Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 7

Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 1 9 4 Þúsundir Íslendinga ávaxta fé sitt í Lífeyrisauka Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn viðbótarlífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér betri lífskjör eftir starfslok. Skoðaðu leiðirnar á arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð. Þú kemst hærra í góðum félagsskap Lífeyrisauki Innl. skuldabr. Lífeyrisauki Erl. verðbr. Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 1 Nafnávöxtun 30.06.2014-30.06.2015 5 ára meðalnafnávöxtun 30.06.2010-30.06.2015 ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 30.06.2010-30.06.2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Lífeyrisauka, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl., má nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki. 9,6% 17,0% 16,4% 10,4% 13,5% 9,2% 11,7% 8,5% 5,7% 3,7% 13,8% 6,4% 6,9% 9,7% Séra Timur Zolotuskiy, prestur Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík, vonast til þess að fram- kvæmdir við byggingu kirkjuhúss- ins við Mýrargötu geti hafist í mars á næsta ári. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að unnið væri að undirbúningi málsins í sam- vinnu við borgaryfirvöld, þar á meðal að frekari útfærslum á teikn- ingum af húsinu, og þess væri vænst að framkvæmdaleyfi fengist í desember á þessu ári. Það væri hins vegar ekki heppilegur fram- kvæmdatími utanhúss og því yrði beðið fram á vor. Fyrirhuguð bygging kirkjunnar hefur vakið ólgu meðal væntan- legra nágranna hennar, sem telja að miðað við fyrirliggjandi teikn- ingar passi hún afar illa á lóðinni sem kirkjunni hefur verið úthlutað. Um tíma íhuguðu borgaryfirvöld að flytja kirkjuna á lóð við Seljaveg en frá því var síðan fallið. gudmundur@mbl.is Hafist verði handa í mars 2016  Framkvæmdaleyfi veitt fyrir árslok? Nýja kirkjan Nágrannar hafa verið ósáttir við útlit hennar og umfang. Jarðvinnu fyrir grunninn að við- byggingu Sundhallar Reykjavíkur er lokið. Verklok eru áætluð í maí 2017 en næsta skref er að hefja upp- steypun. Samið var við Ístak um uppsteypun og stýriverktöku fyrir viðbygginguna. Áætlað er að byrjað verði að slá upp fyrir grunninum í næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Viðbyggingin verður tveggja hæða hús tengt við Sundhöllina en einungis ein hæð mun rísa upp úr Barónsstígnum, þar sem sundlaugin verður grafin niður um eina hæð. Byggingin mun þannig mynda skjól fyrir sundlaugina sjálfa. Viðbygg- ingin er 1.140 fermetrar og áætl- aður kostnaður borgarinnar við framkvæmdirnar er 1.170 milljónir kr. fyrir viðbygginguna og 250 millj- ónir kr. aukalega fyrir endurbætur á Sundhöllinni. Hönnunin er byggð á vinnings- tillögu VA Arkitekta í hugmynda- samkeppni árið 2013 og gerir ráð fyrir 25 metra útisundlaug, heitum og köldum pottum og vaðlaug. Í áliti dómnefndar var tillögunni m.a. talið til tekna hvernig gamla húsið væri nýtt og tekið fram að þó að húsið væri friðað þyrftu slík hús áfram að geta gegnt sínum tilgangi þó að það kallaði á breytingar. Einhverjar truflanir munu verða á framkvæmdatímanum á rekstri Sundhallarinnar en nánar verður til- kynnt um það síðar. Viðbyggingin verður tengd eldra húsinu, sem er friðað, við Barónsstíg og verður inngangur á milli nýju byggingarinnar og þeirrar gömlu. Útisundlaug við Barónsstíg Morgunblaðið/Golli Sundhöll Grunnur laugarinnar sést hér í júlí. Jarðvinnu er nú lokið.  Jarðvinnu lokið fyrir viðbyggingu Sundhallarinnar Fram kom í færslu á Face- book síðu lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu í gær að síðustu tvo sólarhringa hafi 68 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur. Þá voru ökumenn minntir á að hægja á sér. „Hægjum á okkur, forðumst sektir og verum örugg. Við vonum að helgin verði ykkur góð,“ segir í færslunni, sem endar með myllumerkinu #vonandiengar- sektir. Á fimmtudagskvöldi var ökumað- ur stöðvaður á 102 kílómetra hraða á klukkustund (km/klst) á Hringbraut þar sem hámarkshraði er 60 km/ klst, en auk þess voru tveir stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sömu nótt. Ökumenn hvattir til að hægja á sér Eftirlit Margir voru nappaðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.