Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
✝ Magðalena Sig-ríður Halls-
dóttir fæddist á
Siglufirði 28. júní
1928. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Fjallabyggðar 31.
júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Jónsdóttir hús-
móðir, f. 15.12. 1897
á Sléttu í Fljótum, d.
10.8. 1983, og Hallur Garibalda-
son verkamaður, f. 24.6. 1893 á
Mannskaðahóli í Skagafirði, d.
15.4. 1988. Systkini hennar eru:
1) Garibaldi, f. 1918, d. 1920, 2)
Pétur, f. 1920, d. 1991, 3) Mar-
grét Petrína, f. 1922, d. 2004, 4)
Garibaldi, f. 1926, d. 1927, 5)
Helgi, f. 1931, d. 2007, 6) Jón, f.
1932, 7) Guðjón Hallur, f. 1939.
Auk þess bjuggu á heimilinu
Óskar, f. 1908, d. 1984, bróðir
Halls, Jóhannes, f. 1908, d. 1993,
Jósef faðir hans og dóttir Magda-
lena Björk, f. 1934.
Magðalena giftist 6.9. 1952
Guðlaugi Helga Karlssyni, loft-
skeytamanni og símafulltrúa frá
Siglufirði , f. 25.12. 1928, d.
11.10. 2014. Foreldrar hans voru
hjónin Herdís Hjartardóttir hús-
móðir, f. 1894 í Langhúsum í
Fljótum, d. 1987, og Karl Stur-
laugsson húsasmíðam., f. 1886 í
Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, d.
hjúkrunarfræðingur, f. 17.6.
1969, maki Nils Gústavsson,
framkvæmdastjóri, f. 5.2. 1966,
börn þeirra: a) Margrét, f. 1998,
b) Andrea, f. 2001 og c) Gústav, f.
2003.
Magðalena var fædd og uppal-
in á Siglufirði og bjó þar allt sitt
líf. Hún var gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
1944 og stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði 1946-47. Magðalena var
„ein af stelpunum á Stöðinni“ og
hóf störf hjá Símanum árið 1945.
Hún starfaði sem talsímavörður,
yfirtalsímavörður og síðar
fulltrúi. Hún gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum sem fulltrúi í
BSRB og fyrir félag íslenskra
símamanna. Hún lét af störfum
árið 1996 eftir 51 ár í starfi.
Magðalena var virk í félags- og
sjálfboðaliðastörfum og stóðu
málefni aldraðra hjarta hennar
næst. Hún gekk í Kvenfélag
Siglufjarðar 16 ára gömul og í
tugi ára sá hún um fjáröflun fyrir
Kvenfélagið Von með skrifum
minningarkorta. Magðalena var
formaður Kvenfélags Sjúkrahúss
Siglufjarðar í 28 ár og var í
byggingarnefnd fyrir byggingu
Dvalarheimilis aldraðra á Siglu-
firði. Hún var alla tíð virk í hinu
kirkjulega starfi, söng með
Kirkjukór Siglufjarðar í yfir 70
ár og var í Systrafélagi kirkj-
unnar. Magðalena var sæmd
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu 17. júní 2010.
Útför Magðalenu fer fram frá
Siglufjarðarkirkju sunnudaginn
9. ágúst 2015 og hefst athöfnin
kl. 14.
1948. Börn Magða-
lenu og Guðlaugs
eru: 1) Guðný Sig-
ríður, ljósmóðir og
hjúkrunarfræð-
ingur, f. 23.11. 1953,
maki Ómar Ein-
arsson, sviðsstjóri
hjá ÍTR, f. 14.2.
1954, börn þeirra
eru: a) Einar, f.
1981, sambýliskona
Unnur Gísladóttir,
f. 1983, dóttir Karen Emmý, f.
2010, b) Soffía Arna, f. 1985,
maki Ari Þorleifsson, f. 1982,
sonur Ómar, f. 2013, 2) Guðrún
Herdís, skrifstofum., f. 24.4.
1957, maki Kristján Sigfús Sig-
mundsson stjórnarformaður, f.
