Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 39
Bush eldri embætti sitt. Perot náði ótrúlegum ár- angri sem óháður frambjóðandi og fékk 18,9% at- kvæðanna. Það sem eykur svo enn hroll repúblikana er að einn af þeim 17 repúblikönum, sem keppa eftir því að fá að verða frambjóðandi þeirra er Donald Trump. Trump hefur nefnilega sett fyrirvara um að hann muni styðja hvaða frambjóðanda flokksins, sem sigr- ar. Í frægri kappræðu þeirra 10 repúblikana, sem mests fylgis nutu í könnunum, svaraði Trump því þannig, að yrði hann sjálfur frambjóðandi flokksins þá myndi hann ekki fara í sérframboð! Hann hefur á blaðamannafundum síðan gert gleggri grein fyrir málinu. Trump segir að hugsanlegt sérframboð sitt muni ráðast af því, hvort flokkurinn teldist að for- kosningum loknum hafa sýnt Trump ósanngirni, að mati Trumps sjálfs! Engum líkur Það eykur þennan vanda, að Donald Trump er eng- inn venjulegur frambjóðandi. Hann er milljarðamær- ingur og hefur að auki öðlast frægð sem þátttakandi í „raunveruleika“-sjónvarpi og virðist sem frambjóð- andi tileinka sér þá takta sem tíðkast í slíkri sjón- varpsframleiðslu. Og það fellur í kramið, a.m.k. enn sem komið er. Hver könnunin af annarri sýnir Trump með mikla yfirburði í hópi keppinautanna. Innan þess flokks eru margir sem fara ekki dult með að þeir telja fráleitt að flokkurinn stilli Trump upp sem frambjóðanda sínum. Yfirlýsingar hans sem frambjóðanda séu mjög misvísandi. Hann hafi áður iðulega stutt frambjóðendur úr röðum Demókrata með háum fjárframlögum og lýst opinberlega yfir stuðningi við þeirra helstu mál. Sjálfur montar Trump sig af því að hafa fengið Hillary til að mæta í brúðkaup sitt. Hann orðar það svo að hann hafi stutt hana með stórfé svo hún hafi ekki átt neinn kost ann- an en mæta í brúðkaupið, þegar hann óskaði eftir því. Og Trump gengur lengra. Hann segir að frambjóð- endur beggja flokka í embætti forseta hafi ætíð þurft að reiða sig á stuðning ríkisbubba til að eiga mögu- leika á því að ná kjöri. Þessir sömu ríkisbubbar hafi síðan forsetann í vasanum eftir að sá sé kominn í Hvíta húsið. Allt öðru máli gegni um sig. Hann sé svo auðugur að hann þurfi ekki að sækjast eftir fjárhagslegum stuðningi frá einum né neinum og hafi þegar hafnað boði auðkýfings um vildi styðja framboð Trumps um nærri 700 milljónir (í krónum talið). Jeb Bush, sem safnað hefur mestum kosninga- framlögum allra 17 frambjóðenda repúblikana fær hörðustu árásir frá Trump um að verða háður þess háttar „mútufé“ nái hann kjöri. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að ekki sé allt sem sýnist í þessum málatilbúnaði frambjóðandans. Í þeim felist auðvitað krafa um að enginn megi fram- vegis leita eftir því að verða forseti Bandaríkjanna nema hann geti varið hundruðum milljóna dollara úr eigin vasa til baráttunnar. Það gat áður nefndur Ross Perot til dæmis. Í annan stað megi spyrja hvort sé óæskilegra að forsetaembættið sé í höndum manns sem telji sig hugsanlega standa í ákveðinni þakkarskuld við svo sem 1000 auðmenn auk margra annarra stöndugra manna eða að embættið sé í höndum eins auðmanns, sem sé þekktur að því, að hafa alla ævina algjörlega skrúblulaust látið einkahagsmuni sína ganga fyrir hagsmunum allra annarra. Ekki öll von úti Og fréttaskýrendur sem hafa samúð með sjón- armiðum þeirra repúblikana sem telja að Donald Trump sé ekki bær til að verða forseti Bandaríkj- anna og varla hæfur til að vera í framboði á vegum annars stóru flokkanna benda á fleira. Þeir segja að sigurinn sé ekki í höfn fyrir Trump þótt yfirburðir hans í könnunum séu miklir. Tölur um fylgi muni breytast þegar frambjóðendum repúblikana fækki smám saman, eins og tryggt sé að muni gerast. Lítið af því fylgi muni fara á Trump, því það væri þá löngu farið. Þessir huggarar benda einnig á að um hríð hafi Ross Perot haft rúmlega 39% fylgi í könnunum Gall- ups, og