Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 E f það er köllun að verða læknir þá hrópaði leiklistargyðjan enn hærra á Jens Kristján Guð- mundsson. Hann er menntaður háls-, nef- og eyrnalæknir en sagði skilið við gamla líf sitt fyrir tveimur vikum og er kominn til Los Angeles, þar sem hann hefur nám á mánudaginn við virtan leiklistarskóla kenndan við Stellu Ad- ler. Þar hafa lært m.a. Marlon Brando, Salma Hayek, Cybill Shepherd, Michael Richards, Benicio del Toro og Mark Ruf- falo. Orð eins og sjálfskönnun og ferðalag eiga vel við sögu Jens, sem tók mörg smá skref á leið sinni úr lækninum í leiklistina. Sagan er dramatísk, góður efniviður í Hollywood- kvikmynd, sögusviðið er Ísland, Svíþjóð, New York og Los Angeles með viðkomu á Kosta Ríka. Maður sem vaknaði um miðja nótt í húsinu sínu og hugsaði: „Ég hata líf mitt!“ Þetta hugsa áreiðanlega margir á einhverjum tímapunkti, eru ósáttir í vinnu eða einkalífi en gera ekkert í því. Jens er hins vegar búinn að umbylta lífi sínu. Jens átti ánægjulegan uppvöxt í Svíþjóð, en hann fluttist þangað þegar hann var þriggja ára og bjó aðallega í Linköping og Lundi. Hann er sonur hjónanna Guðmundar Björnssonar svæfingalæknis og Guðrúnar Jensdóttur lögfræðings. Hann var alltaf „syngjandi og í einhverjum gervum“. „Ég endaði oftast í aðalhlutverki í leiksýningum og elskaði að vera á sviði og leika,“ segir hann. Lenti fyrir utan hópinn Þegar hann var átta ára fluttist fjölskyldan aftur til Íslands, en pabbi hans fékk stöðu á Akranesi. Hann segist ekki hafa verið einn af „svölu krökkunum“ þar. Það hafi verið erfitt að koma inn í nýjan skóla. „Ég talaði svolítið vitlausa íslensku og lenti fyrir utan aðalhópinn,“ segir Jens, sem einbeitti sér að því að vera duglegur í skólanum, gekk vel og var þá kallaður „proffi“ og „englabarn“. „Ég tók þetta allt inn á mig,“ segir hann. „Ég var á fullu í sundi og mikið í golfi. Ég var í sundliði Akraness þar til ég varð 13 ára. Mér gekk nokkuð vel og vann til verðlauna en fékk nóg af látlausum æfing- um og byrjaði í golfi. Ég stóð oft tímunum saman og sló bolta úti á golfvellinum á Skaganum. Ég var á tímabili nokkuð efni- legur kylfingur og fékk að vera með á nokkrum landsliðsæfingum þegar ég var táningur.“ Hann átti fáa en góða vini á Akranesi og sömuleiðis á Seltjarnarnesi þegar hann fluttist fyrir tíunda bekk þangað. „Ég var óöruggur og fannst erfitt að passa inn. Var mikið einn þar til ég byrjaði í Mennta- skólanum í Reykjavík og eignaðist vini þar. Fór á eðlisfræðibraut I af því að það var erfiðast. Ekki af því að mig langaði eitt- hvað að verða eðlisfræðingur eða verkfræð- ingur. Ég var bara alveg stefnulaus,“ segir hann. „Maður fetar ómeðvitað í fótspor foreldra sinna ef maður veit ekki alveg hvað maður vill sjálfur,“ segir hann. „Ég var alltaf að reyna að vera fyndinn í tímum, alltaf að skjóta einhverju inn,“ segir Jens, en þetta var ef til vill ákveðin útrás fyrir leikarann í honum. Valdi skynsamlega kostinn Eftir útskrift fór hann í læknisfræði. „Ég vissi eiginlega ekkert hvað mig lang- aði að gera þegar ég var búinn með MR svo ég fór bara í læknisfræði eins og pabbi. Það virtist spennandi og „skyn- samlegt“ val,“ segir hann, en þetta var árið 1999. Numerus clausus var í gildi og komust 40 manns inn af þeim tæplega 300 sem þreyttu prófið. „Ég var mjög hamingju- samur með að komast inn,“ segir hann. Orðið skynsamlegt situr í blaðamanni. „Það er svo auðvelt að falla í þá gildru að reyna að uppfylla það sem maður heldur að aðrir búist við af manni. Af ótta við að vera dæmdur skrýtinn velur maður þetta skynsamlega og örugga í stað þess að hlusta á það sem hjartað segir.“ Honum gekk vel í læknadeildinni en seg- ir lesefnið hafa verið þungt og seturnar yf- ir bókunum langar. „Þetta virtist stundum aldrei ætla að taka enda.“ Dagdraumar um kvikmyndaleik Í deildinni steig hann óvæntan dans við leiklistargyðjuna. „Það var mikil reikistefna á þriðja ári í læknadeildinni um hvert skemmtiatriðið ætti að vera fyrir árshátíð- ina og ég veit ekki af hverju en ég rétti upp hönd og sagði að ég myndi bara taka það alfarið að mér. Ég setti þá saman uppistandsrútínu úr eigin efni og svo úr nokkrum af fyrirmyndum mínum á þeim tíma og íslenskaði og staðfærði. Ég man bara að ég gat varla borðað fyrir stressi,“ segir Jens en vel tókst til og fékk hann hrós fyrir. „Þá vaknaði aftur þessi draumur um að Læknirinn sem ætlar að verða leikari JENS KRISTJÁN GUÐMUNDSSON ÁKVAÐ AÐ GERAST VÍSINDA- MAÐUR OG TILRAUNADÝR Í EIGIN LÍFI. EN HVERNIG ENDAR HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNIR Í LEIKLISTARSKÓLA Í HOLLY- WOOD? NÚ, MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA EITT SKREF Í EINU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hér er Jens á Holly- wood Boulevard, við hið fræga kvikmyndahús sem hefur lengst af ver- ið þekkt sem Graum- an’s Chinese Theater.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.