Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 Á dögunum skaut bandarískur tannlæknirljón í Simbabve. Þetta var vinsælt ljón ogekki farið að reglum við drápið. Síðan hef- ur tannlæknirinn ekki átt sjö dagana sæla enda með dýraverndunarsamtök heimsins á bakinu. Málið hefur vakið umræðu sem spunnist hefur í margar áttir. Þar á meðal hefur verið fjallað um réttmæti sportveiðimennsku. Á Íslandi skemmta menn sér við veiðar. Þeir eltast við rjúpu á haustin, skjóta hreindýr og gæs, að ógleymdum laxinum og silungnum sem margir veiða sér til ánægju. Svo er það sjóstangaveiðin. Sjálfur þekki ég ánægjuna af henni. Bæði við að draga þann gula úr sjó í góðum félagsskap undir íslenskum bláhimni og síðan að neyta hans, helst með heimaræktuðum kartöflum og salati. Himneskt. Það er óneitanlega eitthvað sérstakt við þetta. Fiskinn, salatið og kartöflurnar er vissulega hægt að kaupa úti í búð og spara sér mikla fyrirhöfn. En það er ekki það sama. Það er nefnilega sam- hengið allt sem þarf að horfa til. Veiðimennirnir láta sér ekki nægja soðna villi- bráðina. Þeir grafa og reykja og síðan er smakkað og kjamsað og spjallað. Er betra að reykja silung- inn svona en ekki hinsegin? Mörgum finnst jólin ósköp rýr án rjúpna. Allt er þetta spurning um hefðirnar sem við erum alin upp við. Í seinni tíð hefur verið gerð mikil tilraun sem gengur út á að skapa nýjan sið í veiðimennskunni; innleiða þá hefð að veiða sér aðeins til skemmt- unar, ekki til matar. Þannig er það í mörgum lax- veiðiám að veiðimanninum er gert að sleppa þeim fiski sem bítur á agnið. Þetta er gert að sögn til að vernda laxastofninn. Það er gott og göfugt markmið. En einhvern veg- inn finnst mér við þarna komin út á ranga braut. Skemmtunin er þá bara að fanga bráðina. Blá- himinninn er vissulega enn til staðar og félags- skapurinn við náttúruna og vinina. En síðan ekki söguna meir. Er virkilega í lagi að setja öngul í lax og þreyta hann þar til hann er örmagna og nær dauða en lífi; láta hann síðan lausan til þess eins að bíða eftir næsta sportveiðimanni sem endurtekur leikinn? Ég spurði eitt sinn einn kunnasta baráttumann Íslands fyrir viðgangi laxastofnsins og þá jafn- framt gegn ofveiði í hafi úti og í laxveiðiánum. Fyndist honum þetta vera í lagi; að veiða ein- göngu sér til skemmtunar en ekki til matar. Væri þetta góð meðferð á dýrum? „Hefurðu spurt laxinn?“ svaraði hann að bragði. „Ég held að hann vilji frekar láta sleppa sér en drepa sig.“ Ég sannfærðist ekki. Hefurðu spurt laxinn? * Er virkilega í lagi aðsetja öngul í lax ogþreyta hann þar til hann er örmagna og nær dauða en lífi; láta hann síðan lausan til þess eins að bíða eftir næsta sportveiðimanni sem endur- tekur leikinn? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Það hefur varla farið framhjá nein- um, fátið í kringum veitingastaðinn Dunkin’ Donuts sem var opnaður á Laugaveginum í vikunni. Yfir tvö hundruð manns biðu við dyrnar þegar staðurinn var opnaður kl. 9 um morgun á miðvikudaginn síð- asta. Röðin myndaðist síðan áfram dag eftir dag og margir virtust sólgnir í kleinuhringi. Samfélags- miðlar loguðu eins og gefur að skilja og notuðu margir kassa- merkið #röðin. Þorsteinn Guðmundsson leikari tísti um kleinuhringina þó að hann hafi smakkað á öðru- vísi tegund af kleinuhringjum. „Sem offitusjúklingur mun ég, í til- efni dagsins, gæða mér á kleinu- hringjum sem ég klippi út úr harð- fisk.