Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Síða 4
Vilji til að breyta blóðgjafareglum Umræða um blóðgjöf karl-manna sem hafa haft mökvið aðra karlmenn (e. men who have sex with other men eða MSM) kemur reglulega upp og þá sérstaklega í kringum hinsegin daga. Samkvæmt upplýsingum frá vel- ferðarráðuneyt- inu er það vilji heilbrigðis- ráðherra að sam- kynhneigðir karl- ar geti gefið blóð líkt og aðrir, en líkt og gildi um alla blóðgjöf verði öryggi blóðþega að vera tryggt. Ráðherra hefur því ákveðið að fela Blóðbank- anum og ráðgjafarnefndinni að finna úrlausn sem geri þetta mögu- legt og leggja til breytingar á blóð- gjafareglum til samræmis við það sé þess kostur. Árið 1986 voru teknar í gildi hér á landi takmarkanir á blóðgjöfum MSM. Reglurnar voru í samræmi við þær reglur sem teknar voru í gildi víðsvegar um hinn vestræna heim í kjölfar HIV-veirunnar sem farin var að dreifast hratt, meðal annars með blóðgjöfum. Í dag er óhætt að segja að öldin sé önnur og margir viðrað þá skoð- un að slíkt bann sé barn síns tíma. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld nokk- urra landa liðkað til um þessar reglur. Stefnt er að því að endurskoða þessar reglur og sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í sam- tali við fréttastofu RÚV í desember- lok í fyrra að hann ætti von á áliti frá svokallaðri ráðgjafarnefnd um málefni blóðgjafaþjónustu í janúar á þessu ári. Álit nefndarinnar gæfi til kynna um hvort ráðlagt væri að breyta þessum reglum og heimila MSM að gefa blóð eða ekki. Álit frá nefndinni hefur ekki enn litið dags- ins ljós en hún skilaði ráðuneytinu fundargerð sem barst því 10. júní sl. Þar var fjallað um reglur sem snerta blóðgjafir og hugsanlegar breytingar á þeim. Ekki var þó um að ræða endanlegar tillögur eða sameiginlega afstöðu nefndar- manna heldur aðeins reifaðar um- ræður og áherslur þeirra. Sam- kvæmt upplýsingum frá velferðar- ráðuneytinu eru þessi mál í skoðun en engin tímamörk hafa verið sett varðandi niðurstöðu í málinu. Framhald á vinnu ráðgjafarnefnd- arinnar verður skoðað í ráðuneyt- inu á næstunni og farið yfir með formanni hver hann telji æskilegt að verði næstu skref við skoðun málsins. Áhættumat mikilvægt Ákvörðun um hvort eða hvernig reglum um blóðgjöf verður breytt mun byggjast á faglegu mati. Þegar slíkt mat ásamt tillögum liggur fyr- ir verður það heilbrigðisráðherra sem tekur endanlega afstöðu. Árið 2013 samþykkti ráðherra- nefnd Evrópuráðsins verklag sem felur í sér ákveðnar vinnureglur sem heilbrigðisyfirvöld þyrftu að fara eftir ef stæði til að breyta eða endurskoða þessar reglur. Þar á meðal er formlegt áhættumat sótt- varnaryfirvalda hvers lands. Hægt er að sjá nánar um sam- þykktina á heimasíðu Blóðbankans. Samkvæmt upplýsingum frá vel- ferðarráðuneytinu er því ekki kunn- ugt um slíka samþykkt Evrópuráðs- ins en tekur fram að rétt sé að ef breyta á reglum um blóðgjöf verði að byggja á vönduðum gögnum um smit, skimun og áhættumat og jafn- framt taka mið af gögnum frá öðr- um löndum. Þessi gögn séu aðeins fyrir hendi að takmörkuðu leyti og því þurfi að ráðast í töluverða vinnu og gagna- söfnun áður en breytingar á blóð- gjafareglum komi til greina. Ráðuneytið undirstrikar að rík áhersla sé lögð á öryggi blóðþega hér á landi og að réttur blóðþega til öryggis verði að vega þyngra en réttur einstaklinga til að gefa blóð. Breyttar reglur víða Nokkur lönd hafa fylgt þessum verklagsreglum og kortlagt áhættu af ýmsum sjúkdómum og í fram- haldi hafa sum þeirra gert breyt- ingar á reglunum á meðan önnur hafa ákveðið að breyta þeim ekki. Lönd á borð við Bretland, Japan