Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Side 38
F yrir margt löngu þrefuðu menn um ákvörðun sem Reykjavíkurborg hafði tekið og deildu um hversu vel lukkuð hún var. Verjandi hennar benti á, að málið hefði verið samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum í borgarstjórn Reykjavíkur. Einn af virtustu embættismönnum borgarinnar á þá að hafa getið þess, að sagan sýndi að þær ákvarðanir sem teknar væru án ágreinings, svo ekki væri minnst á þegar hver einasti borgar- fulltrúi hefði sagt já, hefðu yfirleitt reynst mun verr en aðrar ákvarðanir. Ekkert skal fullyrt um, hversu mikil alvara var á bak við þessa staðhæfingu, en óneitanlega koma fljótt nokkur dæmi upp í hugann. Ekki hnífur á milli Það voru fréttir af fundahöldum utanríkismála- nefndar Alþingis sem vöktu þessi hugrenningar- tengsl. Í þeim fréttum var þess ítrekað getið að nefndin hefði verið algjörlega einhuga um að standa áfram að refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Það voru eiginlega helstu rökin fyrir niðurstöðunni að um hana hefðu allir verið sammála. Talsmaður Bjartrar framtíðar sagðist raunar fagna því að samþykktir um efnahagsþvinganir væru ekki til sölu. Það minnti á frægt dæmi úr seinni tíma sögu þegar að þingmaður Borgaraflokks sagðist, á dögum ríkisstjórnarinnar 1988-1991, hafa tilkynnt þáverandi forsætisráðherra að hann (þingmaðurinn) væri ekki lengur til sölu! Og nefndarmaður pírata sagði: „Við stöndum áfram með þeim ríkjum sem við höfum alltaf staðið með þegar kemur að viðskiptaþvingunum.“ Seinni yf- irlýsingin undirstrikar að við tökum ekki sjálfstæða afstöðu til álitaefnis, sem þó varðar íslenska hags- muni miklu. Margoft hefur verið rætt í bandaríska stjórnkerfinu að rétt væri að forsetinn beitti Íslend- inga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða þeirra. Myndu píratar sjálfkrafa styðja það? Því má skjóta hér inn í að stundum var látið eins og Ísland hefði verið, eins og t.d. Danmörk, í hópi ríkja sem stóð í árás á Írak árið 2003. Það er alrangt. Hins vegar var gefin stuðningsyfirlýsing við aðgerðir bandamanna gegn Írak þegar ákvarðanir um hernaðinn lágu fyrir. Í umræðu um hina pólitísku yfirlýsingu, sem skuldbatt Ísland ekki á neinn hátt, var stundum bent á, að þarna ættu tveir hefðbundnir bandamenn Ís- lands í hlut. Það þótti gagnrýnendum yfirlýsingar- innar þá lítið innlegg í málið. En Ísland hefur vissulega tekið þátt í efnahags- legum refsiaðgerðum gegn ríkjum. Áður fyrr varð að ákvarða þá þátttöku með lögum. En árið 2008 voru settar í lög heimildir til framkvæmdavaldsins til að ákveða efnahagslegar þvinganir, að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Samþykki nefndarinnar er ekki áskilið. Lögin bera það með sér að einkum er hugsað til samþykkta Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna í þessu sambandi, þótt heimildin til stjórnvalda gangi vissulega lengra. Aðdragandinn Öllum er kunnugt um, hvaða aðdragandi var að efnahagslegum þvingunum gagnvart Rússlandi. Ólga hafði farið vaxandi í Úkraínu og beindist hún ekki síst að þáverandi forseta landsins, en hann og ríkisstjórn hans voru talin höll undir stjórnvöld í Moskvu og andvíg nánari tengslum við Evrópusam- bandið, meðal annars fullgildingu samstarfssáttmála við það, sem meirihluti var fyrir í þinginu. Í nóvember 2013 hófust mótmæli í miðborg Kiev, sem þróuðust ört yfir í óeirðir og loks í byltingu, þar sem Janúkóvítsj forseta var bolað úr embætti og hann hrakinn á flótta. Fyrir meðalgöngu Rússa og ESB hafði forsetinn skömmu áður samþykkt að flýta forsetakosningum um ár. Sá samningur varð að engu. Og löglega kjörnum forseta var steypt. Ekki er ágreiningur um það, að Evrópusambandið og að nokkru Bandaríkin misstu ástandið í Úkraínu út úr höndum sínum, enda láku út upplýsingar um mjög mismunandi áherslur þeirra. Og ESB og Bandaríkin hafa heldur ekki í framhaldinu staðið undir væntingum nýrra valdhafa í Kiev, þ.m.t. um fjárhagslegan og einkum hernaðarlegan stuðning. Ástandið í Úkraínu er mjög bágborið. Krímskagi sameinaðist Rússlandi á ný eftir umdeilda þjóðar- atkvæðagreiðslu þar. Í austurhluta landsins, sem löngum var bakland hins burtflæmda forseta, er meirihluti íbúa á stórum svæðum hlynntur nánara samstarfi við Rússa og stjórnin í Kreml styður (án þess að viðurkenna það) vopnaða baráttu þeirra fyrir sjálfstæði sem hvíldi á nánum tengslum við Rússland. Virka efnahagsþvinganir? Ekki verður endilega sagt að efnahagsþvinganir séu ætíð áhrifaríkt tæki til að ná markmiðum þeirra sem Ákvarðanir full- valda ríkis eru ekki sóttar í sjálfsalann * Ekki hefur verið upplýst hvortfyrir liggi í utanríkisráðuneyt-inu skýrsla um það, hvaða efnahags- lega áhætta fylgdi því að bjóða Ísland fram sem sjálfboðaliða í refsiaðgerð- um. Slík skýrsla hlýtur þó að liggja fyrir og hafa verið kynnt í ríkisstjórn landsins áður en tillögur ráðherrans um refsiaðgerðir voru samþykktar. Reykjavíkurbréf 07.08.15 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.