Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 S umar setningar fá flug vegna þess, að það virtist svo mikið vit í þeim, þegar þær heyrðust fyrst. Löngu eftir að þau stundaráhrif eru öll apa menn þær eftir og telja mikilvægt innlegg í umræðuna. Tíminn heldur ekki vatni „Vika er langur tími í pólitík“ var eitt sinn haft eftir Harold Wilson og enn er litið á það sem gáfnamerki að nota „hin fleygu orð“ til að undirstrika að í stjórn- málum sé fátt fast í hendi. En þetta segir sig sjálft og tekur til alls í mann- heimi. Sá heimur var aldrei samur eftir að farþega- þotum var flogið á byggingar í Bandaríkjunum haustið 2001. Og fyrir 70 árum horfðist hann í augu við áður óþekktar, heimatilbúnar hættur eftir þær fáu sekúndur sem það tók eina „smá“ sprengju að granda tugþúsundum manna í Japan. Fjölskylda veit kannski ekki annað en að hún sé á beinu brautinni og allt horfi vel, þegar slys eða óvænt dauðsfall kippir fótunum undan öllum. Um jólatíð árið 2004 fórust nærri 250 þúsund manns í 14 löndum þegar flóðbylgja af völdum jarð- skjálfta skall að ströndum landa við Indlandshaf. Jarðskjálftar standa ekki lengi og gera sjaldnast boð á undan sér. Hver mínúta getur verið bæði eilífð- artími og yfirþyrmandi skaðræði þegar jarðskjálftar eiga í hlut. Sagt er að loftsteinn hafi eytt nær öllu lífi á jörðinni fyrir langa löngu. Og margir telja það trú- verðuga tilgátu, sem gild vísindaleg rök styðji, að allt í einu hafi heyrst „bang“ og Stóri hvellur hafi þar með búið til veröldina úr engu. Og þeir eru líka til að sem segja að sagan um Adam og Evu sé vissulega næsta ótrúleg en þó ekki eins ótrúleg og þetta með „bangið“. En hvað sem slíkum vangaveltum líður gerist stundum fátt í afmörkuðum þáttum pólitíkurinnar langtímum saman en skyndilega er svo allt breytt. Þegar heimurinn horfði forviða á kommúnistaóvin- inn Richard Nixon forseta heilsa Mao formanni kumpánlega í skrifstofu hans var flestum ljóst, að þessir tveir voru að handsala, fyrir heimsins hönd, gjörbreytta tilveru. Breytingarnar höfðu ekki verið útfærðar nákvæmlega en seinni tíma fólk þekkir hana. Engu breytti þótt annar stórleikarinn á þessu mikla sviði hrykki upp af skömmu síðar, og hinn væri hrakinn frá embætti með skömm. Það tók fáeinar klukkustundir að rjúfa skarð í múr- inn í Berlín. En augnablikið sem mönnum varð ljóst að múrinn væri að hverfa stóð ekki lengur en það. Og allt hafði breyst. Á því augnabliki vissu menn ekki endilega að í leiðinni hafði verið ákveðið að taka Sov- ét-Rússland til gjaldþrotaskipta. Allt þetta sýnir að það er ekki bara vikan sem er langur tími í pólitík eða í annarri tilveru manna. Stundum er andartakið nóg fyrir stærstu atburði. Lee Harvey Oswald þurfti aðeins örfáar mínútur til að breyta heimsmyndinni nokkuð og koma óverðugu nafni sínu órjúfanlega á spjöld sögunnar. Horft í vestur Áður hefur verið fjallað um hve baráttan um forseta- embættið í Bandaríkjunum er einstök og hversu yfir- gengilega lengi hún varir. Allt virtist stefna í að kosningabaráttan í Bandaríkjunum myndi helst minna á Rósastríðin bresku, á miðri og ofanverðri 15. öld, þegar tekist var á um krúnuna þar. Þetta líktist ættastríði. Bush og Clinton (Bill) tókust síðast á fyrir nærri 6 kjörtímabilum síðan. Bill Clinton náði þá að fella Bush, sem var sitjandi forseti. Repúblikanar horfa um öxl til þeirra kosninga með skelfingu. Margt bendir til, að framboð „þriðja frambjóðand- ans“ í þeim kosningum, Ross Perots, hafi kostað Hvert andartak skiptir máli, og getur ráðið úr- slitum um „þá mynd sem hverfur skjótt“ * Clinton sagði að þessir póstarhefðu eingöngu snúist umvenjuleg persónuleg efni eins og brúðarkjóla dóttur hennar og annað smálegt af því tagi. En af hverju þá að eyða þeim? Reykjavíkurbréf 28.08.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.