Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
lagið Fjaðrir en þau báru þó ekki sig-
ur úr býtum.
„Mér fannst þetta alveg stór-
kostlegt ferli. Ég hef alltaf verið að
gera tónlist en aldrei gert neitt svona
áður og ákvað því að demba mér
bara í djúpu laugina,“ segir hann
glaður, en best hafi verið að fá að
vinna að atriðinu með vinum sínum,
Hildi Kristínu og Loga Pedro. „Þau
eru bæði svo miklar hæfileikabomb-
ur að þetta var alveg frábært.“ Mikil
vinna fór í hvert smáatriði svo að allt
myndi smella saman í lokaútgáfunni
uppi á sviði. „Þetta var því bæði það
skemmtilegasta og það erfiðasta sem
ég hef gert, en það helst einmitt yf-
irleitt í hendur,“ segir hann.
Guðfinnur er einnig meðlimur
hljómsveitarinnar For a minor
reflection, þar sem hann spilar bæði
á gítar og hljómborð. Spurður um
næstu skref í tónlistini segist hann
vera farinn að vinna í eigin efni
ásamt því að æfa aftur á píanóið.
Hægt er að styrkja Guðfinn og
þar af leiðandi Geðhjálp inni á vef-
svæðinu hlaupastyrkur.is, þar sem
hann er valinn úr hópi hlaupara.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Áfram Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðfinnur tekur á rás til styrktar
góðu málefni. „Það er gaman að hlaupa og gerir geðheilsunni gott.“
Morgunblaðið/Eggert
Tónar Guðfinnur hleypur ekki bara því hann er líka tónlistarmaður sem
tók þátt í Söngvakeppninni 2015 með Hildi og naut aðstoðar Loga Pedro.
Nánar i upp l ýs inga r á he imas íðu VM
www.vm. i s
VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 Landsfélag í vél- og málmtækni
FÉLAGSFUNDUR VM
>> Þriðjudaginn 11. ágúst í Reykjavík
VM húsinu, Stórhöfða 25, 3. hæð. kl. 20:00
Fundurinn verður sendur út
í beinni á heimasíðu félagsins, www.vm.is
>> Miðvikudaginn 12. ágúst á Akureyri
Skipagötu 14, í sal Einingar-Iðju 2. hæð. kl. 17:30
Dagskrá fundarins:
1. Staðan í kjaraviðræðum
2. Önnur mál
Félagsfundir VM verða haldnir í Reykjavík og
á Akureyri vegna kjaraviðræðna VM við SA
Fjölmörg orð eru til í hinsegin
orðaforðanum sem enn hafa ekki
fengið íslenska þýðingu, en hinseg-
in hugtök og orð endurspegla svo
sannarlega þá breidd sem eru til
staðar í hinsegin samfélaginu, segir
í tilkynningu Samtakanna ’78 um
Nýyrðasamkeppni þeirra, Hýryrði
2015.
„Það er mikilvægt að við getum
öll talað um hinsegin reynslu og
hinsegin líf á móðurmáli okkar.“
Hægt er að leggja inn tillögur að
nýyrðum á vefsvæði keppninnar:
samkeppni.samtokin78.is. Þar er
einnig að finna nánari upplýsingar.
Dómnefnd sem skipuð er hinseg-
in fólki, sérfræðingum í íslensku
máli og kynjafræði mun velja bestu
orðin. Í dómnefndinni sitja Ágústa
Þorbergsdóttir, Gyða Margrét
Pétursdóttir, Guðmunda Smári
Veigarsdóttir, Setta María, Ugla
Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
og Örn Danival Kristjánsson.
Viðurkenningar verða veittar
fyrir bestu orðin á degi íslenskrar
tungu þann 16. nóvember. Frestur
til að skila inn tillögum rennur út 4.
september.
Hvaða orð vantar nýyrði?
Kyntjáning: Androgynous –
Butch – Femme
Kynvitund: Agender – Andro-
gyne – Bigender – Gender fluid –
Non-binary – Pangender
Kynhneigð: Asexual – Aromantic
Ókyngreind frændsemisorð:
Frænka/frændi – Kærasti/kærasta
– Mamma/pabbi – Sonur/dóttir –
Vinkona/vinur
Taktu þátt í að móta íslenska tungu
Morgunblaðið/Styrmir
Hýryrði Samtökin ’78 standa fyrir nýyrðasamkeppni um orð í hinsegin orða-
forðanum sem hafa enga íslenska þýðingu. Úr því verður nú snarlega bætt.
Finnum hýryrði í
nýyrðasamkeppni
Geðhjálp vinnur að því að bæta
þjónustu, verja réttindi og vinna
gegn fordómum með hags-
munagæslu, ráðgjöf, upplýs-
ingum og þekkingarmiðlun.
Gildi Geðhjálpar eru hug-
rekki, mannvirðing og samhygð.
Taka samtökin virkan þátt í
opinberri umræðu til að upp-
ræta fordóma ásamt því að
standa fyrir málefnafundum.
Hugrekki og
mannvirðing
STYRKJUM SAFNAÐ
Í dýragarði í Prag í Tékklandi fæddist þessi ofurkrúttlegi og varnarlausi api
á dögunum og foreldrarnir gerðu allt sitt til að verja hann fyrir hitanum sem
hefur verið mikill í Evrópu undanfarið. Í dýraríkinu sjáum við jafn mikla ást
og umhyggju hjá foreldrum afkvæma sinna eins og hjá okkur mannfólkinu.
AFP
Umhyggja Móðirin fór með ungann sinn í skugga upp í tré í hitanum.
Móðurástin söm við sig
AFP
Hitabylgja Heitt hefur verið í Evrópu og blessaðar skepnurnar leita skjóls í
skugganum. Górillan Kijivu var kældur niður með vatnsbunu og líkaði vel.