Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Síða 10
Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is *Það er almannleg reynsla að langflestum heilbrigðum mönn-um nægja endurminningar um mömmu eða ömmu til aðrenna grundvelli undir lífsviðhorf og breytniviðmið síðar á ævinni. Jón Sigurðsson fv. ráðherra á Pressan.is Það var mikill vandi að geraHúsið að byggðasafni hér-aðsins. Þetta er í raun að- alsafngripur Árnessýslu og meðal merkustu menningarverðmæta sem við varðveitum á landsvísu,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggða- safns Árnesinga á Eyrarbakka. Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Byggða- safnið sem hefur verið með starf- semi sína og sýningar í safninu frá 1995 ætlar að minnast þeirra tíma- móta með samkomu á morgun, 9. ágúst, og hefst hún klukkan 14. Á samkomunni verða flutt erindi og tónlist tengd Húsinu. Lotning fyrir mikilli sögu Húsið var byggt af Almenna versl- unarfélaginu í Kaupmannahöfn ár- ið 1765 sem árið áður hafði fengið einkarétt á verslun á landinu. Á vegum félagsins var danskur reynslumikill kaupmaður, Jens Lassen, ráðinn forstöðumaður á Eyrarbakka. Jafn- framt var gefin út heimild til að setja niður á verslunarstaðina íbúðarhús fyrir kaupmennina í þeirri viðleitni yf- irvalda í Danmörku að efla versl- unarlíf og bæta hag Íslendinga. Fimm hús voru flutt tilsniðin til landsins og voru flest sett upp á Vestfjörðum. Þau eru tvö eftir í dag, Húsið og Faktorshúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði. „Ég man vel þegar ég kom í Húsið með stjórn Byggðasafns Ár- nesinga haustið 1993 þegar Auð- björg Guðmundsdóttir bjó þar enn. Mín fyrstu viðbrögð voru lotning fyrir þessari miklu sögu sem hús- inu fylgir, sögu um fólk sem þar bjó og hafði mikil áhrif á sam- félagið. Það eru ekki allir safn- menn svo heppnir að geta boðið upp á sýningu í 18. aldar húsi og í því liggur styrkleikinn. Umhverfis Húsið er svo þétt byggð timbur- húsa sem byggð voru á tímabilinu 1880 til 1930 og markar þorpinu Eyrarbakka sunnlenska sérstöðu,“ segir Lýður sem telur flutning safnsins frá Selfossi á Eyrarbakka hafa verið góða ráðstöfun. Aðsókn hafi aukist mikið þá strax. Nú heimsæki um 5.000 gestir safnið árlega og þar eru útlendingar í meirihluta yfir sumartímann. Í dönskum stíl Ekki er vitað hverjir byggðu Hús- ið. Talið er víst að það hafi verið danskir smiðir, en Þorgrímur Þor- láksson múrari á Bessastöðum hlóð reykháf, eldstæði og bak- araofn. Húsið er svonefnt bol- hús,12,7x9 metrar að grunnfleti, með rennisúð á þaki. Að skipulagi EYRARBAKKI Litu með lotningu á Húsið HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Á SÉR MERKA SÖGU. UM HELGINA ER HALDIÐ UPP Á 250 ÁRA AFMÆLI HÚSS- INS, SEM NÚ HÝSIR SAFN OG ER UM MARGT EIN- KENNISMYND ÞORPSINS VIÐ STRÖNDINA. Húsið setur sterkan svip á Eyrarbakka, en byggingastíllinn í bænum minnir marga og það réttilega, á menningararfleið. Í glæsilegri stássstofu Hússins á Eyrarbakka, eins og hún lítur út í dag. Lýður Pálsson UM ALLT LAND HÚNAÞINGVESTRA Rúmlega 100 milljónum króna verður varið á næstunni ferðamannastöð umsjón Minj er úr 850 m að stofna til ve Meðal staða þar Vesturhópi í Hú hleðslur og minjar.ÐAVÍK Krafa er sett fram í bókun rsa tjó að staðið verði við áætlun Dýrafjarðarganga og á fjár verði peningar til að hefja byggingu á Dynjandisheiði. Sveitarst minnir einnig á nauðsyn þess að i Seyðisfjörð í Djúpi, sem s ÞINGVELLIR Á síðustu vikum hefur uppsetningu á vegví Þingvöllu að v ha ÞINGEYJARSVEIT Breytingar verða í skólamálum Þingeyjarsveit í haust, en búið e að loka starfsstöð Þingeyjarskó að Litlu Laugum. Nú verða tv- grunnskólar í sveitarfélaginu, Þingeyjarskóli á Hafralæk ósavatnsskarði. JóhanLj i 1. ágúst sl.skólastjór REYKJANESBÆR Hugmynd um nýjan innan Hvassahrauni er óskiljanle bókun bæjarráðs Reykjan 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.