Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Heilsa og hreyfing S ennilega kannast allir lesendur við sögur af fólki sem fékk ekki nægilega góða þjónustu hjá lækninum sínum. Við heyrum þessar sögur frá vinum, ættingj- um og vinnufélögum og þær eru af ýmsum toga: Sum- ir læknar virðast illfáanlegir til að senda sjúklingana sína í prófanir, speglanir og myndatökur. Aðrir skrifa upp á lyf sem svo kemur í ljós að voru ekki endilega þau hentugustu. Enn aðrir virðast sækja í einföldustu lausnirnar: skrifa upp á pillur og fleiri pillur, frekar en að hafa fyrir því að finna rót vandans. Svo gerist það vitaskuld endrum og sinnum að læknarnir gera ein- faldlega mistök: sjúkdómsgreina rangt eða misstíga sig á einhvern annan hátt. Það er merkilegt að þegar kemur að heilbrigðisþjón- ustu virðist ákveðinn hluti landsmanna ekki vita hvernig á að standa á sínu og krefjast þeirrar læknis- meðferðar sem þeir telja sig þurfa. Fólk, sem myndi aldrei sætta sig við neitt minna en fölskvalausa af- greiðslu á bifvélaverkstæði, veitingahúsi eða verslun lætur sér ekki koma til hugar að karpa við lækninn þó þeim þyki eitthvað í ólagi. Þetta er reyndar ekki séríslenskt fyribæri. Árið 2009 voru birtar niðurstöður rannsóknar sem sýndi að hin fræga breska kurteisi var að stefna lífi breskra sjúklinga í hættu. Bresku krabbameinssamtökin gerðu rannsóknina sem leiddi í ljós að nærri 40% svarenda sögðust hika við að leita læknis þrátt fyrir alvarleg einkenni, því þau vildu ekki hætta á að ónáða lækninn að óþörfu. Stór hluti svarenda, og þá konur í meira mæli en karlar, sýndu merki þess að vera í hættu á að fá ekki nægilega góða meðferð því þau stóðu ekki á sínu í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn. Þetta fólk var bókstaflega að drepast úr kurteisi. ALLIR GETA GERT MISTÖK Er hægt að deyja úr kurteisi? SJÚKLINGAR GETA LENT Í ERFIÐRI STÖÐU EF ÞEIM FINNST ÞEIR EKKI FÁ NÆGILEGA GÓÐA LÆKNISMEÐFERÐ. SUMIR ERU FEIMNIR VIÐ AÐ ÞYKJA FREKIR, EÐA ÓTTAST AÐ STYGGJA MÖGULEGA LÆKNINN SINN, EN OFT GETUR ÁKVEÐNIN BJARGAÐ HEILSUNNI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Öll viljum við vera ungleg og notum til þess ýmis ráð, oft í formi krema. En einnig eru nokkrar fæðutegundir sagðar góðar fyrir húðina. Ber eru full af andoxunarefnum sem vinna gegn hrukkum, sætar kartöflur koma jafnvægi á sýrustig húðarinnar, ostrur eru fullar af zinki sem á að hjálpa að gera við skemmdar húðfrumur og fitan úr avacadó er góð fyrir þurra húð. Matur fyrir unglegra útlit Hilmar Guðmundsson getur tal- að um þessi mál af reynslu en hann lenti í því að vera rangt sjúkdómsgreindur. Í tvö ár átti hann erfitt með andardrátt því hann var á lyfjum við röngum sjúkdómi: „Eftir að ég hætti að reykja fer ég að finna fyrir mæði og hósta og læknirinn minn segir mér að ég sé með astma. Ég gat ekki þrætt fyrir það enda astmi þekkt vandamál í minni ætt. Dældum við í mig astmalyfjum en ekkert virkaði, og við höfðum skipt um lyf þrisvar eða fjórum sinnum án þess að lungun skánuðu. Tveim- ur árum síðar fer þessi læknir í námsleyfi og afleysingalæknir lít- ur á mig í reglubundinni heim- sókn. Hún kemur mér til lungna- læknis eins og skot og kemur í ljós að það var ekki astmi heldur langvinn lungnaþemba sem var að angra mig.“ Hilmar segir að þegar hann líti til baka þá gruni hann að lækn- irinn sem greindi hann fyrst hafi ekki viljað játa á sig mistökin og meðvitað eða ómeðvitað for- herst í afstöðu sinni. „Ég hafði líka alltaf á tilfinningunni að henni væri alveg sama og grunar að hún hafi verið orðin leið á starfinu. Það virðist gerast með suma lækna, sérstaklega þegar þeir fara að eldast, að þeim fer að leiðast starfið og verða um leið hrokafullir í garð sjúklinga sinna.“ Eftir á að hyggja segist Hilmar hafa verið alltof þolinmóður. „Í dag er ég reynslunni ríkari. Ég hefði átt að sjá að þetta var full- reynt eftir fyrstu 2-3 mánuðina og hefði þá átt að leita til lungnalæknis. Ég held að þegar maður lendir í svona mis- tökum þá dugi held- ur ekkert að fara aft- ur til sama læknisins og reyna áfram að finna lausn með hon- um. Þetta er eins og ef maður fer til bif- vélavirkja sem segir manni að eitthvað tiltekið sé að og rukkar fyrir viðgerð, en bíllinn reynist svo áfram bilaður. Bifvélavirkinn á þá ekki eftir að viðurkenna að hann hafi gert mistök heldur mun hann þvert á móti gera meira af því sama.