Morgunblaðið - 08.08.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.08.2015, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 PIPA R \ TBW A • SÍA • 1536 4 8 Forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands Háskóli Íslands leitar að öflugum stjórnanda og leiðtoga fyrir Hugvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum skólans. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir: Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, Íslensku- og menningardeild og Sagnfræði- og heimspekideild. Forseti Hugvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræða- sviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Forseti fræðasviðs ber m.a. ábyrgð á: • útfærslu og framkvæmd stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðs, • fjármálum og rekstri fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra, • gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu, • starfsmannamálum, • öflugri liðsheild og faglegu samstarfi, • tengslum við innlenda og erlenda samstarfsaðila, • stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins. Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs, netfang grj@hi.is, sími 525 5202. Umsækjendur skulu hafa: • akademískt hæfi á sviði hugvísinda sem og þekkingu og reynslu á háskóla- og/eða rannsóknaumhverfi, • leiðtogahæfileika, • metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn, • ríka samskiptahæfni, • víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun • mjög góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Nánari upplýsingar um umsóknargögn, starfið og ráðningarferlið er að finna á slóðinni: http://www.hi.is/adalvefur/forseti_hugvisindasvids Skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Helstu verkefni skrifstofustjóra eru: • Fagleg forysta í skólastarfi í grunnskólum, frumkvæði að þróun þess og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða. • Eftirlit með grunnskólastarfi og þátttaka í mati á árangri skóla. • Skipulagning og stýring á starfsemi grunnskólahluta fagskrifstofu og faglegt samstarf við skrifstofustjóra leikskóla- og frístundamála. • Þátttaka í stefnumótun í skóla- og frístundamálum í samvinnu við skóla- og frístundaráð ásamt framkvæmd og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins sem snúa að grunnskólamálum. • Þátttaka í starfs- og fjárhagsáætlunargerð grunnskóla ásamt annarri áætlanagerð. • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur. • Samstarf við opinbera aðila í skóla- og frístundamálum innan lands og utan. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. • Farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynsla af því að leiða breytingar. • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og rekstri æskileg. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og kunnátta í norrænu máli er kostur. Laus er staða skrifstofustjóra grunnskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs. Skóla- og frístundasvið annast rekstur 64 leikskóla, 36 grunnskóla og 6 frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með daggæslu í heimahúsum. Jafnframt heyrir rekstur Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöðvar, margmiðlunarvers, eins tónlistarskóla og fjögurra skólahljómsveita undir sviðið. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst nk. Laun eru skv. ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur á hæfni til þess að gegna starfinu ásamt framtíðarsýn varðandi mikilvægustu umbætur í grunnskólamálum í borginni. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Starfssvið skrifstofustjórans er m.a. að hafa forystu í fagmálum grunnskóla, þ.e. þróun starfshátta og skóla- starfs í samræmi við skóla- og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjórinn stýrir grunnskólahluta fagskrifstofu sviðsins, er næsti yfirmaður skólastjóra grunnskóla Reykjavíkur og forstöðumanna margmiðlunarvers og skólasafnamiðstöðvar og situr í framkvæmdastjórn og tilheyrir yfirstjórn sviðsins. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Norðurþing Organisti Staða organista við Húsavíkurkirkju og Snartastaðakirkju við Kópasker er laus til umsóknar. Samtals er um að ræða 75% starf en til viðbótar því er í boði starf við tónlistar- kennslu á svæðinu eftir því sem aðstæður leyfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veita Árni Sigurbjarnarson: netfang, arni@northsailing.is eða í síma 894 9351 og Pétur Helgi Pétursson: netfang petur@hvammurhus.is eða í síma 863 9318. Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.