fram í tímann. „Þannig horfum við til næstu 15 ára og hvern- ig við ætlum að þróa flugstöðina mið- að við ætlaðan farþegafjölda, í stað þess að gera sífellt litlar breytingar.“ Álag á tollvörðum  Óvenjugóð sætanýting skýrir farþegamet Farþegar um Leifsstöð í júlímánuði eftir árum Heimild: Isavia í þús. 700 600 500 400 300 200 100 0 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 66 2. 72 9 54 7.0 24 46 4. 32 3 42 4. 75 2 40 1. 95 5 33 3. 24 4 28 2. 75 7 32 7.7 20 Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Rannveig Rist, forstjóri ISAL, ál- versins í Straumsvík, hefur sent út bréf á alla starfsmenn þar sem hún leitast eftir því að útskýra afstöðu fyrirtækisins og áhrif slæmrar af- komu þess á kjaraviðræður. Lítið hefur geng- ið í kjaravið- ræðum og hefur verkfall verið boðað hinn 1. september en ISAL hefur hald- ið því fram að það myndi í raun fela í sér lokun ál- versins um ófyrirséðan tíma. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi RioT- into á Íslandi, segir að bréfið hafi verið sent út til þess að upplýsa starfsmenn álversins um afstöðu fyrirtækisins og ekki sé verið að reyna að hafa áhrif á þá í kjara- viðræðum. Það sé skynsamlegt að starfsmenn hafi sem mestar upplýs- ingar í höndunum. Segir bréfið áróður Gylfi Ingvarsson, talsmaður verkalýðsfélaganna í Straumsvík, segir að um áróður sé að ræða. „Það er í lagi að forstjóri sendi starfs- mönnum bréf. Það er þó lágmarks- krafa að hún ræði um það sem máli skiptir. Staðreyndin er sú að ákvarðanatökur sem stjórnendur og eigendur fyrirtækisins hafa tekið, hafa sett fyrirtækið í mjög alvarlega stöðu. Svo er talað um að stjórn- endur hafi fengið tæp 3% í launa- hækkanir sem hafi ekki verið neitt skilyrtar þó að okkar eigi að vera það. Okkar laun eiga ekki að hækka nema þau fái lausn á verktakayfir- lýsingu,“ segir Gylfi en í bréfinu er tiltekið að stjórnendur hafi að feng- ið að meðaltali aðeins 2,95% kaup- hækkun á þessu ári. Í bréfinu segir að staða á álmörk- uðum hafi versnað frá áramótum, heimsmarkaðsverð á áli lækkað mikið og eftirspurn langt undir áætlunum. „Samanlögð áhrif þessa á sölutekjur ISAL eru harkaleg. Og þar sem orkuverð ISAL er ekki lengur tengt við álverð þolum við lágt álverð miklu verr en áður,“ seg- ir í bréfi Rannveigar. Þar er því slegið föstu að fyrir- tækið greiði hærri laun en gengur og gerist fyrir sambærileg störf á Íslandi og að meðallaun verktaka á liðnu ári hafi verið um 475 þúsund krónur á mánuði og að starfsmenn ISAL hafi hækkað meira í launum frá hruni en aðrir. Rannveig segir að fyrirtækið vilji njóta sömu rétt- inda og önnur fyrirtæki hvað varðar verktökurétt. „Með hliðsjón af góð- um launum sem ISAL greiðir starfsfólki, myndarlegum hækk- unum sem starfsmenn hafa fengið frá hruni og þeim sanngjörnu hækk- unum sem við erum til viðræðu um í dag þrátt fyrir taprekstur, þá þykir okkur fyllilega sanngjarnt að vilja færast nær því viðskiptaumhverfi sem öll önnur fyrirtæki á Íslandi njóta góðs af,“ segir í bréfinu. Ennfremur segir að ástæðan fyrir því að lögð er svo mikil áhersla á verktökuþáttinn sé að tryggja þurfi samkeppnishæfni ISAL. „Hvers vegna leggjum við þá svona mikla áherslu á þetta atriði? Svarið er ein- falt; Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að tryggja samkeppnis- hæfni ISAL og að fyrirtækið hafi svipaðan rétt og önnur fyrirtæki á Íslandi til að treysta rekstrargrund- völl sinn. Við höfum nýlega óskað formlega eftir viðræðum við samn- inganefnd starfsmanna um hvernig megi verja hagsmuni þeirra starfs- manna sem möguleg útboð hefðu áhrif á. Ýmsar leiðir mætti ræða í því sambandi, til dæmis að þeim yrði boðið annað starf hjá ISAL. Fleiri leiðir gætu einnig komið til greina.“ segir Rannveig í bréfinu. Forstjóri lýsir slæmri stöðu í bréfi  „Mikilvægara en nokkru sinni fyrr að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins,“ segir forstjóri ISAL í bréfi sem var sent heim til allra starfsmanna í gær  Stjórnendur fengu 2,95% hækkun Morgunblaðið/Ómar Álver Rannveig Rist forstjóri ISAL sendi bréf til allra starfsmanna álversins í Straumsvík í tilefni af kjaraviðræðum þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins. Ólafur Teitur Guðnason Meginþrætuepli kjaraviðræðnanna hefur verið hvort ISAL sé leyft að bjóða ýmsa starfsemi fyrirtækisins út til verktaka. Ef þau verk yrðu boðin út myndi það hafa í för með sér að ISAL myndi segja allmörgum starfs- mönnum upp. Rannveig Rist segir í bréfi sem sent var á alla starfsmenn álversins í Straumsvík að verktöku- bann ISAL sé einstakt hér á landi. „ISAL fer hins vegar fram á að hafa svipað svigrúm og öll önnur fyrirtæki á Íslandi til að bjóða út tiltekna þætti í rekstrinum. Ekk- ert fyrirtæki á Íslandi býr við eins miklar takmarkanir hvað þetta varðar og ISAL,“ segir í bréfinu en einnig er því haldið fram að málið hafi áhrif á 30-40 starfsmenn en ekki 80-100 eins og haldið hefur verið fram. Talsmaður verkalýðsfélaganna segir að forstjórinn skauti alveg fram hjá fimmtíu starfsmönnum sem starfi eftir sérstökum heimildum í kjarasamningum og að ómögulegt sé að leggja fyrir samn- ing sem verði til þess að þriðjungur félagsmanna verkalýðsfélaganna geti misst vinnuna. Það sé alveg augljóst. Hvergi meiri takmarkanir KJARADEILUR Í STRAUMSVÍK Gylfi Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.