Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Elskuleg systir okkar,
ELSA BJARNADÓTTIR,
Blesugróf 10,
lést á Landspítalanum þann 19. júlí. Útför
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
.
Guðrún Bjarnadóttir,
Sveinn Bjarnason.
Bróðir minn,
ODDUR STEINÞÓRSSON,
Hátúni 10b,
andaðist á Landspítalanum 2. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Gunnar Steinþórsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns,
tengdaföður og afa,
EINARS BJÖRNSSONAR,
Byggðavegi 149,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýju og góða
umönnun.
.
Björn Einarsson, Lovísa Kristjánsdóttir,
Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir,
Einar Bergur Björnsson,
Kristján Breki Björnsson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
dóttur og ömmu,
MÖRTU KRISTÍNAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
Jörundarholti 110, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og til
Oddfellowsystra í Ásgerði fyrir ómetanlega aðstoð við útförina.
.
Gylfi Þórðarson,
Ása Björg Gylfadóttir, Garðar Axelsson,
Þórður Már Gylfason,
Birkir Örn Gylfason, Margrét Magnúsdóttir,
Harpa Lind Gylfadóttir, Jóhann Guðmundsson,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir
og ömmustrákarnir fjórir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
sem lést 28. júlí, verður jarðsungin frá
Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 11.
ágúst. Athöfnin hefst kl. 15.
.
Guðrún Matthíasdóttir Óskar Heimir Ingvarsson
Halldór Örn Óskarsson Þrúður Vilhjálmsdóttir
Bjarni Már Óskarsson Sigurbjörg Linda Sigurðardóttir
Þórunn Halldóra Matthíasdóttir
Matthías Þór Óskarsson Hugrún Elfa Hjaltadóttir
Jón Arnar Óskarsson Jóna Guðbjörg Árnadóttir
Guðrún Óskarsdóttir Björn Patrick Swift
Þórunn Óskarsdóttir Jóhann Þór Kristþórsson
og barnabarnabörnin.
hjá þér, svo aðrir og í síðasta sæti
varst þú sjálf. Það sýnir glöggt
hvernig manneskju þú hafðir að
geyma. Þú vildir alltaf hjálpa öðr-
um, sérstaklega þeim sem minna
máttu sín, áður en þú hugsaðir um
þig sjálfa. Svo gefandi og hlýjar
manneskjur finnast ekki á hverju
strái.
Elsku amma, það er erfitt að
ímynda sér framtíðina án þín. Sér-
staklega í ljósi þess hve stór hluti
af okkar fjölskyldu þú varst. En í
staðinn munum við varðveita þann
fjársjóð minninga sem við höfum í
sameiningu búið til. Því miður er
ekki pláss til að rifja upp allar
þessar yndislegu minningar, en
árin sem við komum heim frá
Bandaríkjunum og eyddum öllum
sumrunum hjá þér, allar ferðirnar
í sumarbústaðinn, öll skiptin sem
þú krafðist þess að fá að bjóða
okkur á Laugaás, stuttu hringing-
arnar þínar til að athuga hvort allt
væri í lagi eru aðeins brot af þeim
minningum. Þennan fjársjóð
minninga munum við nú standa
vörð um og varðveita næst okkar
hjörtum til æviloka. Eftir stendur
þakklæti. Þakklæti fyrir allan tím-
ann sem við nutum nærveru þinn-
ar, þakklæti fyrir allt sem þú
kenndir okkur og þakklæti fyrir
að þú hafir fengið að kynnast okk-
ar konum og stelpunum hans
Birkis. Þú hefur svo sannarlega
gert okkur að betri einstaklingum.
Amma Rósa, við elskum þig svo
heitt og munum ávallt gera. Megi
friðurinn og ljósið nú fylgja þér á
stað þar sem við vitum að þú munt
vaka yfir okkur.
Einir, Birkir og fjölskyldur
Þegar náinn ástvinur deyr rifj-
ar maður gjarna upp minningar
um viðkomandi. Amma Rósa var,
eins og hún var ávallt kölluð af
okkur í fjölskyldunni, yndisleg
kona og um hana eigum við góðar
minningar.