9.6. 1957, börn þeirra eru: a) Sig-
mundur, f. 1983, maki Svanhild-
ur Birgisdóttir, f. 1982, börn
Þóra Marín, f. 2011, og Kristján
Sigfús, f. 2013, b) Magðalena Sig-
ríður, f. 1988, sambýlismaður
Arnþór Gíslason, f. 1988, sonur
Gunnar Helgi, f. 2014, c) Guð-
laugur Helgi, f. 1994, sambýlis-
kona Sóley Ósk Benediktsdóttir,
f. 1994, 3) Karl tannlæknir, f.
7.4.1966, maki Kristjana Sæberg
Júlídóttir, hjúkrunarfræðingur,
f. 22.10. 1963, börn þeirra eru: a)
Sara Margrét, f. 1986, b) Sigríð-
ur, f. 1992, c) Júlí, f. 1996, unn-
usta Brynja Þórðard., f. 1997, d)
Lív, f. 2002, 4) Guðbjörg Jóna,
Kveðja til mömmu
Þú komst á fallegum sumardegi.
Lítil hnáta – ljúfa káta
elskuð af öllum – konum og köllum.
Þú sveifst um bæinn við fjöllinn og
sæinn
með flygsandi fléttur – vissir hver var
þinn réttur.
Þú fékkst dýrmætt veganesti – og Guð
þinn í hjarta festi.
Naust þess að geta hjálpað – helst fólki
sem var stálpað
eða bara sungið – svo tilfinn-
ingaþrungið.
Á símanum þú svaraðir kalli – hann
kom svífandi af fjalli.
Ástin þín eina – með brúna lokka
hreina.
Hann gaf þér nælonsokka – og kossa til
að lokka –
og Lordinn kom sem ávöxtur af ykkar
þokka.
Það var gaman í þá daga – þið byggðuð
upp ykkar haga.
Vinirnir kæru sem stjörnurnar
skæru,
stöðin í stuði – kórinn í kruði.
Þú bættir við þig blómum – sem him-
neskum hljómum.
Á eftir Lordinum kom Þvargarinn, síðan
elsku Drengurinn
og loks Höfuðverkurinn.
Þvílík barnaflóra – var í þessu einhver
glóra?
Þú naust þess að gleðja – og okkur að
seðja.
Þú hélst þínu striki – með góð-
mennskubliki.
Þú gekkst að því gefnu – við myndum
fylgja þinni stefnu,
að Guð þinn gæfi okkur hið sama – trú-
festu í hjarta okkur til frama.
Þú bauðst okkur í veröld þína – í lífinu
við fylgdum þér,
og þökkum fyrir elsku blíða – sem þú í
hjarta sáðir hér.
(Gjg)
Guðný Sigríður, Guðrún
Herdís, Karl og
Guðbjörg Jóna.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Magðalena Sigríður Hallsdóttir,
hefur kvatt þessa jarðvist, södd
lífdaga. Hana þekkti ég best sem
Möddu Halls.
Í fjörutíu ár, hef ég fengið að
njóta návistar hennar í heimsókn-
um til Siglufjarðar og þegar hún
dvaldi hjá okkur sunnan heiða.
Í öllum störfum hennar, í
sjálfboðavinnu fyrir mörg samtök
á Sigló eins og fyrir Kvenfélag
sjúkrahúss Siglufjarðar í þágu
aldraðra og sjúkra,fyrir kirkju-
kór Siglufjarðarkirkju, þar sem
hún byrjaði að starfa 13 ára göm-
ul og í vinnu sinni í áratugi fyrir
Póst og síma, vann hún af þvílík-
um heilindum og trúnaði að það
gat ekki endað með öðru en að
forseti Íslands veitti henni ridd-
arakross hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir fimm árum.
Gleði hennar og ánægja yfir
barnabörnum og barnabarna-
börnum var líka slík að öll elsk-
uðu þau ömmu og langömmu
Möddu.
Sparibaukarnir sem hún kom
upp fyrir hvert þeirra og safnaði
saman peningum í, til að tryggja
framtíð þeirra, sýndi slíka ást og
kærleika til barnanna og von
hennar var að þannig myndu þau
öll muna eftir henni. Von hennar
mun svo sannarlega rætast.
