Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 26

Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! 12V Loftdælur 30-35L 8.995 Strekkibönd og farangursteygjur, frábært úrval frá 395 Þakbogar frá 14.995 Starttöskur 12V frá 9.999 12V->230V Straumbreytir frá 5.995 Iphone hleðslu- snúrur frá 495 Tjaldstæðatengill 1.995 Framleningarsnúrur og kefli 3M, 5M, 10M, 15M, 20M, 25M, 40M Vasaljós & luktir 30+ gerðir frá 395 Jack snúrur Kerrulás frá 2.485 Ljósabretti á kerrur frá 4.995 7.995 Öflugur OMEGA vinnukollur, hækkanlegur 19.995 Jeppatjakkur 2.25T 52cm frá 4.995 Hjólafestingar 2Hj, 3Hj Oft er því haldið fram íslenskri tungu til lofs að umfram flest önnurmál sé hún gagnsæ, að það sé svo auðséð af orðunum sjálfumhvað þau þýði. Hér er misskilningur á ferð. Ekkert orð er gagn-sætt nema það sé samsett úr öðrum orðum eða leitt af öðru orði. Ef samsetningarnar eru leystar upp eða frumorðið fundið endum við alltaf á orðum sem eru ekkert frekar gagnsæ í íslensku en í öðrum málum. Dæmi: Skrifborð, borð sem skrifað er við, augljóst og gagnsætt. En hvað með skrif og hvað með borð? Hvers vegna heita skrif skrif og borð borð? Nú eða stóll stóll? Sjálfsagt eru til á því fullgildar skýringar, margt annað sem kallað er borð er oftast eitthvað sem hefur láréttan flöt, rétt eins og skrifborð en af hverju borð frekar en hvað sem er annað, til dæmis stóll? Sem sagt: Borð er ekki gagn- sætt frekar en orð yfirleitt svo í íslensku sem öðrum málum. Ef rétt væri að gagnsæi sé höfuðdyggð hvers orðs ættu samsetningamál eins og stofnenska að vera mála best og þá væntanlega einnig stofníslenska sú sem Þórbergur skopfærði vel á sínum tíma. Í íslenskri nýyrðasmíð hefur gagnsæisþrá oft verið ríkjandi. Þannig höf- um við reyndar eignast mörg ágæt orð sem eru fyrir löngu orðin okkur svo munntöm að við lítum ekki á þau sem nýyrði. Baldvin Einarsson bjó til orð- in strokleður, stjórnarskrá og þilskip, Sigurður Guðmundsson skólameist- ari fann upp háttvís, róttækur og andúð, Guðmundur Kamban hljómleika og tjáningu, Hallbjörn Halldórsson þjóðnýtingu, vígorð og stæði, Halldór Laxness lagði okkur til drengjakoll, samyrkjubú og stéttvís, Bjarni Sæ- mundsson smásjá … Að ógleymdum öllum þeim orðum sem Jónas Hall- grímsson skóp þegar hann þýddi Stjörnufræði Ursins, til dæmis aðdrátt- arafl, hitabelti, sporbaug og ljósvaka. Önnur leið til að mynda nýyrði er að taka erlenda stofna og aðlaga þá ís- lenskum framburði og beygingakerfi. Stundum er amast við slíkum orðum einmitt á þeirri forsendu að þau séu ekki gagnsæ eða að þau séu slettur. Ef það sjónarmið væri rétt ættum við að hafna orðum eins og prestur, kirkja og messa en nota í staðinn guðsmaður, guðshús og guðsþjónusta. Sömuleið- is væri þá póstur afleitt orð en sími mjög gott vegna þess að til er í fornu máli hvorugkynsorðið síma sem af einhverjum ástæðum mér ókunnum kvað þýða þráður. Staðreyndin er hinsvegar sú að sími var upphaflega ekk- ert sérlega gott orð þó það hafi auðvitað fyrir löngu unnið sér þegnrétt í málinu. Fónn hefði ekki verið neitt ósíslenskulegra orð fyrir þetta áhald. Sími hefur ekkert fram yfir fón annað en hreinan uppruna. Hvorugkyns- nýyrðið app, fleirtala öpp, er á sama hátt mun betra orð en hið „gagnsæja“ smáforrit. Í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar eru það ekki síst öll fallegu tökuorðin sem heilla. Mætti ekki kalla þau kjörorð fremur en tökuorð? Gagnsæi? Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Getty Images Það er rétt sem fram kemur í forystugreinMorgunblaðsins í fyrradag, fimmtudag, aðstjórnmálaþróunin vestan hafs og austankemur á óvart og það gerir hún reyndar hér líka, þegar ítrekaðar kannanir í nokkra mánuði sýna Pírata alltaf sem stærsta flokkinn. En ástæðurnar eru ólíkar – í það minnsta á yfirborðinu. Í Bandaríkjunum hafa víglínurnar frá lokum kalda stríðsins í grundvallaratriðum verið á milli þeirra sem eiga og hinna sem eiga ekki – eða lítið. Það var eft- irminnilegt að kynnast fyrir aldarfjórðungi því djúp- stæða hatri sem ríkti í garð Bills Clinton meðal ráð- andi afla hjá repúblikönum. Kannski var það vegna þess að hann felldi Bush eldri og batt þar með enda á 12 ára samfellt valdaskeið Reagan og Bush. En þegar kafað var dýpra mátti finna að efnameira fólk vestan hafs virtist trúa því að Clinton væri kominn í Hvíta húsið til að taka frá því það sem það átti. Þessi átök náðu inn í Hvíta húsið og er frásögn Ro- bert B. Reich, vinnumálaráðherra á fyrra kjörtímabili Clintons, í bók hans Locked in the Cabinet til marks um það, en hann lýsir Robert Rubin, fjármálaráðherra Clin- tons, sem eins konar varðhundi Wall Street í forsetatíð Clintons. Kannski má segja að þessar helztu átakalínur í bandarískum stjórnmálum hafi kristallast í mótmælahreyfingu sem reis árið 2011 og gekk undir nafninu „Occupy Wall Street“, en meðlimir hennar gengu fram undir kjörorðinu: Við erum þessi 99%! (Þ.e. þeir sem ekkert eiga.) Einn helzti talsmaður þeirra sjónarmiða nú er Eliza- beth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachu- setts, sem beinir spjótum sínum að Wall Street, stór- bönkum og stórfyrirtækjum. Hún reynir nú að hafa áhrif á stefnumörkun Hillary Clinton. Kosning á milli Clinton og Donald Trump mundi væntanlega snúast um þessar átakalínur en í minni mæli ef Jeb Bush yrði frambjóðandi repúblikana. Í Evrópu eru innflytjendamál viðkvæmari en ójöfn- uður og eftir því sem fólksstraumurinn frá Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum verður meiri yfir til Evr- ópu er líklegt að átök um innflytjendamál verði stærri þáttur í þeim pólitísku umbrotum, sem þar eru á ferð. Þau birtast í fylgisaukningu flokka yzt til hægri og vinstri. Í norðurhluta Evrópu er straumurinn til hægri, eins og sjá má á Þjóðfylkingu Marine le Pen, Danska Þjóð- arflokknum, Svíþjóðardemókrötum og Sönnum Finn- um. Í suðurhluta Evrópu er straumurinn til vinstri, sbr. SYRIZA í Grikklandi og Podemos á Spáni. En fleira hefur áhrif á hið pólitíska umrót í Evrópu, svo sem ágreiningur um framtíðarþróun ESB, yf- irburðastaða Þýzkalands enn á ný og gífurlegt atvinnu- leysi. En hvað er það sem veldur því hér á Íslandi að hefðbundnir stjórnmálaflokkar eða arftakar þeirra undir nýjum nöfnum eiga undir högg að sækja og stjórnmálahreyfing á borð við Pírata sækir fram? Langvarandi og djúpstæð áhrif hrunsins koma hér áreiðanlega mjög við sögu. Þjóðin varð fyrir sálrænu áfalli og missti trú á forystumenn sína í öllum flokkum og þeim hefur ekki tekizt að endurvekja hana. En inn í þá mynd blandast þættir úr því sem tekizt er á um beggja vegna Atlantshafs. Og það á ekki sízt við um ójöfnuð. Það hefur alltaf verið efnamunur á Ís- landi um leið og ljóst er að svo fámennt samfélag þolir illa og kannski alls ekki of mikinn efnamun. Flestir þeirra sem voru vel efnum búnir lengst af 20. öldinni skildu þetta og voru tæpast sýnilegir. Þetta fór að breytast undir aldamót og fyrstu árin eftir þau með af- gerandi hætti. Vinstrimenn hafa þó aldrei gert þann mikla efnamun sem hér hefur verið sýnilegur síðasta aldarfjórðunginn að meiriháttar baráttumáli t.d. í kosningum. Á því er einföld skýring. Frjálst framsal kvótans bjó til fyrstu milljarðamær- ingana á Íslandi og það var vinstristjórn sem hafði forgöngu um að koma því á án þess að með fylgdi ákvæði um auðlindagjald. Einkavæðing bankanna hóf þá þróun svo á nýtt stig. Baráttan fyrir verndun auðlinda á landi hefur verið ríkur þáttur í þjóðfélagsumræðum frá því seint á síð- ustu öld en hún hefur aðallega verið háð á vegum frjálsra félagasamtaka. Fæstir stjórnmálaflokkanna hafa tekið beina forystu í þeirri baráttu og þótt VG kenni sig við græna pólitík hefur