Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 49
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Dagur Gunnarsson, ljós- myndari með meiru, og rit- höfundurinn Sjón verða í dag, laugardag, klukkan 14 með listamannaspjall á sýningu Dags, Á förnum vegi, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Tryggvagötu 15. 2 Áhugamenn um hljómsveit- ina The Fall, síðpönk og dægurtónlist almennt eru hvattir til að sækja í dag, laugardag, klukkan 13, fyrirlestur sem dr. Kieran Curran, írskur bók- menntafræðingur, tónlistarmaður og rýnir flytur í SÍM-húsinu, Seljavegi 32. Mun um einskonar listrænan gjörning að ræða, í anda viðfangsins The Fall. 4 Mikið verður um dýrðir á Akureyrarvöku um helgina, þar sem þemað er „dóttir-mamma-amma“, og margt við að vera þar í bæ. Til að mynda verða opnaðar átta myndlist- arsýningar og því margt að skoða. 5 Á Kjarvalsstöðum lýkur um helgina tveimur sýningum: „Júlíana Sveinsdóttir og Ruth Smith: Tvær sterk- ar“ og „Veflistaverk Júlíönu Sveins- dóttur og Anni Albers: Lóðrétt/ lárétt.“ Nicholas Fox Weber, fram- kvæmdastjóri Josef og Anni Albers-stofnunarinnar, heldur þar fyrirlestur á sunnudag kl. 15. 3 Undanfarna daga hefur staðið yfir í Reykjavík sviðslistaveisla, Reykjavík Dance Festival og leiklistarhátíðin LÓKAL sem taka höndum saman, og lýkur henni um helgina. Áhorfendur geta valið úr fjölda nýrra og áhugaverðra leik- og dansverka eftir ýmsa höfunda. MÆLT MEÐ 1 þar. Síðast en ekki síst er það svo munurinn og samanburðurinn á Íslandi og Tasmaníu sem hefur dregið mig af stað í þetta ferða- lag. Hér er minning þjóðarinnar svo djúp, nær alla leið aftur til landnámsins, í meira en þúsund ár, og sögur allsstaðar. Í gær gekk ég smá spöl frá tjaldstæðinu í Laug- ardal út á Laugarnes og þar er mér sagt að Hallgerður langbrók hafi endað ævi sína og sé grafin. Þannig sýnist mér Ísland vera, at- riði í Njáls sögu gerðust hér, í annarri Ís- lendingasögu á næsta viðkomustað. Eðli minnis íbúanna er allt annarskonar í Tas- maníu. Í 40 til 50 þúsund ár byggðu frum- byggjar eyna en árið 1803 komu Bretar og numu landið. Nær ekkert var skráð um tungu frumbyggja, helga staði eða menningu þeirra. Þegar gengið er um óbyggðir Tas- maníu í dag er vissulega hægt að tengja sögur við staði en engar þeirra eru eldri en tvö hundruð ára. Leiðangur Jörundar til fjalla þar er líklega elsta frásögnin sem við eigum um óbyggðir eyjarinnar. Þar fyrir ut- an er minnið ekki gott þar sem forfeður okkar voru dæmdir afbrotamenn, þeir báru ábyrgð á eyðileggingu menningar frum- byggjanna og það er ekki fögur saga. Þessar eyjar, Ísland og Tasmanía, eru lík- ar á marga vegu en svo er annað afskaplega ólíkt. Báðar eru á útjaðri hins byggilega heims, vestrænnar menningar, fáir íbúar á tiltölulega stórum eyjum með ríkulegri og ævintýralegri náttúru.“ Svo er afskaplega áhugavert hvernig Jör- undur er enn í dag helsta tenging þessara tveggja eyja, segir hann. „Hann tók þátt í landnámi Tasmaníu sem skipverji og er síðan skotið í land öllum þessum árum síðar sem brotamanni.“ Hlakkar til að spjalla við fólk Spinks hefur auðheyrilega búið sig á ýmsan hátt undir gönguna um Ísland en hann hlýt- ur þó einnig að búast við óvæntum upplif- unum. „Svo sannarlega,“ segir hann. „Maður get- ur bara undirbúið sig upp að ákveðnu marki; kynnt sér fortíðina, sögurnar, leiðina, en svo getur veðrið breyst skyndilega og annað komið uppá. En ég vona að ýmislegt komi mér á óvart, þá er gaman. Ég býst þó við að „finna“ áþreifanlega fyrir landlaginu hér, ég veit hversu tilkomumikið það er og ég hlakka til að upplifa það í návígi. Svo er það fólkið, ég hlakka líka til að spjalla.“ Hann hefur lesið sér vel til, hvað með draugasögurnar? „Áttu við Glám, í Forsæludal?“ spyr hann og hlær, hefur greinilega lesið heima. „Það verður bara að koma í ljós… Auðvitað getur sitthvað farið úrskeiðis en svo getur gangan líka verið léttari en ég býst við. Ég verð einn í marga daga, og lengi á göngu, og það getur verið notalegt í sjálfu sér. Ég hef gert áætlun um dagleið- irnar á fjöllum en svo kann það að breytast þegar ég kem til byggða fyrir norðan og það fer til að mynda eftir því hverja ég hitti og hvað ég geri með þeim.“ Nægur tími til að hugsa Verkefni Spink má skipta í tvo hluta, ferða- lagið sjálft og verkin sem hann mun síðan skapa úr upplifuninni og sögunni um Jör- und. „Nú á ég eftir að móta verkefnið allt bet- ur í huga mér á göngunni – ég mun þá hafa nægan tíma til að hugsa,“ segir hann. „Um daginn, þegar ég sat á British Library og las gögnin um Jörund og bréf hans, langaði mig allt í einu til að vera kominn heim og byrjaður að skrifa, og það án þess að vera byrjaður að ganga! En ég hlakka mikið til að leggja af stað og upplifa gönguna sjálfa, fegurðina og allar þær litlu sælustundir sem maður upplifir þegar maður situr úti með einfalda máltíð, máltíð sem myndi valda manni vonbrigðum allsstaðar annarsstaðar, og nýtur náttúrunnar.“ Og þar mun hann hugsa um Jörund á þeirri sömu leið, með einkennisbúna fylgd- armenn með fána á stöng. Forvitnilegt verð- ur að sjá og heyra hvað kemur út úr því. „Þessar eyjar, Ísland og Tasm- anía, eru líkar á marga vegu en svo er annað afskaplega ólíkt,“ segir rithöfundurinn og leið- sögumaðurinn Bert Spinks um þessar tvær eyjar þar sem Jörg- ens Jörgensen er enn minnst. Morgunblaðið/Einar Falur * Ef ég dreg þettaverkefni mitt samanþá er það í raun um staði og minningar. Það mætti jafnvel segja að titill ís- lenska leikritsins Þið munið hann Jörund væri fullkomin yfirskrift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.