Veislur Möddu, á öllum tíma-
mótum, voru sérstakir viðburðir
sem allir hlökkuðu til að fá að
vera með í og kæmi einhver ætt-
ingi til Siglufjarðar var ekki í kot
vísað hjá Möddu. Sögustundir
Möddu af ólíkum viðburðum og
fólki, þar sem hlátur hennar og
glettni naut sín, voru líka ógleym-
anlegar.
En Madda átti líka Gulla og all-
ir töluðu um Möddu Halls og
Gulla Kalla,eða Gulla Kalla og
Möddu Halls. Þau hafa saman
alla tíð sýnt tengdabörnum trún-
að og traust til að taka að sér börn
þeirra og stutt okkur saman í öllu
því sem við höfum gert.
Þegar Madda og Gulli komust
á efri ár og ákváðu að yfirgefa
heimili sitt, höllina að Fossvegi,
og fluttu í Skálahlíð eignaðist fjöl-
skyldan saman þá höll, þvílíkt lán.
Þangað hefur fjölskyldan kom-
ið árum saman með fjölskyldur,
vini og frændfólk og mun svo
verða áfram með börnum og
barnabörnum um
ókomna framtíð. Þannig verða
böndin við Siglufjörð og minning-
in um Möddu og Gulla mun lifa.
Öllum þeim starfsmönnum á
Heilbrigðisstofnuninni á Siglu-
firði sem hafa veitt Möddu
umönnun á liðnum árum eru
færðar þakkir fyrir frábær störf,
hlýju og umhyggju í garð Möddu.
Að leiðarlokum vil ég þakka
tengdamóður minni, Möddu
Halls, fyrir allt það sem hún hefur
gert fyrir fjölskyldu okkar í gegn-
um árin. Megi hún nú hvíla í friði
við hlið síns elskulega maka,
Gulla Kalla.
Ég efast ekki um að Guð al-
máttugur, sem hún starfaði fyrir
og trúði á allt sitt líf, mun taka vel
á móti henni.
Ef Madda hefði fengið að
kveðja okkur öll hefði hún sagt:
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Ómar Einarsson.
Að minnast góðrar móður
er mannsins æðsta dyggð.
Þessar ljóðlínur komu upp í
hugann þegar ég settist niður til
að minnast tengdamóður minnar
Magðalenu Sigríðar Hallsdóttur.
Á tvítugsafmæli Guðrúnar
dóttur hennar var Madda stödd í
bænum og þótti þá tilhlýðilegt að
kynna mig fyrir henni. Móttök-
urnar sem ég fékk strax í byrjun
einkenndust af hlýju og væntum-
þykju, enda voru samskipti okkar
þannig alla tíð. Ég hafði eignast
góða tengdamóður, sem átti oft
eftir að reynast mér vel á lífsleið-
inni og fyrir það er ég ævinlega
þakklátur.
Umhyggja fyrir öðrum og
sérstaklega fyrir öldruðu fólki
var henni ofarlega í huga, enda
mátti hún aldrei neitt aumt sjá og
hafði mjög sterka réttlætiskennd.
Hvort sem það var Kvenfélagið
Von, Kvenfélag Sjúkrahússins
eða Byggingarnefnd Dvalarheim-
ilisins valdist hún til forystu.
Fræg eru bingóin sem Madda
hélt í yfir 25 ár til styrktar m.a.
byggingu Dvalarheimilisins, enda
umtöluð vegna veglegra vinninga.
Þær voru ófáar ferðirnar norður
þar sem hluti farangursins var
bingóvörur.
Hún var baráttukona sem stóð
á sannfæringu sinni, sérstaklega
ef það varðaði einhverja sem ekki
gátu svarað fyrir sig. Hún var
framsýn á mörgum sviðum, t.d.
þegar verið var að byggja Dval-
arheimilið, þá barðist hún fyrir
því að þar yrði lítil sundlaug og
snyrti- og hárgreiðslustofa. Við
áttum mörg samtölin og vanga-
velturnar um hvað þyrfti inn á
eina hárgreiðslustofu og það var
alveg skýrt frá hennar hendi að
það skyldi vera allt það besta sem
völ væri á.
