Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/RAX þessu tagi á Íslandi. Fólk gefi sér að það hljóti frekar að fást við ræstingar en rann- sóknir til doktorsprófs. „Það er horft öðruvísi á fólk af asískum uppruna en evrópskum og staðalmyndirnar eru líklega sterkari. En þetta snýst líka um tungumál. Tali fólk af as- ískum uppruna góða eða lýtalausa íslensku – margir eru fæddir og uppaldir hér – þá breytist viðmótið gjarnan.“ Hún veltir fyrir sér hvað þurfi til svo að fólk sé álitið fullgildir Íslendingar. „Hvað þarf ég til dæmis að búa hérna lengi til að vera álitin Íslendingur? Ég hef búið hér í 31 ár, lengur en fjölmargir sem fæddust hér. Er 25 ára manneskja fædd á Íslandi meiri Ís- lendingur en ég? Enginn getur neitað mér um að vera Íslendingur.“ Erum öll manneskjur Anh-Ðào er með íslenskt og bandarískt ríkis- fang, auk þess sem hún átti franskan afa. „Ég er og verð alltaf Víetnami enda þótt ég hafi ekki víetnamskt ríkisfang og hafi aðeins komið tvisvar þangað á fjörutíu árum. Ég er líka Íslendingur, hér bý ég og starfa. Annars er þetta auðvitað allt afstætt. Ætli ég kalli mig ekki bara heimsborgara.“ Hún hlær. Að áliti Anh-Ðào er mikilvægt að taka vel á móti útlendingum sem hingað koma, hvort sem það er til lengri eða skemmri dvalar. „Þegar allt kemur til alls erum við öll manneskjur og gleymum því ekki að við þurfum á þessu fólki að halda. Það kemur hingað til að vinna, byggja þetta land og efla. Alveg eins og ég og þú. Íslendingar hafa allt- af borið virðingu fyrir vinnu enda upp til hópa mjög vinnusamir og hika ekki við að taka að sér aukavinnu til að hafa fyrir salti í grautinn.“ Þegar Anh-Ðào kom hingað fyrst 1984 segir hún stéttleysið hafa heillað sig. Enginn maður virtist líta niður á annan vegna stéttar hans eða stöðu. Þetta þykir henni smám saman vera að breytast. „Fólk er farið að snobba meira fyrir frægum og ríkum og stéttarskiptingin fyrir vikið að aukast. Hvers vegna? Af hverju er merkilegra að eiga mikla peninga en litla? Hvað væri fíni for- stjórinn á fínu skrifstofunni án fólksins í móttökunni, fólksins sem eldar fyrir hann eða fólksins sem skúrar fyrir hann? Allt hjálpar þetta fólk honum að vera sá sem hann er. Fyrir það á hann að vera þakklátur. Ég er mjög hugsi yfir þessu; ætli dokt- orsritgerðin hafi ekki gert mig róttækari.“ Frá doktorsvörninni. Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, dr. Nihad Bunar, prófessor við Háskólann í Stokkhólmi, Anh-Ðào Katrín Trần, dr. Vini Lander, prófessor við Edge Hill Univers- ity á Englandi, og dr. Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson 30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.