Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 16
Heilsa og hreyfing Rakinn komi innanfrá Getty Images *Margir kannast við það að húðin þorni úrhófi fram þegar hausta tekur. Nærtækt er aðgrípa til feitra krema og veita húðinni þannigraka utanfrá. En ekki má gleyma því heldur aðnæra húðina innanfrá og koma þannig í vegfyrir óþægindi vegna húðþurrks. Olíur ogholl fita í fæðu hjálpar til við að viðhalda raka í húðinni. Svo skiptir alltaf máli að drekka nóg vatn, líka á haustin þegar fer að kólna. A ndrea situr ekki auðum höndum þessa dagana en hún var að byrja í Versló, er á leiðinni til Finnlands um næstu helgi að keppa á Norðurlandamóti U20 og er nýbúin að taka þátt í 10 kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni sem fór fram um síðustu helgi. Þar kom hún í mark á undir fjörtíu mínútum og var fyrst íslenskra kvenna en á öðrum besta tímanum á eftir hinni bandarísku Söruh Lannom. Munaði aðeins ellefu sekúndum á þeim stöllum. Einnig var hún stigahæsta konan í Powe- rade-sumarhlaupunum og er alveg ljóst að hér er efnileg hlaupakona á ferð. Dregur pabba með í hlaup þegar hún er erlendis Andrea segist alltaf hafa verið í íþróttum en heillaðist af hlaupum fyrir um tveimur árum þegar hún var 14 ára og byrjaði þá að æfa einu sinni í viku. „Það er eiginlega tennisþjálfaranum mínum, henni Carolu, að þakka. Hún vildi að allir tækju þátt í 5 km hlaupi og þá var ekki aftur snúið. Ég fann að þetta var eitthvað sem að mig langaði að gera. Carola þekkti þjálfara hjá ÍR og þannig byrjaði ég að æfa hlaup hjá Gunnari Páli,“ segir Andrea. Nefna má að Gunnar Páll Jóakimsson hefur þjálfað lang- og millivegalengdahlaup- ara hjá ÍR um árabil og er þjálfari Anítu Hinriksdóttur. Andrea æfir nú hlaup fjórum sinnum í viku og tennis þrisvar í viku og seg- ist hlaupa í kringum 30 km á viku. Þegar hún fer til útlanda finnst henni skemmtilegt að hlaupa og skoða sig um í leiðinni. „Það góða við hlaup er að það er hægt að hlaupa hvar sem er. Þegar ég fer til útlanda finnst mér mjög gaman að skokka um á óþekktum slóðum og dreg þá pabba með svo að ég villist ekki,“ segir hún. Byrjaði á gönguskíðum tveggja ára Hún hefur áhuga á nánast öllum íþróttum en á sér einnig önnur áhugamál. „Ég er farin að sakna þess að spila fótbolta en ég hætti í því fyrir ári þar sem æfingarnar voru allar á sama tíma. Mér finnst líka mjög gaman að elda og elda stundum kvöldmat fyrir fjölskylduna. Allt sem tengist fjöllum hljóm- ar líka alltaf vel, hvort sem það er fjallganga, útilega, skíði, bretti eða göngu- skíði. Ég átti heima í Noregi í fimm ár og byrjaði þar á gönguskíðum í leik- skólanum þegar ég var tveggja ára,“ segir Andrea. Sjúk í súrdeigsbrauð og hnetusmjör Andrea hugsar mikið um heilbrigt líferni. „Já, ég hugsa mikið um það, bæði hvað varðar svefn og mataræði. Ég reyni alltaf að sofa í níu tíma og svo er ég mikið í heilsufæðinu eins og chiafræum, kínóa, skyri og fleiru. Annars borða ég bara fjölbreyttan og hollan mat, kjöt, fisk, ávexti, grænmeti og spara ekki holla fitu. Nýjasta æðið hjá mér er ommeletta en ég elda mér slíka nánast á hverjum degi. Svo er ég sjúk í súrdeigsbrauð og hnetusmjör. Ég alltaf með hnetupoka á mér til öryggis ef ég verð svöng. Ég vinn líka hjá Lifandi markaði og þar fæ ég rosa góðan og hollan mat. Annars er mamma besti kokkurinn. Og auðvitað leyfi ég mér pizzu og köku inn á milli og í af- mælum,“ segir hún. Margt að hugsa á hlaupum Að hlaupa langar vegalengdir getur tekið á andlega og líkamlega og margt fer í gegnum hugann á meðan. „Það fer eftir því hvaða vegalengd ég er að hlaupa hvað ég er að hugsa. Í 100 metra spretthlaupi hugsar maður ekkert um annað en að hlaupa eins hratt og maður getur. En í rólegu langhlaupi getur maður hugsað um allt milli himins og jarðar, allt frá því að hugsa um það hvað verður í prófinu á morgun út í það að sjá eftir því að hafa ekki keypt flottu skyrtuna fyrir ári,“ segir hún. Andrea segir besta ráðið fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa sé að finna sér hlaupafélaga eða hlaupahóp. „Það er svo miklu skemmtilegra að hlaupa með einhverjum heldur en einn. Í öðru lagi að fá sér góða hlaupaskó en varðandi hlaupaprógramm mæli ég með að tala við reyndari hlaupara, því ég er bara 16 ára,“ segir hún að lokum. Blaðamaður spyr hvort hún eigi erfitt með að standast einhverjar freistingar. Það stendur ekki á svarinu. „Súkku- laði!“Morgunblaðið/Eggert NÝ HLAUPASTJARNA Hægt að hlaupa hvar sem er ANDREA KOLBEINSDÓTTIR ER 16 ÁRA VERSLÓMÆR SEM HLEYPUR EINS OG VINDURINN. HÚN KOM FYRST ÍSLENSKRA KVENNA Í MARK Í REYKJAVÍKURMARAÞONI Í 10 KM HLAUPI Á TÍMANUM 00.39.17. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Andrea Kolbeinsdóttir þakkar tennisþjálfaranum sínum fyrir það að hún fór að æfa hlaup. Nú æfir hún hlaup fjórum sinnum í viku og tennis þrisvar í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.