Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Qupperneq 56
SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2015 Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Glæsileg lína frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og handverk fara saman Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Við erum stolt af hverju smáatriði Söngkonan ástsæla Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, fagnar sextugsafmæli laugardaginn 8. ágúst. Hún ætlar að eyða deg- inum í faðmi fjölskyldunnar og bjóða ættingjum heim í veislu. „Þetta verður nú ósköp lítið á morgun, en ég mun svo gera þessu veglegri skil í Hörpu 13. september þegar ég verð með afmælistónleika í Eld- borg,“ segir hún. „Ég mun fara með áhorfendur í ævintýraferð um all- an minn feril. Fyrir hlé verð ég á klassísku nótunum en eftir hlé verð- ur poppið og dægurlögin með Spilverkinu,“ útskýrir hún. Diddú ætlar sjálf að sjá um veitingar á afmælisdaginn og mun bjóða upp á humar og lamb. „Já, þetta verður fínerí og kruðerí og ég mun eyða deginum við eldavélina,“ segir hún. Diddú veit ekki hvað hún fær í afmælisgjöf en veit hvað hún vill. „Ég hef sagt öllum að mig van- hagar ekki um neitt og best er að fá knús frá þeim. Það er flottasta af- mælisgjöfin og notalegust,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn FAGNAR SEXTUGSAFMÆLI Knús er besta gjöfin Morgunblaðið/Þorkell Diddú ætlar að bjóða fjöl- skyldunni upp á „fínerí og krúðerí“ á afmælisdaginn en fagnar svo með þjóð- inni í Hörpu í haust. „Ég reyndi að halda allri minni eftirtekt vakandi, er ég leit þennan öldung, því að aldrei fyrr hef ég séð svo gamlan mann. Hafi ég búizt við einhverju alveg ótrú- legu, þá var raunin önnur. Kristján er mjög áþekkur fjölda gamalla manna, sem ég hef séð og virðist geta verið 75 til 85 ára.“ Þannig kemst blaðamaður Morgunblaðsins að orði í forsíðufrétt 9. ágúst 1955 en viðmælandi hans var elsti karlmaður landsins, Kristján Jóhann Jónsson, bóndi í Lambanesi í Fljótum, sem hélt upp á aldarafmæli sitt sama dag. „Grínið og glettnin glampar í hverri hrukku og gneistar af hverjum skeggbroddi. Ég held, að ég hafi aldrei fyrr hitt jafn gáskafullt gamalmenni,“ segir einn- ig. Kristján var farinn að tapa sjón og heyrn en var ern að öðru leyti og lét móðan mása í samtalinu. Talið barst meðal annars að unga fólkinu. „Einu sinni var hér stúlkukind, sem brá sér til Siglufjarðar með bíl, sem í voru tveir menn, annar giftur en hinn ógiftur,“ sagði Kristján. „Fór hún á föstudegi og kom ekki aftur fyrr en á mánudegi. Heldur þótti mér hún léttúðug. Mér þykir unga fólkið vera heldur hviklynt og kunna heldur lítið til verka nú til dags. Það kann varla að raka og slá.“ GAMLA FRÉTTIN Gáskafullur öldungur Kristján Jóhann Jónsson í Lambanesi varð hundrað ára fyrir sextíu árum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Plastsvanur og kríaKríurHettumávar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.