Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 13
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Fjölbreytt menningardagskrá verð- ur í Höfnum á Reykjanesi um aðra helgi, sunnudaginn 6. september, á sama tíma og Ljósnótt í Reykja- nesbæ er haldin. Dagskrá verður í þorpinu milli kl. 13 og 18 og verður margt í gangi. Í félagsheimilinu er listsýning Hafnarbúanna Helga Hjaltalín Eyjólfssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur. Þá verður á sama stað sagnastund tengd Höfnum. Enginn aðgangseyrir er að þess- um viðburði, en ágóði af kaffisölu rennur til styrktarsjóðs Kirkjuvogs- kirkju. Hún er byggð 1860-1861 og er elsta kirkja á Suðurnesjum. Hún var gerð upp árið 1970-1972 og þjónar enn Hafnarbúum. Á milli 16.00 og 17.20 verða Elíza Geirs- dóttir Newman, Gísli Kristjánsson og Bjartmar Guðlaugsson með tón- leika í kirkjunni. Það er frír að- gangur á tónleikana og allir vel- komnir. Hafnir, sem eru hluti af Reykja- nesbæ, eru á leiðinni frá Fitjum í Njarðvík suður að Reykjanesvita. Hafnir byggðust upp í kringum mikið útræði, sem svo lagðist af þegar aðstæður breyttust. Því hefur breyst í bænum, þar sem nú búa alls um 100 manns. HAFNIR Menning í þorpinu Kirkjuvogskirkja, elsta guðshús á Suðurnesjum setur svip á þorpið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vinnubrögð í rennismíði hafalítið breyst þó árin líði. Semfyrr snýst þetta um að koma stykkjum fyrir í bekknum, láta hann snúast og sverfa hlutina til svo allt smelli saman. Allt þarf að vera hárnákvæmt. Þetta er endalaus barátta við millimetra og þaðan af minni stærðir,“ segir Björn Jensen rennismiður á Sel- fossi. „Sem stákur átti ég skelli- nöðru sem var sífellt að bila og í sveitinni kom í hlut unglingsins að sjá um dráttarvélarnar og lagfæra það sem hægt var. Því kom af sjálfu sér að ég legði járniðn fyrir mig.“ Í júníbyrjun voru 60 ár síðan Björn hóf feril sinn í rennismíði. Það var 6. júní 1955 sem hann byrjaði hjá Kaupfélagi Árnesinga sem þá rak eitt stærsta vélaverk- stæði landsins. Þar starfaði Björn í aldarfjórðung, en 1980 setti hann á fót eigið verkstæði í bílskúrnum heima. Fyrir sjö árum, þá tæplega sjötugur, flutti hann starfsemina í iðnaðarhús á Selfossi. Tölvurnar eru betri en ég „Nei, ég set árin ekkert fyrir mig né sest í sófann þeirra vegna. Starfið gefur mér mikið og ég stend hér við bekkinn jafnan þetta sjö til átta stundir á dag. Leyfi mér þó stundum að taka skemmri vinnudaga ef þannig liggur á mér. Kem svo að morgni alveg eins og nýsleginn túskildingur.“ Verkstæði Björns er vel vélum búið, með rennibekkjum, heflum, sög, borvél, fræsurum. Þetta eru traust tæki og nú léttir tölvutækn- in rennismiðum starfið. „Það er auðvelt að forrita þessar græjur sem fylgja öllu upp á punkt. Þær eru miklu betri rennismiðir en ég,“ segir Björn og hlær. Í starfinu segir hann viðfangs- efnin hafa breyst mikið. Fyrir 50 til 60 árum hafi þjónusta við bænd- ur og búalið verið rauði þráðinn, svo sem þegar bændur í heyönnum komu í öngum sínum á verkstæðið með brotna öxla og drif eða stykki úr sláttugreiðum eða múgavélum. Þá hafi nánast á hverjum bæ verið bilanagjarnar vatnsdælur og súg- þurrkunarmótorar sem hafi þurft að tjasla saman með einhverjum ráðum. Tannhjólin smella saman „Ég hef yfirleitt verið einn hér á verkstæðinu og alltaf haft næg verkefni. Vinnudagurinn er kannski aldrei nógu langur og alltaf eitt- hvað sem bíður. Í gegnum tíðina hefur smíði og þjónusta við verk- takafyrirtækin og plastverksmiðj- urnar hér á Selfossi verið stór þáttur í allri vinnu hjá mér. Ef vél- ar bila og menn eru í stórverk- efnum eru allar frátafir dýrar og þá þarf að hafa snör handtök,“ seg- ir Björn og heldur áfram. „Mjög oft, nánast í hverri viku, fær maður í hendurnar hluti sem virðist engin leið að lagfæra eða ekki borga sig að gera við. En oft rætist úr. Maður tekur hlutinn í hendururnar og les í línurnar. Skrúfar í sundur og pælir í málinu. Mælir þetta út og byrjar svo að smíða og renna stykkin til og yfir- leitt leysist þrautin og tannhjólin smella saman. Lagfæringar á stykkjum í jarðbora eru oft snúnar til dæmis, en þegar maður hefur þetta í höndunum alla daga leysast þrautirnar fljótt.“ Mekkanikkið snýst og gengur Þrátt fyir að vera orðinn 76 ára slær Björn hvergi af í starfi sínu. „Margir karlar á mínum aldri hafa aldrei sinnt því að skapa sér áhugamál; vera í hrossum, golfi eða veiði heldur finna lífsfyllingu í starfinu. Reyndar finnst mér gam- an að skreppa hér upp í Grímsnes þar sem ég á hús og jarðarpart, og hamarinn, sög og skrúfjárn eru alltaf tiltæk. Á ferðalögum bæði heima og heiman er það líka svo að alltaf mallar eitthvað í kollinum, því ósjálfrátt er ég farinn að að taka mál, spá í vélar, verkfæri og hvernig allt mekkanikkið snýst og gengur.“ SELFOSS Baráttan við millimetrana BJÖRN JENSEN RENNI- SMIÐUR HEFUR STAÐIÐ VIÐ BEKKINN Í 60 ÁR. VINNUDAGURINN ER ALDREI NÓGU LANGUR OG ÞRAUTIR ÞARF AÐ LEYSA. Björn Jensen við rennibekkinn, en á það verkfæri er hann flestum öðrum færari og leysir þrautir af list. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bjartsýni er í Dölum, segja samtök sveitarfélaga vestanlands. Ætla stjórnendur allra fyrirtækja í hér- aði að fjölga fólki og búast við meiri tekjum. Ferða- þjónustan skapar þetta jákvæða viðhorf. Dalasýsla Liðlega helmingur allra sumarhúsa á landinu, sem eru nær 13.000, er á Suðurlandi. Þar í héraði eru húsin flest í Grímsnesinu, 2.642, og eru það um 20% af heildinni á landsvísu, segja Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Grímsnes ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.