Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 10

Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 10
Seinni hluti myndlistarsýningarinnar Þær, verður opnaður á morgun, sunnu- daginn 9. ágúst, klukkan 16 í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Sýningin, sem er í tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna, stendur til 13. september og er opin alla daga frá 9-18. Til sýnis verða verk eftir Álfheiði Ólafsdóttur, Guðrúnu le Sage de Fontenay, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Óskarsdóttur. Eru þær allar bornar og barn- fæddar í Rangárþingi eystra. Seinni hluti myndlistarsýningar kvenna opnuð á Hvolsvelli List Hér gefur að líta nokkur sýnishorn af verkum kvennanna fjögurra, en þær sækja allar innblástur í sögu og náttúru héraðs síns. Þær sýna í tilefni 100 ára kosningaafmælisins 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Það hafa verið töluverðir geð-sjúkdómar í fjölskylduminni sem ég hef upplifaðog það að vera í kringum slíkt gerir mann vakandi fyrir mik- ilvægi þess að tala um þetta og láta sjúkdóminn ekki grassera innra með manni,“ segir Guðfinnur Sveinsson, vörustjóri og teymisþjálfi hjá Qui- zup, sem hleypur 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 22. ágúst til styrktar Geðhjálp, samtökum not- enda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélag- inu. Hefur hann ekki sett sér neitt söfnunarmarkmið en vonast þó til að sem mest safnist til handa félaginu. „Ég hef engin háleit markmið en vona að það safnist eins mikið og hægt er, eins mikið og fólk vill gefa,“ segir hann léttur í bragði. „Geðhjálp er eitt af þeim fé- lögum sem ég lít upp til. Það vinnur markvisst að því að afnema það að geðsjúkdómar séu eitthvað tabú sem ekki má tala um,“ segir hann, en fað- ir Guðfinns, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, hefur starfað lengi innan Geðhjálpar og vann að því ötullega um tíma að rjúfa einangrun geð- sjúkra á geðdeildum. „Þetta er því málaflokkur sem stendur mér mjög nærri, en báðir foreldrar mínir hafa talað mjög opinskátt um geð- sjúkdóma sína í gegnum tíðina.“ Sálfræðitíminn eins og nudd Ekki er langt síðan Guðfinnur fór að spretta úr spori í maraþon- keppnum jafnt innan sem utanlands. „Hlaup varð óvart hluti af lífi mínu fyrir nokkrum árum og er þetta í fjórða skiptið sem ég hleyp hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir hann, en þegar hann bjó í Hol- landi um tíma hljóp hann einnig hálft maraþon þar í landi. Segir hann hlaupin vera skemmtileg en þau geri geðheilsunni einnig gott. „Ég fann sjálfur fyrir þunglyndi í fyrsta sinn síðasta sumar. Það var ekki alvarlegt en ég fann að það hjálpaði mér að tala um það, setja það í orð og tala við vini mína,“ segir Guðfinnur og leggur áherslu á að þegar eitthvað hrjái fólk andlega sé engin skömm fólgin í því að leita sér aðstoðar sérfræðings. „Að fara í sál- fræðitíma ætti að vera eins og að fara í nudd, í ræktina eða lesa bók. Maður ætti að leggja það algjörlega að jöfnu við það að rækta heilsu sína á alla aðra vegu,“ segir hann, en geð- heilsan sé þannig ekkert frábrugðin þeirri líkamlegu. Þá þjóni vinir og fjölskylda einnig stóru hlutverki ef eitthvað bjáti á. „Maður á ekki að hræðast það að tala við fólkið í kring- um sig. Ástæðan fyrir því að það er í kringum mann er að því þykir vænt um mann.“ Hæfileikar í djúpu lauginni Guðfinnur er landsmönnum ekki ókunnur því hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins 2015 þar sem valið var framlag Íslands til Eurovision keppninnar sem fram fór í Austurríki. Þar keppti hann, ásamt Hildi Kristínu vinkonu sinni, með Geðsjúkdóm- ar eiga ekki að vera tabú Guðfinnur Sveinsson hleypur hálft maraþon til styrkt- ar Geðhjálp í Reykjavíkjavíkurmaraþoninu. Sam- tökin hafa mikla þýðingu fyrir honum, en hann hefur upplifað áhrif geðsjúkdóma frá fyrstu hendi. Hvetur hann alla til að tala um það sem þá hrjáir við vini, vandamenn eða sérfræðinga og rækta geðheilsu sína. Morgunblaðið/Styrmir Áhrif Geðheilsa er Guðfinni afar hugleikin, en hann hefur upplifað áhrif geðsjúkdóma í gegnum tíðina. Mosfellsbær auglýsir lóðir við Þverholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Um er að ræða byggingarrétt fyrir 30 leiguíbúðir og 10 íbúðir til almennrar sölu. Umsóknarfrestur til 11. september 2015. Umsóknum má skila rafrænt á mos@mos.is eða í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is. www.mos.is Nýjar lóðir í hjarta Mosfellsbæjar Lóðum úthlutað til byggingar leiguíbúða í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.