Eitt af því ánægjulegasta sem
Madda gerði var að syngja í
Kirkjukórnum, enda byrjaði hún
þar þrettán ára gömul og söng
með honum í sjötíu ár. Hún var
mjög trúuð og sagði sjálf að hún
væri aldrei ein. Síðustu árin eftir
að hún var farin að missa sjónina
kom það ekki að sök, sagði hún,
því hún kunni alla textana í
sálmabókinni.
Heimili þeirra Möddu og Gulla
að Fossvegi 8 var nokkurs konar
miðstöð fyrir ættmenni þeirra
sem áttu leið til Siglufjarðar. Allt-
af var komið við hjá þeim, enda
var þar ekki í kot vísað þegar kom
að veitingum. Madda var ekki
lengi að slá upp veislu og var iðu-
lega mjög gestkvæmt hjá þeim,
sem sést best á öllum gestabók-
unum sem til eru, en það var regla
að allir þurftu að kvitta fyrir kom-
una.
Þrátt fyrir að vinna fullan
vinnudag á Símstöðinni og öll fé-
lagsstörfin var henni mjög annt
um fjölskyldu sína. Hún hvatti
börnin sín til dáða og að láta
drauma sína rætast. Alltaf var
hún boðin og búin að taka á móti
barnabörnunum til dvalar á Sigló
meðan heilsan leyfði og eiga mörg
þeirra yndislegar minningar frá
dvöl sinni þar.
Eftir að sjóninni og minninu
hrakaði er mér efst í huga ynd-
islega brosið sem ávallt tók á móti
mér þegar ég var búinn að segja
hver væri kominn. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Guð geymi þig.
Þinn tengdasonur,
Kristján S. Sigmundsson.
Hún tók á móti mér af ein-
stakri hlýju og kærleika með sín-
um brosandi fallegu augum. Það
var ekki eins og við hefðum aldrei
þekkst, en þarna var ég mættur á
Fossveginn í fyrsta sinn. Hún
bauð upp á dýrindis hangikjöt því
hún vissi að það var mitt uppá-
hald. Hún vildi taka vel á móti
mér og það gerði hún svo sannar-
lega. Þetta var fyrsta minningin
um Möddu, tengdamóður mína.
Nú, rúmum tveimur áratugum
síðar, kveð ég þessa óviðjafnan-
legu konu sem alltaf hafði sama
hlýja viðmótið og við fyrstu kynn-
in. Hún tók vel á móti öllum og
allir voru ávallt velkomnir í hús
þeirra hjóna, Möddu og Gulla. Í
þessari ástríku manngerð leynd-
ist líka mikið keppnisskap og bar-
áttuvilji. Verkefni hennar voru
óþrjótandi og sjaldan tími fyrir
hana að slaka á. Hún hafði svo
sannarlega sínar skoðanir og gat
blótað meira en flestir ef á þurfti
að halda.
Madda var alla sína tíð í senn
einstaklega kærleiksrík, fórnfús
og framtakssöm. Hún lét til sín
taka í samfélaginu á Siglufirði, í
góðgerðarmálum og menningar-
lífi. Hún barðist fyrir jafnræði og
réttlæti og sá til þess að allir í
hennar umhverfi hefðu í sig og á.
Umhyggjusemin var alltaf til
staðar, án landamæra. Hún lifði
eftir þeim kristnu gildum sem
henni voru kennd og var með
sterka trúarsannfæringu.
Þær voru góðar stundirnar
sem ég átti með tengdamóður
minni við kaffiborðið þar sem hún
dýfði suðusúkkulaðinu ofan í
kaffið og í ökuferðum milli Siglu-
fjarðar og Reykjavíkur. Sérstak-
lega var það dýrmætt fyrir mig,
Siglfirðinginn sem flutti í burtu
úr firðinum fjögurra ára gamall,
að heyra hana lýsa mannlífinu á
Siglufirði hér áður fyrr. Hún
þekkti alla og þetta voru góðir
tímar og gott fólk. Gleði, já-
kvæðni og virðing fyrir fólki ein-
kenndi frásögn hennar. Það var
aðdáunarvert hversu fallega hún
talaði um aðrar manneskjur.