Það vakti fljótlega athygli mína
áhugi hennar og dugnaður við
garðrækt. Hún var mjög áhuga-
söm um garðrækt og ávallt með
fallegan garð við heimili sitt sem
og sumarbústað. Ég fór með
henni upp í sumarbústað og þar
gróðursettum við saman nokkur
tré. Ég minnist þess einnig að
hafa farið með henni á hina ýmsu
staði, eins og til dæmis í Perluna, á
Kjarvalstaði, í Tívolíið í Hvergerði
og á Þingvöll.
Á jóladag var svo haldinn árleg-
ur jólahittingur í fjölskyldunni
heima hjá henni í Löngumýrinni.
Þar var ávallt tekið vel á móti
gestum, dýrindis kræsingar á boð-
stólnum og við áttum þar margar
góðar samverustundir. Eftir því
sem árin liðu fjölgaði fjölskyldu-
meðlimum og barnabarnabörnin
komu í heiminn. Það kom þó ekki
til greina að sleppa hinum árlega
hittingi í kringum jólin heldur var
honum fundinn heppilegri stað-
setning.
Amma Rósa var mjög barngóð
og þegar maður kom til hennar í
heimsókn með strákana okkar átti
hún oftar en ekki eitthvað góðgæti
upp í skáp til að gefa strákunum.
Þeim fannst hins vegar aðalmálið
vera bílarnir sem hún átti og
geymdi á góðum stað. Þar var
einnig að finna ýmislegt merkilegt
dót og myndir að skoða. Þeim
þótti líka gaman að því hvað hún
var áhugasöm um íþróttir. Hún
dásamaði litlu börnin og þótti
skemmtilegt að fylgjast með þeim.
Takk fyrir allar minningarnar,
elsku amma Rósa.
Blessuð sé minning þín.
Hlynur Sæberg Helgason,
Sigurbjörg Eyfeld Skúladótt-
ir og synir.
Hún tengdamóðir mín er fallin
frá og hefur kvatt þessa jarðvist
eftir stutta dvöl á heilbrigðisstofn-
unum hér á höfuðborgarsvæðinu.
Það er margs að minnast eftir ríf-
lega fjörutíu ára samfylgd, en hér
vil ég fyrst og fremst þakka henni
ágæt kynni og vinskap í gegnum
tíðina.
Það er ekki hægt að segja að
hún Rósa hafi farið hefðbundnar
slóðir á sinni lífsins göngu. Hún
var, jú, hér áður þessi venjulega
húsmóðir og sjómannskona og
sinnti þeim skyldum af mikilli
kostgæfni. Hún stýrði heimili fjöl-
skyldunnar í Eyjum meðan eigin-
maðurinn sinnti skipstjórnar-
störfum á hafinu kringum Ísland.
Tvær dætur fengu ást og um-
hyggju og uxu úr grasi á kærleiks-
ríku heimili. Við skilnað þeirra
hjóna fluttist Rósa í Garðabæinn
og bjó þar alla tíð síðan. Heimili
hennar bar ætíð vott um góðan
smekk, þrifnað sannrar húsmóður
og hlýju fyrir fjölskylduna. Rósa
hafði mjög ákveðnar skoðanir
enda þótt hún bæri þær ekki á
torg eða tranaði sér fram í fjöl-
menni. Henni leið best með sjálfri
sér og sínu fólki og félagsskapur
fjölskyldunnar dugði henni. Ég
var svo heppinn að næla í yngri
dótturina fyrir ríflega fjörutíu ár-
um og tókust strax með okkur
Rósu ágæt tengsl. Hún hafði
reyndar oft sérstakar skoðanir á
hlutunum og stundum gekk fólki
illa að skilja hana, enda hafði hún
áhuga á málefnum, sem aðrir
flokkuðu sem sérlyndi. Hana lang-
aði að læra flug, vildi eignast
vespu og keypti snemma bíl og
ferðaðist um landið okkar á sínum
forsendum. Þá ferðaðist Rósa er-
lendis, jafnvel ein, og án þessa að
þekkja tungumál þess lands, er
hún heimsótti. Hún byggði sér tvo
sumarbústaði með sinni eigin
framtakssemi og lagði ómælda
vinnu í þau verkefni. Allt þetta
þótti fólki sérstakt, en var Rósu
svo eðlilegt.