einstaka frambjóð- endum þess flokks vafizt tunga um tönn þegar þeir hafa verið spurðir um afstöðu til vegalagningar á há- lendi, hafi kjördæmi þeirra átt hlut að máli. En auk hrunsins og efnamunar eru það sennilega af- leiðingar návígisins í samfélagi okkar sem valda mestu um hve illa fólk treystir stjórnmálamönnum og flokk- um. Hinir hefðbundnu flokkar hafa lítið gert af því að tala við fólkið í landinu um áhyggjuefni þess. Þeir tala heldur ekki um þessi málefni innan sinna vébanda, í það minnsta ekki þannig að það sjáist. Og ef þeir tala er það í frösum að ráði sérfræðinga í almanna- tengslum. Það er ekki líklegt til árangurs. Það er erfitt að átta sig á heildarmyndinni í stefnu- mörkun Pírata. Þeir endurspegla að vísu í málflutningi sínum þá nýju samskiptaveröld sem blasir við nýjum kynslóðum og hafa áhuga auknu lýðræði. En líkurnar eru meiri en minni á því að mikil fylgisaukning þeirra eigi sér skýringu í megnri óánægju með aðra flokka. Og þeir gera sér grein fyrir því sjálfir. Frá hruni og til þessa dags hafa engar raunveruleg- ar umræður farið fram á vettvangi hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka um þessi álitamál og áhyggjuefni fólksins í landinu. Við hvað eru þeir hræddir? Við hvað eru flokkarnir hræddir? Svo fámennt samfélag þolir ekki of mikinn efnamun. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Haustið 2014 skrifaði PontusJärvstad BA-ritgerð í sagn- fræði (á ensku) um sagnritun okkar Þórs Whiteheads í bókum um ís- lensku kommúnistahreyfinguna. Ragnheiður Kristjánsdóttir var leið- beinandi hans, og er ritgerðin að- gengileg á skemman.is. Þar minnist ritgerðarhöfundur á deilu þeirra Jóns Ólafssonar heimspekings og Þórs um, hvort Sósíalistaflokkurinn hafi verið stofnaður 1938 með eða á móti vilja Alþjóðasambands kommúnista, Kom- interns. Í Sósíalistaflokknum samein- uðust sem kunnugt er kommúnistar, er lögðu þá flokk sinn niður, og hópur úr vinstra armi Alþýðuflokksins. Í rússnesku skjalasafni hafði Jón Ólafsson fundið minnisblað, sem starfsmaður Kominterns hafði skrif- að forseta sambandsins eftir að hafa fengið skýrslu frá Einari Olgeirssyni um fyrirhugaða stofnun. Lýsti starfs- maðurinn efasemdum um, að rétt væri að kljúfa Alþýðuflokkinn í stað þess að mynda með honum öfluga samfylkingu gegn borgaralegum flokkum (sem var þá aðallína Kom- interns). Af þessu minnisblaði dró Jón þá ályktun, að Komintern hefði verið andvígt stofnun Sósíalista- flokksins. Þór benti á, að það væri fráleitt. Þetta hefði verið minnisblað skrifstofumanns, en engin heimild um opinbera afstöðu Kominterns. Engin önnur gögn bentu til þess, að stofnun flokksins hefði verið í óþökk Kominterns, og raunar hefðu hinum nýja flokki verið fluttar kveðjur kommúnistaflokka Danmerkur og Svíþjóðar á stofnhátíðinni. Pontus Järvstad telur deiluna óút- kljáða. En á Þjóðskjalasafninu hafði ég (með aðstoð Snorra G. Bergssonar sagnfræðings) upp á heimild, sem ég birti 2009 og eyddi öllum vafa um málið. Það er afrit af bréfi með heilla- óskum frá Michal Wolf (öðru nafni Mihály Farkas) hjá Alþjóðasambandi ungra kommúnista til Æskulýðsfylk- ingarinnar, sem leysti af hólmi Sam- band ungra kommúnista. Þar segir, að úti í Moskvu hafi menn lesið stefnuskrá Æskulýðsfylkingarinnar og séu ánægðir með hana. Hefði Sósí- alistaflokkurinn verið stofnaður í óþökk Kominterns, þá hefði þetta bréf aldrei verið skrifað. En ein- kennilegt er, að þessarar heimildar sé ekki getið í ritgerðinni. Ef til vill er skiljanlegt, að hún hafi farið fram hjá ungum sagnfræðinema, þótt ég vísi raunar í hana í bók minni, sem hann ræðir sérstaklega um í ritgerð sinni. En vissi leiðbeinandinn ekki af þess- ari heimild? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Óhlýðnuðust íslenskir kommúnistar Stalín?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.