Ég er afar þakklátur fyrir það
að hafa kynnst Möddu og að
börnin mín hafi fengið að njóta
nærveru ömmu sinnar, fundið all-
an kærleikann og manngæskuna
sem frá henni streymdi. Þau hafa
fengið í veganesti þessi góðu gildi
sem hún stóð fyrir og bera von-
andi gæfu til að lifa eftir þeim alla
tíð líkt og hún gerði.
Ég þakka Guði fyrir Möddu og
allt það sem hún færði okkur.
Nils Gústavsson.
Elsku besta amma mín.
Hjartahlýja, hjálpsama, gjaf-
milda, kærleiksríka og góða
amma mín, það er með miklum
söknuði en jafnframt þakklæti í
hjarta mínu sem ég skrifa kveðju
til minningar um þig.
Margar minningar koma upp í
huga minn þegar ég fer yfir þær
mörgu stundir sem við höfum átt
saman. Sem barn var ég ekki
sendur í sveit, heldur fór ég til
ömmu Möddu og afa Gulla á
Sigló. Þar eyddi ég oft heilu
sumrunum; frá þeim tíma á ég
ótal góðar minningar.
Ég var vanur að hanga yfir
ömmu og öðrum á símstöðinni í
von um að fá klink fyrir blandi í
poka. Á Fossveginum var alltaf
mikið líf, rúnstykki og bláberja-
súpa í hádeginu og amma bauð
mér reglulega á rúntinn þar sem
hún sagði sögur og rifjaði upp
gamlar minningar. Amma hafði
svo gaman af því að rifja upp
gamla tíma og minnast fjölskyldu
sinnar og vina. Mér þykir vænt
um minningar mínar frá barns-
árum á Sigló með ömmu og afa.
Á unglingsárum fjarlægðist ég
Siglufjörð. Ég hélt samt tengingu
við ömmu, hringdi í hana og
spjallaði reglulega. Hún var alltaf
svo áhugasöm um hvað ég væri að
gera og sýndi mér virðingu og
hlýju og hvatti mig áfram.
Árið 2005 fékk ég svo tækifæri
til að tengjast ömmu enn betur,
vera til staðar og gefa til baka.
Kirkjukór Siglufjarðar var að
fara til Ungverjalands í rúmar
tvær vikur. Það var ljóst að amma
þurfti á aðstoðarmanni að halda í
þeirri ferð og ég bauðst til þess að
fara með henni. Sú ferð er mér
ógleymanleg og ég held líka öllum
sem voru með okkur í ferðinni.
Þar var ég yngstur og fékk að
kynnast fjölmörgum frábærum
Siglfirðingum, einna helst fékk ég
að kynnast ömmu minni betur. Í
þeirri ferð áttum við amma ótal
stundir saman þar sem við rædd-
um um trú, virðingu, ást og hjálp-
semi við aðra. Mér er minnisstætt
þegar við vorum í siglingu á Dóná
og hún brosti út að eyrum og
sagði mér hvað hún væri ánægð
með að hafa farið í þessa ferð og
hvað hún væri hamingjusöm.
Vegna veikinda voru síðustu ár
ömmu erfið. Ég er þakklátur fyrir
að hún tengdist konunni minni,
þær áttu margar stundir saman
þar sem amma sagði henni sögur
af ömmu hennar. Dóttir mín var
líka efni mikils hláturs og gleði,
en amma var mikil barnagæla og
það gladdi hana að fá Karen
Emmý í heimsókn. Amma var
alltaf glöð og ánægð þegar við
litla fjölskyldan komum í heim-
sókn og það var alltaf gott að
koma til hennar. Það verður
skrítið að koma til Siglufjarðar og
fara ekki í Skálahlíð eða á spít-
alann að knúsa og kyssa ömmu,
ég á eftir að sakna hennar mikið
en ég mun geyma minninguna um
hana allt mitt líf.
Síðustu dagar ömmu voru frið-
sælir og er ég þakklátur fyrir að
hafa fengið að vera með henni
þegar hún kvaddi okkur.
Ég sendi þakkir á sjúkrahúsið
á Siglufirði fyrir að hafa sýnt
ömmu ótrúlega nærgætni og virð-
ingu.
Elsku amma, þú ert og verður
mér mikil fyrirmynd, minning þín
lifir í hjarta okkar.
Ástarkveðja frá
Einari, Unni og Karen
Emmý.