Rósu var lítilmagninn mjög
hugleikinn og studdi hún flest fé-
lagasamtök, sem hlúa að þeim, er
minna mega sín í samfélaginu.
Hún hafði ekki hátt um það og
vildi alls ekki þiggja þakkir eða
hrós fyrir sitt framlag. Þetta var
lagt fram nafnlaust og athygli
beint að málefninu, en ekki að
henni sjálfri. Gjafmildi hennar var
ótakmörkuð og sem betur fer nutu
margir þess. Þegar við hjónin
eignuðumst okkar fyrsta son,
barnung að árum, steig Rósa fram
og tryggði að drengurinn fengi
gott og öruggt uppeldi, enda
þroski okkar takmarkaður til að
ala upp barn. Hagsmunir barnsins
skyldu hafðir að leiðarljósi og
framtíð hans skipti mestu. Fyrir
þetta vil ég nú þakka, þegar leiðir
okkar skilja.
Eiginkona mín hefur stundum
sagt að ég og tengdamóðir mín
værum ótrúlega lík í mörgu og það
hefur mér þótt nokkuð undarlegt.
Rósa var næm á hluti, sem mér
gekk illa að skilja, enda vantrúað-
ur á flest, sem ekki lýtur lögmál-
um raunvísindanna. Þegar ég
hugsa betur um það álit eiginkonu
minnar að ég og tengamóðir mín
höfum verið nokkuð lík er e.t.v.
bara nokkuð til í því.
Að lokum vil ég þakka Rósu
tengdamóður minni samfylgdina í
fjóra áratugi. Það var margt, sem
ég lærði af henni og hún gaf fjöl-
skyldu minni ómælda ást og hlýju.
Megi minning góðrar konu lifa
með okkur.
Guðlaugur.
Hún var undurfalleg og stillt
sumarnóttin þegar elsku hjartans
mamma mín kvaddi. Ég hefði ef-
laust mátt vita að þessi bjarta ár-
stíð yrði fyrir valinu, þar sem
mamma elskaði sumarið og sólina.
Hún elskaði margt og hreifst auð-
veldlega með. Í uppvexti okkar
systranna gaf hún okkur skilyrð-
islausa ást, þolinmæði og vinskap,
sem vonandi við höfum komið
áleiðis til okkar barna og barna-
barna. Ég man aldrei eftir að
mamma hafi gefist upp á því sem
hún tók sér fyrir hendur, heldur
var hún framsýn og forvitin á alls
kyns tækni og tæki. Hún byrjaði
mjög ung að sauma, sem hún og
gerði meðan heilsan leyfði. Ég
mun seint gleyma öllum flottu
kjólunum með handsaumuðum
pallíettum eða íslenska þjóðbún-
ingnum, sem hún saumaði á mig
nánast eingöngu með nál og
tvinna. Vandvirknin var þvílík að
ekkert lét hún frá sér nema 100 %.
Mamma keypti sér líka prjónavél,
svona græju með allskonar still-
ingum sem vafðist sko ekki fyrir
henni og þær eru ófáar prjónuðu
flíkurnar sem liggja eftir hana.
Ótrúlegt en satt þá gerði hún mér
gramt í geði í kringum 1966 en þá
langaði hana svo að læra að fljúga.
Það var boðið upp á flugkennslu í
Eyjum og hún virkilega vildi prófa
en ég þá bara sex ára, orgaði úr
mér augun og lét eins og ótemja
yfir þessu uppátæki sem varð til
þess að hún flaug aldrei ein um
loftin blá. Mamma elskaði að fara
með okkur á skíðasleða þegar
snjóþungt var á vetrum, einnig
var hún dugleg að fara með okkur
út í Klauf á sumrin með nesti,
sundföt og teppi til að flatmaga á.
