Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 31
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Sveitasöngkonan geðþekka Dolly Parton er eitt af tólf systkinum. Ekki er þó sama fjörið á heimili hennar og bónda hennar en þeim hefur ekki orðið barna auðið. Á ellefu systkini*Það er ekkert til sem heitir skemmtunfyrir alla fjölskylduna. Jerry Seinfeld Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður eiga saman börnin Úlf Óðin og Urði Æsu. Erna er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og eru þau Valdimar listrænir stjórnendur sviðslistahóps- ins Shalala. Hvaða þættir, bíómyndir eða bækur eru í uppáhaldi hjá fjölskyldunni? Okkur finnst mjög gaman að horfa saman á ýmsar teiknimyndir. Miya- zaki-teiknimyndirnar Ponyo og My Neighbor Totoro eru í miklu uppá- haldi og svo höfum við líka gaman af litlu gulu skósveinunum sem eru í Aulinn ég, Múmínálfunum og ofurhetjumyndum svo eitthvað sé nefnt. Hver er uppáhaldsmatur fjölskyldunnar? Yngri helmingurinn vill einfaldlega ein- hvern mat með tómatsósu og sá eldri vill hafa hann með pestó. Uppáhaldsdrykkur okkar allra er svo ropvatnið. Hvað er skemmtilegast að gera saman? Það er alltaf gott að eiga það notalegt heima en svo erum við alltaf að leika okkur saman og spinna alls kyns dansa, söngva og tónlist þar sem við glömrum saman á potta og allt sem gefur frá sér hljóm. Okkur finnst líka sérstaklega gaman að ferðast um landið og fara í sumarbústaðinn og tjaldferðalög. Borðar fjölskyldan morgunmat saman? Já, við reynum alltaf að borða saman hafragraut á morgnanna. Með rúsínum og kanil og stundum bæti ég smá kínóa út í. Hvað gerði fjölskyldan skemmtilegt í sumar? Við ferðuðumst mikið í sumarfríinu. Við tjölduðum úti um allt land, heimsóttum hina yndisfögru Vest- firði og fórum í sumarbústaðinn okkar í Mjóafirði. Þar eyddum við dágóðum tíma í náttúrulauginni sem afi smíðaði og í henni lærði yngri helmingurinn næstum því að synda. Þar lagði ég líka fyrir mig sjósund í um það bil fimm sekúndur. Á að gera eitthvað skemmtilegt í vetur? Úlfur er að verða fjögurra ára og ætlar annaðhvort að prófa fimleika eða dans og Urður byrjar á leikskóla. Við foreldrarnir verðum á kafi í vinnunni, bæði að búa til nýjar dans- og leiksýningar fyrir Íslenska dansflokkinn og að vinna í Excel, eins og gengur og gerist í þessu starfi. Síðan förum við í einhverjar sýningaferðir erlendis og við munum taka gríslingana með í þær. Þeim finnst mjög gaman að fljúga og ferðast með öllu frábæra listafólkinu sem við vinnum með. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Ferðast og skapa Það verður líf og fjör á Árbæjarsafni sunnudaginn 30. ágúst á milli 13 og 16 þegar starfsfólk safnsins sinnir hefðbundnum haustverkum eins og að sjóða og sulta, prjóna og steikja og ótalmörgu öðru. Jafnframt verður hægt að fylgjast með eldsmiði að störfum. Dagskráin hefst kl. 13, en þá verð- ur hægt að fá leiðsögn um safnið. Guðsþjónusta verður í Árbæjar- safnskirkju kl. 14 og í kjölfarið kl. 15 verður boðið upp á tónleika með Huga Jónssyni barítón og Kára Allanssyni orgelleikara. ÁRBÆJARSAFN Sultað á safni UPPELDISRÁÐ STJARNANNA Gefum okkur tíma FLEST SEM HREKKUR AF VÖRUM STÓRSTJARNA Í HOLLYWOOD ER TALIÐ SÆTA TÍÐINDUM. ÞAÐ GETUR ENDA VERIÐ FÍNASTA DÆGRADVÖL AÐ KANNA HVAÐ ÞAU SEM ERU VÖN RAUÐUM DREGLUM OG GLAMÚR HAFA AÐ SEGJA UM HEFÐ- BUNDIÐ FJÖLSKYLDULÍF OG BARNAUPPELDI. „Ég hef reynt mitt besta til að leggja símann frá mér frá því að ég sá dótt- ur mína gera sér það að leik að taka eitthvað upp úr litlu töskunni sinni sem hún ákvað að væri síminn sinn og sagði við mig: „Bíddu aðeins mamma, ég get ekki talað við þig núna...ég var að fá tölvupóst.“ Jennifer Garner „Ef þú ert með börnunum þínum, vertu þá með þeim. Ekki stelast í sím- ann eða tölvuna. Slökktu á tækjunum og leyfðu þér að gleyma þér í veröld þeirra. Þótt það sé bara í stuttan tíma mun það skipta máli bæði fyrir þau og þig.“ Ewan McGregor „Ég vil ekki vera foreldri sem neyðir barnið sitt til að vera einhver annar en það er. Það er bara slæmt uppeldi. Börn þurfa að fá að tjá sig á þann hátt sem þeim hentar best án þess að vera dæmd fyrir. Það er mikilvægur þáttur í þroskaferli þeirra.“ Angelina Jolie „Vertu alltaf til staðar fyrir börnin þín og gefðu þér tíma fyrir þau þegar þau þurfa. Ekki segja þeim að bíða því þá hætta þau að vera spennt fyrir að sýna þér hluti sem þau hafa búið til og segja þér frá einhverju sem þau eru spennt fyrir og liggur á hjarta.“ Michael J. Fox „Maður verður að slaka á og leyfa þeim að vera til. Heimili mitt er fullt af lífi, glundroða og hlátri. Í hverjum matartíma hellist eitthvað niður. Þeg- ar þau eru komin í skólabúninga á morgnana og með mat á höndunum geturðu sagt þeim í hvert sinn að þurrka ekki í fötin sín ... en þau munu samt þurrka í fötin sín. Þá er nauð- synlegt að slaka á. Þau verða að fá að vera þau sem þau eru. Heimili mitt á ekki að vera eins og safn þar sem ekki má snerta hlutina. Þú sérð alveg að hér búa börn, enda er þetta þeirra hús jafnmikið og mitt. Heidi Klum Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2015 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki 40 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.