Elsku besta amma mín er nú
búin að kveðja þessa veröld eftir
langa og farsæla ævi. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa getað verið
hjá henni síðustu daga hennar og
fengið að kveðja hana í síðasta
sinn.
Amma var einstök kona, um-
hyggjusöm, einlæg, hjartahlý og
gjafmild. Hún var góð amma og
minnist ég þess hve notalegt var
að koma í heimsókn á Sigló og fá
að eyða tíma með ömmu og afa.
Það sem var dekrað við mann.
Dýrindis máltíðir, ísbíltúrar um
bæinn, berjamór, heimsóknir á
símstöðina, bingó og kúrt í ömmu
og afa koti. Amma túrbó kunni að
dekra við sína. Fjölskyldan skipti
ömmu miklu máli og vorum við
barnabörnin í miklu uppáhaldi
hjá henni. Hún hugsaði um okkur
af ást og alúð og stundirnar sem
við áttum saman voru fullar af ást
og gleði.
Það sem einkenndi ömmu fyrst
og fremst var hversu stórt hjarta
hún hafði og var hún alltaf
reiðubúin að hjálpa öllum. Hún
ætlaði sér alltaf að verða hjúkr-
unarkona en varð að gefa þann
draum upp á bátinn. Hún var því
ákaflega stolt af ömmustelpunni
þegar ég ákvað að gerast hjúkr-
unarfræðingur.
Það verður öðruvísi að koma til
Sigló það sem eftir er, engin
amma og afi til að heimsækja, en
Sigló verður alltaf ömmu og afa
staður þar sem ég á margar hlýj-
ar og góðar minningar sem ég
mun varðveita í hjarta mínu alla
ævi.
Þú varst góð amma og ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og kenndir mér í gegn-
um lífið. Nú kveð ég þig í hinsta
sinn með bæninni sem við fórum
svo oft með saman.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín ömmustelpa,
Soffía Arna.
Í dag kveð ég mína elskulegu
ömmu Möddu, mína fallegu og
helstu fyrirmynd. Hún var svo
gjafmild og jákvæð og kom alltaf
vel fram við annað fólk. Hún elsk-
aði að gleðja aðra og bar svo
mikla umhyggju fyrir öllum í
kringum sig. Hún hafði rosalega
sterka réttlætiskennd og vildi
alltaf berjast fyrir þeim sem
minna máttu sín. Amma var
þrjósk og hafði hún vinninginn að
vera þrjóskasti einstaklingurinn í
fjölskyldunni og eru nú margir
þrjóskir fyrir. Þó að amma hafi
alltaf búið langt frá okkur þá var
hún alltaf hjá okkur í anda. Á
kvöldin áður en við fórum að sofa
hringdi hún oft frá Sigló til að
bjóða okkur góða nótt og fór með
kvöldbænirnar með okkur í gegn-
um símann. Þá sváfum við vel.
Stundum bjó hún líka hjá okkur
fyrir sunnan og þá fengum við
krakkarnir að njóta návistar
hennar sem var svo kósý. Við
heimsóttum hana líka oft til Siglu-
fjarðar og þá var klassískt að fá
ísblóm og dökkar súkkulaðirúsín-
ur ásamt ömmuknúsi.
Ég minnist ömmu Möddu með
söknuði og þakklæti fyrir allt sem
hún gaf mér og okkur barnabörn-
unum.
Blessuð sé minning ömmu
Möddu.
Margrét Nilsdóttir.
Þegar ég var yngri fór ég á
hverju ári til Sigló með mömmu
og pabba. Minningin að keyra úr
göngunum og beint upp á Foss-
veg þar sem amma stóð alltaf við
eldhúsgluggann, tilbúin með
kvöldsnarl handa okkur. Alltaf
beið hún í eldhúsglugganum. Best
var að fá bláber með sykri og
rjóma. Þegar ég varð eldri fór ég
stundum ein til ömmu og afa, en
ég gleymi aldrei tíu tíma rútu-
ferðinni sem við frænkurnar fór-
um í þar sem stoppað var á hverj-
um einasta bæ á leiðinni. Amma
tók alltaf vel á móti mér og var
ýmislegt brallað á Sigló.
Magðalena Sigríð-
ur Hallsdóttir