Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Veðrið í Færeyjum var ekki nógu gott, rigndi aðeins of mikið. En veðrið á Ítalíu var fínt! Sif Gunnarsdóttir Bara ágætt, betra en tvö seinustu sumrin. Ragnar Ágúst Róbertsson Betra en seinasta sumar. Mér fannst það bara ágætt, það komu nokkrir góðir dagar sem voru til að létta lundina. Heiður Ýr Guðjónsdóttir Mér fannst það þokkalegt nema að það var frekar kalt þangað til núna síðustu daga. Ég er bara ánægður, alla vega miðað við síðasta ár. Hannes Haraldsson Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVERNIG FANNST ÞÉR VEÐRIÐ Í SUMAR? Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands og Veður- stofa Íslands standa um þessar mundir í samein- ingu að rannsóknum á jarðskorpuhreyf- ingum og er svæðið í kringum Bárðarbungu í sérstakri athugun vegna síðustu umbrota. Við heimsækjum staðinn. 44 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Árni Sæberg RAGNAR NATHANAELSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Horfði niður á Fjallið Hvert er markmiðið fyrir EM, hjá þér persónulega og hjá íslenska landsliðinu? „Persónulega markmiðið er að gera sitt besta og sýna sig á þessum stærsta markaði í körfuboltanum. Ég hlakka líka til að sýna sjálfum mér hvað ég get á móti þessum bestu körlum í álfunni, mjög fáir okk- ar hafa spilað á móti svona góðum leikmönnum, NBA-hetjum og fleirum. Það eru algjör forréttindi að vera í þessum hópi. Liðsmark- miðið er að mæta í alla leiki til að vinna þá. Ef við mætum ekki brjál- aðir af íslenskum hroka til leiks getum við alveg eins sleppt þessu.“ Hverjum hlakkarðu mest til að mæta? „Það verður gríðarlega gaman að mæta Þjóðverjum og Dirk [No- witzki] en einn af mínum uppáhaldsleikmönnum hefur lengi verið Spán- verjinn Marc Gasol og ég ætla að mæta brjálaður á móti honum og láta hann hafa það óþvegið. Og þá bræður báða.“ Allt að eitt þúsund Íslendingar fara utan til að styðja ykkur. Hvaða máli skiptir það? „Gríðarlega miklu máli. Ekki bara fyrir okkur í liðinu, heldur körfubolta- hreyfinguna í heild. Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt í svona stóru móti og að finna fyrir öllum þessum stuðningi er ómetanlegt.“ Hvað ertu hár nákvæmlega? Ertu jafnvel hávaxnasti maður á Íslandi? „Ég er skráður 2,18. Síðast þegar ég hitti Pétur Guðmundsson [fyrrverandi landsliðsmann í körfubolta] var hann aðeins hærri en ég en vonandi er hann byrjaður að skreppa saman. Við þurfum að fara að hittast aftur og mæla okkur.“ Hver er helsti kosturinn við hæðina? „Að nota hana í körfuboltanum. Maður hefur ákveðið forskot þegar dregur nær körfunni. Ég hafði lítinn áhuga á íþróttum sem strákur og var eiginlega dreginn í körfubolta gegn mínum vilja. Menn sáu eitthvað í mér. Sem betur fer gerðu þeir það, ég hef lært að elska þessa íþrótt.“ En helsti gallinn? „Það var alltaf bölvað vesen að redda sér fötum en það gengur betur í dag. Svo eru það blessaðir hurðakarmarnir, þeir hækka ekkert. Nú síðast komu einhverjir listamenn fram með ljós sem eru lægri en tveir metrar, þannig að maður er farinn að skalla þau líka. Í guðanna bænum, hækkið ljósin, áður en glerbrotunum fer að rigna yfir mig!“ Þú ert væntanlega löngu orðinn vanur því að fólk horfi á þig á götu vegna hæðarinnar? „Já, það vandist fljótt og mér finnst sjálfsagt að leyfa fólki að taka myndir af sér með mér. Hef bara gaman af því. Einu sinni hittum við Egill Jónsson körfuboltamaður, sem er á hæð við mig, Hafþór Júlíus Björnsson í Kringl- unni en hann er betur þekktur sem Fjallið. Hann var frekar lítill við hliðina á okkur, við horfum niður á Fjallið. Sú mynd fór eins og eldur í sinu um net- heima.“ Forsíðumyndina tók Ingólfur Guð- mundsson Hlín Reykdal, sem rekur samnefnt hönnunarhús, býr á fallegri hæð í Vestur- bænum í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og dætr- um þeirra tveim. Hlín heillast af litum og einfald- leika á heimilinu. Heimili og hönnun 22. Bækur Stiegs Larsson um þau Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist hafa selst í tugmilljónum eintaka. Það þykja tíðindi að komin sé út ný bók í flokknum, en umdeilt að hún er eftir annan mann. Bækur 50 Andrea Kolbeinsdóttir kom önnur í mark í 10 kílómetra hlaupi í Reykja- víkurmaraþoni og var fyrst íslenskra kvenna í mark. Hún er aðeins 16 ára upp- rennandi hlaupastjarna sem æfir hlaup fjórum sinnum í viku og tennis þrisvar í viku. Heilsa 16 Ragnar Ágúst Nathanaelsson er í íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í körfubolta sem hefst um næstu helgi. Riðill íslenska liðsins verður leikinn í Berlín og er fyrsti leikurinn við gestgjafana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.