og Ástralíu hafa leyft blóðgjöf MSM svo fremi sem þeir hafi ekki haft mök við annan karlmann í eitt ár á meðan t.d. Noregur hefur ákveðið að breyta þeim ekki. Kanada er einnig í þessum hópi en miðar við hins vegar við fimm ár. Eins hafa einstök lönd ekkert bann við blóðgjöf MSM. Þetta eru Ítalía, Mexíkó, Pólland, Portúgal, Rússland og Spánn. Athuga ber þó að í þessum löndum eru strangari og ítarlegri spurningalistar lagðir fyrir mögulega blóðgjafa. Baráttufólk samkyn- og tvíkyn- hneigðra víða um heim hafa lýst yf- ir óánægju sinni með slíkar tak- markanir þar sem að í sjálfu sér má deila um hvort slíkar liðkanir á reglum séu raunverulegur sigur fyrir samkynhneigða og tvíkyn- hneigða karlmenn eða MSM. Þeim sé enn vísað frá fyrir það eitt að vera það sem þeir eru. Formaður Samtakanna ’78 er á þeirri skoðun. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að tala um einhverja sigra í þessu. Þarna er í raun verið að gera kröfu á þennan hóp að stunda ekki kynlíf. Enn er verið að alhæfa um hópinn og gera ráð fyrir hinu og þessu. Ég spyr aftur, hlýtur ekki að þurfa að skoða frekar kynhegðunina, og þarf þá ekki að skoða alla hópa í þessu tilliti?“ Verður reglum um blóðgjöf breytt hér á landi? Getty Images/iStockphoto VILJI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA STENDUR TIL ÞESS AÐ SAMKYNHNEIGÐIR KARLAR GETI GEFIÐ BLÓÐ LÍKT OG AÐRIR. EN LÍKT OG GILDI UM ALLA BLÓÐ- GJÖF VERÐI AÐ TRYGGJA ÖRYGGI BLÓÐÞEGA. RÁÐGJAFANEFND UM BLÓÐBANKAÞJÓNUSTU ER MEÐ MÁLIÐ TIL SKOÐUNAR EN ENGIN TÍMAMÖRK HAFA VERIÐ SETT VARÐANDI NIÐURSTÖÐU Í MÁLINU. FORMAÐUR SAMTAKANNA ’78 FAGNAR ÞESSU OG VONAR AÐ MEÐ ÞESSU VERÐI ÞESSIR HÓPAR VERÐI SETTIR JAFNFÆTIS ÖÐRUM HÓPUM Í SAMFÉLAGINU OG NJÓTI ÞAR MEÐ MANNLEGRAR VIRÐINGAR. Kristján Þór Júlíusson * Ef breyta á reglum um blóðgjöf verður að byggja á vönd-uðum gögnum um smit, skimun og áhættumat og jafn-framt að taka mið af gögnum frá öðrum löndum.ÞjóðmálGUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR gunnthorunn@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 Formaður Samtakanna ’78 fagnar því að heilbrigð- isyfirvöld segist vera að skoða þetta. „Það hefur vonandi þá þýðingu að þessir hópar verði settir jafnfætis öðrum hópum í samfélaginu sem er jú það sem við almennt berjumst fyrir, að fólk njóti jafnræðis og jafnrar mannvirðingar,“ segir Hilmar Hildarson Magnúsarson, for- maður samtakanna. Hann telur bann við blóðgjöf samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra karlmanna vera barn síns tíma og segir núverandi fyrirkomulag slá sig þannig að sjálfkrafa sé gert ráð fyrir því að karlmenn sem stundi kynlíf með öðr- um karlmönnum stundi áhættusamt kynlíf og þá eigi þar með að útiloka. „En hvað með t.d. karla sem hafa eingöngu stundað öruggt kynlíf með maka sínum og hafa enga sjúkdóma- sögu? Hér eru yfirvöld að alhæfa og gera fyrirfram ráð fyrir því að kynhegðun heils samfélagshóps sé svona og svona og stimpla hann eftir því. Þar með eru send þau skilaboð að um sé að ræða ein- hvern óæðri flokk – út frá kynhneigðinni – og það gengur ekki upp í mínum huga. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig upplifun það er og hvaða áhrif það hefur á sjálfs- mynd fólks. Að ég tala nú ekki um bara svona grundvallar virðingu fyrir fólki. Ef takmarka á áhættu hlýtur að þurfa að beina sjónum að kynhegðun fólks, s.s. hvernig kynlífi viðkomandi lifir, og hvort í því felist einhver áhætta. Þá hljótum við að gera þá kröfu að jafnt skuli yfir alla hópa ganga,“ segir Hilmar. FÓLK NJÓTI JAFNRÆÐIS OG JAFNRAR MANNVIRÐINGAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.