þannig mun meira fylgi en Bush forseti og Bill Clinton áskorandi hans. Fylgi Perots seig niður í tæp 19% á kjördag, eins og fyrr sagði. Það var vissu- lega ótrúlega mikið fylgi og dugði líklegast til að Clinton náði að leggja Bush forseta. Stórtíðindin En það eru einnig óvæntir hlutir að gerast demó- kratamegin víglínunnar. Hillary var talin sjálfkjörinn frambjóðandi. Staða hennar hefur veikst mjög síðan hún hóf sína raunverulegu kosningabaráttu. Ýmsar ástæður eru fyrir því. Hin helsta þeirra snýr að um- gengni hennar um tölvupósta sem utanríkisráðherra. Hillary bar að nota síma- og tölvukerfi utanrík- isráðuneytisins, en gerði það aldrei. Hún gekk svo langt að reka eigið kerfi utan um tölvupósta sína sem utanríkisráðherra. Lengi þráaðist hún við og fullyrti að hún hefði aldrei sent tölvupósta sem verið hefðu trúnaðarmál, í gegnum þetta einkakerfi sitt. En þar sem allir hennar tölvupóstar, öll árin sem utanrík- isráðherra, fóru um prívatkerfið áttuðu menn sig á að fullyrðingarnar héldu varla vatni. Í þeim fólst, að utanríkisráðherrann hefði hvorki fengið eða sent trúnaðartölvupósta öll sín 4 ár sem utanríkisráð- herra! Þegar við bættist að Hillary hafði eytt (eða látið eyða) 30 þúsund tölvupóstum sem hún sjálf hafði flokkað sem einkamál án þess að nokkur annar fengi að skoða þá, vandaðist málið. Clinton sagði að þessir póstar hefðu eingöngu snú- ist um venjuleg persónuleg efni eins og brúðarkjóla dóttur hennar og annað smálegt af því tagi. En af hverju þá að eyða þeim? Og af hverju að fá sérfræð- inga til að tryggja að ómögulegt væri að finna þessa ómerkilegu tölupósta og harðneita eins lengi og kost- ur var á að afhenta tölvukerfið sem hún hafði notað. Eftir að skoðunarmenn leyniþjónustunnar höfðu athugað úrtak 40 pósta af þeim 55.000 sem að Hillary hafði afhent utanríkisráðuneytinu og úrskurðað að 4 þeirra, eða 10%, hefðu að geyma, ekki aðeins trún- aðarmál, heldur einnig pósta með hæstu einkunnina, mesta trúnaðarmál (top secret), vandaðist málið verulega. Það versnaði svo enn þegar Alríkislögreglan FBI krafðist þess að fá tölvukerfið í sína vörslu og Dóms- málaráðuneyti Bandaríkjanna studdi þá kröfu lög- reglunnar. Hillary hafði fram að því bandað þessu máli frá sér sem ómerkilegu upphlaupi andstæðinga sinna („samsæri hægriaflanna“). Það varð þó mun erfiðara eftir að fyrrgreindir aðilar létu málið til sín taka. Dómsmálaráðherrann og forstjóri FIB voru báðir skipaðir til starfa af Obama forseta. Watergate-Woodward Það hafði einnig mikil pólitísk áhrif þegar Bob Woodward tjáði sig. Hann er einn frægasti rann- sóknarblaðamaður heims, og talinn fremur hallur undir demókrata, eins og hans gamla blað, Wash- ington Post. Woodward sagði í viðtölum að þetta mál minnti sig sífellt meir óþægilega mikið á framgöngu Richard Nixons forðum tíð. Næst var fréttum lekið um að Joe Biden, varafor- seti Obama, væri farinn að íhuga framboð til forseta af mun meiri alvöru en áður. Þá láku fréttir um að í hefðbundnum hádegisverði forsetans og varaforset- ans í Hvíta húsinu s.l. mánudag hefði Obama lagt blessun sína yfir að varaforsetinn kannaði forseta- framboð nánar. Þegar talsmaður forsetans var spurður út í þetta sagðist hann ekkert geta um það sagt, en bætti því svo við, að menn mættu muna að Obama forseti hefði nýlega sagt að ákvörðun sín um að velja Biden sem varaforsetaefni væri sú besta sem hann hefði tekið á ferlinum. Þeir blaðamenn, sem lengst hafa haft málefni Hvíta hússins sem aðalverkefni, voru fljótir að minna á það, að Obama hefði jú líka valið Hillary sem utanríkisráðherra, en hefði aldrei haft neitt viðlíka fallegt að segja um það val. Það má segja að eftir þessa viku standi Hillary miklu veikar að vígi en áður. Í því sambandi er rétt að minna á það sem karlinn sagði: Vika er langur tími í pólitík. Morgunblaðið/RAX 30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.