“ Baggalúturinn og annar um- sjónarmanna sjón- varpsþáttarins Orðbragðs, Bragi Valdimar Skúla- son, talaði um annars konar rað- ir: „Besta #röðin mín: 1) Kandífloss, EuroDisney 2) Whitesnake, Reiðhöllin 3) Klóið, Kaffibarinn 4) Þeytivindan, Hveragerði 5) Sýslumaðurinn, KÓP.“ Einnig tísti hann smá leyndarmáli um sjálf- an sig: „Tíhíhí, enginn veit að ég er í röðinni haganlega dulbúinn sem bleikur bekkur. #röðin.“ Nanna Elísa Snædal blaða- maður velti fyrir sér hvort ástina væri að finna í umræddri kleinu- hringjaröð. „„Maður var því alveg að kynnast fólki með sömu ást á kleinuhringjum.“ Og ég er að leita að ástinni á djamminu?! #röðin.“ Atli Fannar Bjarkason, rit- stjóri Nútímans, var auðmjúkur í garð þeirra sem fóru í röð til að fá kleinuhring. „Ber ómælda virðingu fyrir fólkinu í #röðin. Gæfi mikið fyrir að vera svona ónæmur fyrir áliti annarra. Án gríns.“ AF NETINU Laugardaginn 8. ágúst og sunnudaginn 9. ágúst, klukkan 20.00, snýr leikhópur Patriciu Pardo aftur í Frystiklefann með sýningu sína Marx the Fandango. Sirkús, fimleikar, trúð- leikur og tónlist blandast saman í fjölskyldu- vænni skemmtun. Alir eru velkomnir og áhorfendur ráða miðaverðinu sjálfir. Leikhópurinn sýndi sýninguna Comissura í Frystiklefanum í fyrra og hlaut mikið lof fyrir. Spænsk leiksýning Singimar á sunnudag Djasstónleikar í Norræna húsinu um helgina. Sunnudaginn 9. ágúst verða pikknikk tón- leikar í Norræna húsinu klukkan 15.00. Ingi Björn Skúlason píanóleikari og Þór Matthíasson kontrabassaleikari úr djass- þjóðlagasveitinni Silfurberg spila allt frá sænskri þjóðlagatónlist til argandi djass- tónlistar fyrir gesti. Söngkonan Jóhanna Elísa Skúladóttir er sérstakur gestur. Vettvangur Tónlistarmaðurinn Gunnar Birgis hyggst gefa út sitt þriðja lag á mánudaginn næstkomandi. „Þetta nýja lag er gjörólíkt því sem hefur komið frá mér áður og ég er klárlega að fara nýjar og spennandi leiðir. Helsta breytingin er sú að lagið er sungið á íslensku, sem er mjög spennandi,“ segir Gunnar í samtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Nýja lagið ber titilinn „Einfaldlega ást“ og snúa þeir Gunnar og Örlygur Smári saman bök- um við vinnslu lagsins, en það var til að mynda Örlygur sem stakk upp á því að lagið yrði sung- ið á íslensku. Gunnar semur texta lagsins í sam- starfi við móður sína. „Ég er mjög sáttur við útkomuna, til dæmis hvernig íslenskan kom út, og er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Gunnar. „Lagið er líka í allt öðrum dúr en hin tvö og önnur tónlistarstefna í gangi. Ég var frekar að gera nútíma „R&B pop“-tónlist en það er meiri svona klassísk dæg- urlagastemning í þessu nýja lagi, ef svo má segja,“ segir Gunnar en tekur fram að erfitt sé að lýsa hinni nýju stefnu með góðu móti. „Ég vil náttúrulega semja og þróa minn eigin stíl og þess vegna er erfitt að stimpla lagið á einhverja eina stefnu. Ég vil bara gera flotta og einlæga tónlist sem hefur mikla þýðingu fyrir mig.“ Gunnar hefur verið að semja tónlist í tæp þrjú ár, en auk þess sem hann syngur og semur stefnir hann á nám í Háskólanum í Reykjavík í haust. Ástríðuna segir hann hins vegar vera í tónlist. „Ég er nýr í tónlistinni en stefni á að halda áfram. Auðvitað stefnir maður að því að gera það sem maður elskar eins lengi og maður getur.“ „Einfaldlega ást“ á döfinni Lagið „Einfaldlega ást“ verður í öðrum dúr en fyrra efni Gunnars, enda önnur tónlistarstefna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.