“ Hilmar, sem notar hjólastól, lét því ekki bjóða sér annað en bestu þjónustu þegar hann nokkrum árum síðar fer að kenna vandamála við þvaglát. „Ég ræddi við heimilislækni sem sagði mér einfaldlega að reyna betur. Ég hringdi þá hiklaust í þvagfæralækni sem gaf mér tíma eins og skot og sendi mig síðan rakleiðist í speglun, vitandi sem er að hjá fólki sem fast er við hjólastól er mikil hætta á að svona vandamál verði að sýkingu og gera ástandið enn verra.“ Hiki ekki við að gera prófanir Leggur Hilmar á það áherslu að læknar eru upp til hópa vandaðir og vel meinandi, en þeir eru líka mannlegir og gera þess vegna mistök. Sjúklingurinn verði því að fylgjast vel með, gæta t.d. að því að hann sé að fá rétt lyf í réttum skammtastærðum og fræða sig um hvaða aðrar - meðferðir kunni að hjálpa. HILMAR GUÐMUNDSSON Varð til bjargar að læknirinn fór í frí * Ég hefðiátt að sjáað þetta var fullreynt eftir fyrstu 2-3 mánuðina „Læknarnir eru líka, eins og annað fólk, misgóðir í sínu starfi. Ef maður á þess kost getur verið skynsamlegt að leita upplýsinga á netinu og fá ábendingar frá öðrum um hvaða læknis er best að leita til með tiltekin vanda- mál.“ Að sögn Hilmars er það ágætis viðmiðun ef fólk fær það á til- finninguna þegar það ræðir við lækninn sinn að hann taki það al- varlega og sé ekki hikandi við að framkvæma hvers kyns prófanir. „Ég hef til dæmis afskaplega fínan lungnalækni sem sendir mig beint í myndatöku ef honum finnst eitthvað hljóma öðruvísi en það á að gera, og hjartalækni sem hikar ekki við að senda mig á bráðamóttökuna ef svo ber und- ir. Sem betur fer hefur ekkert hættulegt komið í ljós í þeim myndatökum og bráðamóttöku- heimsóknum en það er betra að fara þangað einu sinni of oft en einu sinni of sjaldan.“ Vill Hilmar miðla því til les- enda að þeir hafi hugfast að við höfum aðeins eitt líf og aðeins einn líkama. Það skipti þess vegna miklu máli að vera ákveð- inn og láta ekki bjóða sér ófull- nægjandi þjónustu í heilbrigð- iskerfinu, enda gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar. Guðmundur Kristins- son veit líka hversu miklu miklu máli það getur skipt að standa með sjálfum sér og sín- um í samskiptum við lækninn. „Í fjölskyldunni er mikið um botnlanga- vandamál, í báðum ætt- um, og dó systir mín vegna sprungins botlanga ung að aldri. Fór vandinn síðan að koma upp hjá börnunum mínum líka. Þegar sá næstelsti okkar hjóna fær botnlangakast þá var sú staða uppi að læknirinn vildi senda hann heim. Konan mín spurði þá lækninn hreint út hvort hann væri reiðubú- inn að bera ábyrgð á þeirri ákvörð- un. Varð það til þess að honum snérist hugur og sonurinn fór í að- gerð,“ segir hann. „Í 99% tilvika fær maður mjög góða afgreiðslu hjá læknum og spítölum, en svo eru þessi fágætu tilvik sem eru und- antekning frá reglunni og geta kall- að á að maður sýni ákveðni.“ Á Guðmundur við alvarleg vandamál í baki að stríða vegna tveggja bílslysa. Eftir fyrra slysið fékk Guðmundur að bíða svo mán- uðum skipti eftir aðgerð á hrygg og hálsi. „Mér reiknast til að fyrsta ár- ið hafi ég tekið inn um 8.000 töflur. Ég var farinn að taka pillur við aukaverkunum á öðrum pillum og fann það hreinlega að lífið var smám saman að fjara úr mér,“ segir hann. Varð það Guðmundi til happs að hann hringdi inn í útvarpsþátt skömmu fyrir kosningar þar sem Davíð Oddsson sat fyrir svörum í beinni útsendingu. „Ég spurði hann hvort það gæti verið eðlilegt að bíða svona lengi. Ég hafði meira að segja fengið tryggingafélagið mitt til að fallast á að borga fyrir aðgerð- ina, því það var ódýrara en að láta mig bíða á bótum, en það mátti ekki heldur. Davíð benti mér á að tala við landlækni, sem ég gerði, og viku síðar var ég kominn á skurð- borðið. Halldór Jónsson skurð- læknir, sá mikli snillingur, fram- kvæmdi aðgerðina og sagði hann mér að ástandið á mér hefði verið orðið þannig að ég hefði varla mátt hnerra eða ég hefði getað lamast.“ Guðmundur segir tvennt hægt að læra af reynslu hans: Í fyrsta lagi, að fólk sætti sig ekki við óhóflega langa bið eftir meðferð og hiki ekki við að leita beint í toppana ef þess þarf. Í öðru lagi að láta ekki bjóða sér að vera á verkjalyfjum í langan tíma. Verkjalyf eigi bara að vera skammtímalausn og geti farið mjög illa með líkamann eftir margra mánaða notkun. „Verkjalyf gera ekki gagn nema í 1-3 mánuði og þarf líkaminn alltaf stærri og stærri skammta. Skaðlegu áhrifanna gætir í langan tíma á eftir og get ég t.d. enn þann dag í dag ekki tekið lyf á borð við íbúprófen því þá fer mag- inn minn gjörsamlega í klessu.“ Fann sína eigin meðferð Þar komum við að þriðja atriði sem Guðmundur hefur lært af reynslunni: að sjúklingar leiti sjálfir GUÐMUNDUR KRISTINSSON 8.000 töflur við verkjum * Það erenginnsem gerir neitt fyrir þig nema þú sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.