Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 4
*Ótal aðilar koma að Menningarnótt og er heildarumfanghátíðarinnar miklu meira en framlagi Reykjavíkurborg-ar og helstu styrktaraðila nemur. ÞjóðmálSIGURÐUR TÓMASSON sigurdurt@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Hvað kostaði Menningarnótt? Í ár nam heildarframlagReykjavíkurborgar til Menn-inganætur um 26,7 milljónum króna. Sú upphæð kann að telj- ast lág í samanburði við umfang hátíðarinnar en heildarumfangið hefur aldrei verið kannað í henn- ar sögu, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, sviðsstjóra Menn- ingar- og ferðamálasviðs Reykja- víkurborgar. „Menningarnótt er þátttökuhátíð og gríðarlega margir aðilar koma að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Út- gjöld Reykjavíkurborgar til há- tíðarinnar gefa því mjög tak- markaða mynd og það er mikilvægt að kanna heildar- umfang hátíðarinnar,“ segir Svanhildur. Fyrir utan Reykja- víkurborg koma ótal aðilar að hátíðinni, bæði stórir og smáir, allt frá Landsbankanum og Vodafone niður í minnstu kaffi- hús og bókabúðir. Það er því mikið verk að kanna heildar- kostnað hátíðarinnar en það er áhugavert að varpa ljósi á stærstu kostnaðarþættina hjá Reykjavíkurborg og stóru styrkt- araðilunum, sem hér verður reynt að gera. Stærstu kostnaðarliðir borg- arinnar lágu hjá Umhverfis- og skipulagssviði, sem þau meta á um 9 milljónir króna og hjá Menningar- og ferðamálasviði, sem voru tæplega 17,7 milljónir króna. Undir Menningar- og ferðamálasviði er Höfuðborg- arstofa sem er aðalskipuleggjandi Menningarnætur og námu heild- arútgjöld hennar tæplega 16,7 milljónum króna. „Hlutverk Höf- uðborgarstofu er fyrst og fremst að halda utan um það sem gagnast öllum, kynningarmálin og öryggismálin og þess háttar. Stuðningur Höfuðborgarstofu fólst einnig í styrkjum til lista- manna og aðila sem halda úti viðburðunum, eins og hjálp með leigukostnað á hljóðkerfum og slíku,“ segir Svanhildur. Stuðningur til atburða frá Höf- uðborgarstofu nam um 9,8 millj- ónum króna þegar styrkur frá Landsbankanum er dreginn frá. Afgangur kostnaðar Höfuðborg- arstofu var launakostnaður vegna undirbúnings hátíðarinnar og vegna ýmissa öryggismála sem lögreglan sá ekki um. Launa- kostnaðurinn nam um 6,8 millj- ónum eða u.þ.b. 40% af heildar- framlagi sviðsins til hátíðarinnar. Umhverfis- og skipulagssvið hafa séð um þá þætti Menning- arnætur sem liggja í nafni stofn- unarinnar en þau sjá t.d.um lok- un gatna, hreinsun og þrif. Um 70 manns eru við vinnu yfir helgina og því er kostnaður stofnunarinnar fyrst og fremst launakostnaður. Fleiri opinberir aðilar komu þó að hátíðinni en Reykjavíkurborg ein. Strætó bauð upp á ókeypis ferðir niður í miðbæ og lög- reglan var að vanda með mikinn útbúnað. Upplýsingar um kostnað þeirra liggja þó ekki enn fyrir. Ríkisútvarpið, eða Rás 2 öllu heldur, sá einnig um tónleikana á Arnarhóli. Margir stórir styrktaraðilar Ótal atriði voru á boðstólum fyr- ir sækjendur hátíðarinnar og þrátt fyrir að Höfuðborgarstofa hafi lagt beint fram 9,8 milljónir til ýmissa atburða náði stuðning- urinn aðeins til lítils hluta af öll- um atburðunum. „Viðburðirnir eru samtals á fimmta hundrað og beinir styrkir Reykjavík- urborgar ná til minna en hund- rað aðila,“ segir Svanhildur. Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar í ár voru Landsbankinn og Voda- fone. Styrkur Landsbankans fólst í því að bankinn lagði 3 milljónir króna í Menningarnæturpott Landsbankans eins og undanfarin ár. Höfuðborgarstofa sá svo um að úthluta úr pottinum til fjölda viðburða, frá 50.000 krónum upp í 200.000 krónur á atriði. Eins og síðustu ár sá Voda- fone um flugeldasýninguna sem í ár bar heitið Stjörnubrim. Hún var sett upp af danshöfundinum Sigríði Soffíu Níelsdóttur þriðja árið í röð og vakti mikla lukku. Aðspurðir vildu Vodafone-menn ekki tjá sig nákvæmlega um kostnað vegna flugeldasýning- arinnar en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nam hann rúm- lega 3 milljónum króna. Fram- lagið fer ekki um Höfuðborg- arstofu heldur beint til Hjálparsveitaar skáta í Reykjavík sem sér um sýninguna. Hluti af framlagi Höfuðborg- arstofu fór til tónleika Bylgj- unnar í Hljómskálagarðinum og til tónleika Rásar 2 á Arnarhóli en þó var ekki um verulegt hátt framlag að ræða heldur stóðu út- varpsstöðvarnar sjálfar undir kostnaðinum að mestu. Tónleikar Bylgjunnar kostuðu um 2 millj- ónir króna og tónleikar Rásar 2 kostuðu um 7 milljónir króna, samkvæmt tölum frá fyrirtækj- unum tveimur. Menningarnótt 2015 Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNINGARNÓTT ER STÆRSTA MANNAMÓT Á ÍSLANDI OG GERÐU UM 120.000 MANNS SÉR FERÐ Í MIÐBÆINN SÍÐUSTU HELGI TIL AÐ NJÓTA ÞEIRRA VIÐBURÐA SEM Í BOÐI VORU. Í TUTTUGU ÁRA SÖGU MENNINGARNÆTUR HEFUR HEILDARKOSTNAÐURINN ÞÓ ALDREI VERIÐ TEKINN SAMAN. Menningarnótt er orðinn fastur liður í lífi borgarbúa og nærsveitunga. Í ár var hátíðin haldin í tuttugasta sinn og vætan kom ekki í veg fyrir að fólk kíkti í bæinn. Ætla má að tekjur Bílastæða- sjóðs af fjársektum vegna stöðu- brota, þ.e.a.s. ólöglegri lagningu bíla, á Menningarnótt hafi numið rúmlega 9 milljónum króna í ár. Það er um helmingi meiri fjár- hæð en árið 2014 þrátt fyrir að stöðubrotum hafi fækkað á milli ára úr 1060 í 1012. Ástæða þess að tekjurnar jukust svo mikið er að fjársektin var tvöfölduð, úr 5.000 krónum í 10.000 krónur. Sé sektin greidd innan þriggja daga er afsláttur veittur upp á 1.100 krónur og breyttist hann ekki í krónum þrátt fyrir að sektin væri aukin. Að sögn Kol- brúnar Jónatansdóttur, fram- kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, borga um 60% fólks innan þriggja daga og nýta sér 1.100 króna af- sláttinn. „Það eru mikil von- brigði hversu margir leggja ólög- lega en ég vænti þess að það lagist með tímanum. Ökumenn eiga eftir að átta sig betur á hækkuninni og svo má kynna málin betur,“ segir hún. TEKJUR BÍLASTÆÐASJÓÐS JUKUST MIKIÐ Skemmtiatriðin eru fjölbreytt en fáum er þó skemmt yfir sektunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.