Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Síða 29
9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Gefið ykkur alveg heilan dag í þessa uppskrift því að hvert lag þarf að frjósa áður en næsta lagi er hellt yfir. Magn: 6 stk. 300 ml kókosmjólk 100 ml hlynsíróp Nokkrir dropar náttúrulegir matarlitir eftir smekk (t.d. frá Indian Tree) 6 frostpinnaspýtur Hrærið kókosmjólkinni saman við hlynsírópið. Skiptið vökv- anum í sex jafnstórar einingar (t.d. í sex glös). Setjið nokkra dropa af matar- litum (eftir smekk) í hvert glas og hrærið mjög vel. Til að útbúa fjólublátt blandið þið rauðum og bláum saman og til að fá grænan blandið þið bláum og gulum saman. Til að fá appelsínugulan blandið þið rauðum og gulum. Gott er að merkja íspinnaformið þannig að þið séuð með sex jafn- stór bil á forminu. Hellið fyrst fjólubláa litnum og látið hann nánast frjósa alveg en áður en hann frýs í botn, stingið þá frostpinnaspýtunni í miðjuna svo að hún standi vel upp úr forminu. Hellið svo bláa litnum og látið frjósa, svo græna, gula, appelsínugula og að lokum þeim rauða. Gott að hafa í huga: Nota má spirulina í staðinn fyrir græna litinn, maukað mango í staðinn fyrir appels- ínugula litinn og maukuð jarðar- ber í staðinn fyrir þann rauða. Minnkið kókosmjólkina þá sem ávöxtunum nemur. Pride-pinnar Sigrúnar Ljósmynd/Sigrún Þorsteinsdóttir BOTN 1 mjög stórt egg eða 2 mjög lítil 120 hrásykur 40 g maizena-mjöl 40 g spelti, fínmalað 1 tsk. vínsteinslyftiduft Smá klípa kókosolía KREM 800 g hreinn rjómaostur 440 g erythritol-flórsykur (eða fínmalaður hrásykur) Hrærið eggið/eggin í hrærivél ásamt hrásykrinum þangað til létt og ljóst. Hrærið saman maizena- mjöli, spelti og vínsteinslyftidufti og bætið varlega út í hrærivélaskálina. Veltið til með sleikju. Hellið í 21 cm ferkantað form (eða kringlótt smelluform ef þið viljið frekar). Gott er að smyrja botninn með svolítilli kókosolíu. Bakið við 175 °C í um 15-18 mínútur. Á meðan kakan bakast skuluð þið útbúa kremið: Setjið rjómaost og erythritol-flórsykurinn í hræri- vél og blandið vel. Kælið í a.m.k. 30 mínútur. Skiptið kreminu í sex jafn- stóra skammta (gott að nota litlar skálar) og hrærið matarlitum út í. Hafið kremskálarnar allan tímann í kæliskáp ef þið eruð ekki að með- höndla kremið því það linast fljótt. Þegar kakan hefur kólnað skuluð þið skipta henni (getið skorið laus- lega með hníf ofan í hana) í sex jafn- stóra hluta. Setjið kremið í sprautu- poka og sprautið mynstri á kökuna. Geymið kökuna í kæliskáp, kremið linast fljótt við stofuhita. Athugið að það verður þó nokk- ur afgangur af kreminu en útbúa má fallegan ís úr því. Hrærið tvö egg, skiptið á milli kremskálanna og hellið út í ísform. Pride-kaka Sigrúnar Ljósmynd/Sigrún Þorsteinsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir er mikill matgæðingur, en húnheldur úti síðunni cafesigrun.is þar sem hún deilir hollustuuppskriftum. Hún lætur hátíðarhöld Hinsegin daga ekki fara framhjá sér og notar tæki- færið til að vera bæði litrík og hugmyndarík. Hún býr til nýjar uppskriftir árlega fyrir þennan sérstaka dag og hefur gert frá 2007. Í ár ætlar hún að baka köku og gera frostpinna og deilir upp- skriftum sínum með lesendum. Ekki hollasta kakan á vefnum Sigrún eldar allan mat sinn frá grunni og passar vel upp á holl- meti fæðunnar en víkur aðeins frá reglunni einstaka sinnum og segir kökuna kannski ekki vera það hollasta í heimi. „Þetta er mjög þunnur svampbotn sem ég nota stundum í neyð, en venjulega er ég ekki mjög hrifin af þeim. Þetta er ekki hollasta kakan á vefnum en skemmtileg engu að síður og ég nota ávallt náttúrulega mat- arliti. Einnig inniheldur kremið engan sykur, en í það nota ég erýtrítól í staðinn fyrir hrásykur,“ segir hún. Hún leggur mikla vinnu í undirbúninginn. „Ég er lengi að hugsa þær því að ég get aðeins gert kaldar uppskriftir, þ.e. ekki bakað neitt með litum af því að ég nota náttúrulega matar- liti sem halda sér ekki í bakstri. Þetta eru því svolítil heilabrot ár hvert,“ segir Sigrún. Hún segir þetta sína leið til að sýna barátt- unni stuðning. Tími til að vera litríkur Sigrún Þorsteinsdóttir lætur ekki Hinsegin daga fara framhjá sér og býr til sérstaka rétti fyrir þennan sérstaka dag. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.