Ræningjaflötin var líklega einn af
hennar uppáhaldsstöðum. Þangað
fengu frænkur og vinkonur stund-
um að koma með og boltaleikir
voru spilaðir af kappi. Mamma
byggði sér tvo sumarbústaði um
ævina. Þann fyrri, Hvernukot,
byggðu þau pabbi með hjálp góðra
manna í landi Eystri Skóga undir
Eyjafjöllum þar sem mamma
gróðursetti bæði blóm og tré og
gerði fallegan stað enn fallegri.
Bústaðinn seldu þau síðar og eftir
að foreldrar mínir slitu samvistir
byggði mamma sér annan bústað,
Stórhöfða, í hlíðum Langholts-
fjalls við Flúðir þar sem hún hélt
áfram gróðursetningu og um-
hverfisfegrun. Við Gulli og strák-
arnir okkar eyddum ósjaldan
hluta úr sumri með henni á þess-
um dásamlega stað, þar sem við
gátum veitt smá hjálp við ýmis
verkefni.
Eftir Heimaeyjargosið bjó fjöl-
skyldan á fastalandinu í nokkur ár
en 1977 fluttu foreldrar mínir aft-
ur til Eyja í nýbyggt hús að Ill-
ugagötu 58. Nýja heimilið bar
merki mikillar natni og var afar
smekklegt. Mamma gerði garðinn
umhverfis húsið að sönnum lysti-
garði enda fékk hann verðlaun
fyrir fegurð.
Frá árinu 1987 bjó mamma í
Garðabæ, þar sem hún undi sér
einstaklega vel. Hún annaðist
elsta drenginn okkar, Gulla, af ást
og alúð og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát. Mamma bar mikla
umhyggju fyrir þeim sem minna
máttu sín eða áttu lítið og var allt-
af tilbúin að rétta út hjálparhönd,
sama hver átti í hlut.
Ég þakka af öllu hjarta fyrir að
hafa fengið 55 ár með elsku
mömmu minni, hlýju og fallegu
sumarkonunni sem ég sakna svo
mikið.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín,
Sædís María.
Elsku amma Rósa kvaddi á Víf-
ilsstöðum á fallegri sumarnóttu
24. júlí. Fyrir utan gluggann brá
morgunroðinn birtu á nýslegið
túnið, stillt næturloftið angaði af
alíslensku sumri og í hrauninu við
Heiðmörkina hefur lítil lóa e.t.v.
sungið inn nýjan dag. Íslenska
náttúran sem amma unni svo
mjög skartaði sínu fegursta þessa
nótt.
Á kveðjustund streyma fram
minningar um kjarnakonu sem
fékk ömmu dreka í sögunni sívin-
sælu um Jón Odd og Jón Bjarna
til að blikna í samanburðinum.
Minningar um hjartahlýja og
kærleiksríka konu sem mátti ekk-
ert aumt sjá án þess að rétta fram
hjálparhönd. Konu sem fór sínar
eigin leiðir og skeytti lítið um
troðnar slóðir.
Ég ólst upp hjá ömmu og afa á
Illugagötunni í Vestmannaeyjum.
Afi skipstjóri og útgerðarmaður,
amma sönn sjómannskona sem
bjó okkur hlýlegt heimili í landi.
Þegar amma og afi slitu samvist-
um flutti ég með ömmu í Garða-
bæinn, þá tíu ára gamall. Amma
festi kaup á efri hæð í raðhúsi í
Löngumýri sem þá var enn í bygg-
ingu og verkstýrði framkvæmd-
um af sínum alkunna myndar-
skap. Eftir að ég flutti að heiman
að loknu framhaldsskólanámi var
alltaf gott að heimsækja ömmu í
Löngumýrina. Strákarnir mínir
voru fljótir að læra inn á nammi-
skúffuna hennar ömmu Rósu,
enda ósjaldan litlum plastpokum
með hlaupi, súkkulaði eða brjóst-
sykri laumað í vasa rétt fyrir
heimför. Raunar held ég að heil
kynslóð barna í Mýrarhverfinu
hafi fengið að kynnast konunni á
22b sem alltaf lumaði á smá góð-
gæti í poka eða fimm hundruð
kalli sem vinnulaunum fyrir ýmis
smávægileg viðvik, fara út með
ruslið, slá garðinn, moka snjó af
tröppum eða reyta arfa úr blóma-
beðum. Þannig var amma og
börnin voru henni kær.
Minningarnar eru svo sannar-
lega margar. Veiðiferðirnar í
Kvernu, ferðalögin og ódrepandi
fótboltaáhuginn svo eitthvað sé
nefnt. Það er mér t.d. til efs að
margar ömmur hafi farið sem liðs-
stjórar á N1-mótið í 5. flokki. Það
sem upp úr stendur er þó hve
amma var alla tíð góð fyrirmynd,
þolinmóður leiðbeinandi og ráða-
góð með afbrigðum. Hún sagði
stundum fátt og lét þess í stað
verkin tala, en hjá henni mátti allt-
af finna öruggt skjól í lífsins ólgu-
sjó.
Elsku amma, fyrir allan þinn
kærleika, þolinmæði, stuðning og
öll þín góðu ráð fæ ég aldrei nóg-
samlega þakkað. Þú elskaðir ætíð
ferðalög og nú hefur þú lagt upp í
þína hinstu ferð. Ferð sem von-
andi ber þig á alla þá staði sem þig
dreymdi um að sjá en gafst aldrei
tækifæri til. Til Betlehem, Rúss-
lands og jafnvel til tunglsins. Eftir
stend ég og reyni að sefa sárasta
söknuðinn, veifa þér með hendur
reistar til himins og kalla bé bé.
Þú veist hvað ég meina.
Við áttum okkar síðasta spjall
kvöldið áður en þú kvaddir,
kveðjuorðin svo þungbær en samt
svo ljúf. Augun þín lokuð og önd-
unin þung, en ég veit þú heyrðir í
mér. Mér fannst ég líka heyra í
þér. Nú ertu komin í faðm ömmu
Þorbjargar, afa Snorra, Sigur-
veigar litlu systur þinnar, Himma
frænda og allra hinna sem taka á
móti þér með sömu hlýju og
hjartagæsku og þú gafst okkur
alla þína tíð.
Elsku amma mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Guð geymi þig.
Sigurgeir Guðlaugsson.
Elsku amma Rósa, okkur finnst
svo skrýtið að þú sért ekki lengur
hjá okkur og að við munum aldrei
aftur fá að heimsækja þig í Löngu-
mýrina. Þú varst alltaf svo glöð að
sjá okkur og góð við okkur þegar
við komum í heimsókn. Þú gafst
okkur líka alltaf nammi í poka
þegar við heimsóttum þig, alveg
sama hvort það væri nammidagur
eða ekki.
Okkur fannst bæði mjög gaman
og svolítið sérstakt að eiga lang-
ömmu sem hafði svona mikinn
áhuga á íþróttum, sérstaklega fót-
bolta. Þú fylgdist vel með öllum
fótbolta og spurðir okkur alltaf
hvernig hafi gengið hjá okkur
þegar við vorum að keppa. Við eig-
um allir okkar uppáhaldslið, en þú
sagðist halda með öllum, vonaðir
að öllum gengi vel og vorkenndir
þeim sem var að tapa.
Þegar þú kvaddir okkur eftir
heimsóknir til þín kysstir þú okk-
ur alltaf á hendurnar og stundum
á ennið. Nú áttu aldrei aftur eftir
að kyssa okkur. Bless og við eig-
um eftir að sakna þín mjög mikið.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Aron Fannar, Ísak Andri
og Guðlaugur Breki.
HINSTA KVEÐJA
Nú kveð ég þig í hinsta sinn
kveð með sorg og tárum.
En eitt ég veit og í huga hef
þú hverfur aldrei úr hjarta mér.
(Guðríður Sæmundsdóttir)
Hvíldu í friði, elsku
amma mín.
Hafþór Bjarni Helgason.