Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Á sunnudag lýkur í safninu í Króki við Garðakirkju á Garðaholti sýningunni „Náttúrufantasía í Króki“. Jafnframt er það síðasti dagurinn sem safnið er opið í sumar. Á sýningunni er verkum mæðgnanna Rúnu K. Tetzschner og Kömmu Níels- dóttur, málverkum og þæfðum ullar- verkum, stillt upp í hlöðunni við Krók. Í verkum Rúnu renna raunveruleiki og draumur saman í náttúrufantasíu þar sem norðurljós sveiflast, fjöll blika og ljósverur svífa um meðal manna. Þau kallast á við þæfða fjallaskúlptúra Kömmu, álfahúfur og litríkar ljósslæður úr ull og silki. Allir eru velkomnir og ókeypis inn. SÝNING Á GARÐAHOLTI FANTASÍA Í KRÓKI Krókur er bárujárnsklæddur burstabær sem var byggður upp úr torfbæ milli 1923 og 1944. Hústökusýningin verður opnuð í dag í hinu gamla húsi á Bergstaðastræti 25. Hópur listamanna sýnir verk á hústökusýn- ingu Ekkisens sem verður opnuð í dag, laug- ardag, klukkan 17, í tveggja hæða háu og ald- argömlu einbýlishúsi á Bergstaðastræti 25. Sýningin er önnur í röð hústökusýninga á vegum Ekkisens, sýninga- og viðburðarýmis, en fyrr í sumar var opnuð hústökusýning í niðurníddu einbýlishúsi á Stöðvarfirði. Um tuttugu listamenn úr ýmsum áttum hafa boð- að þátttöku sína. „Markmiðið með hústöku- sýningunum er að viðhalda sjálfbærni í sýn- ingarstarfsemi myndlistarmanna og virkja sköpunarkraftinn,“ segir Freyja Eilíf Loga- dóttir, sem opnaði sýningarrýmið Ekkisens fyrir ári í óíbúðarhæfum kjallara hjá ömmu sinni á Bergstaðastræti 25B. SAMSÝNING EKKISENS HÚSTAKA II „Bláklædda konan – Ný rannsókn á fornu kumli“ er yfirskrift málþings sem haldið verður í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafnsins í dag, laugardag, klukkan 13 til 15. Er þingið haldið í tengslum við samnefnda sýningu og nýútkomna bók. Á málþinginu verður greint frá nýjum nið- urstöðum rannsókna á kumli landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Inngangserindi málþingsins flytur dr. Stein- unn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Þá mun Joe W. Walser III segja frá niðurstöðum greininga á beinaleifum úr kumlinu og Julia Tubman frá forvörslu mjúkvefjar. Að lokum greinir Michèle H. Smith frá niðurstöðum aldursgreininga á textíl, skarti og klæðnaði bláklæddu konunnar. MÁLÞING Í ÞJÓÐMINJASAFNI SÚ BLÁKLÆDDA Bein úr kumlinu. Menning É g er kominn til Íslands til að feta í fótspor ævintýramannsins Jör- undar hundadagakonungs, eins og hann er þekktur hér á landi,“ segir ástralski rithöfundurinn, sagnaþulurinn og fjallaleiðsögumaðurinn Bert Spinks. Þessi glaðbeitti ungi maður er frá eyjunni Tasmaníu, sunnan við meginland Ástralíu, þar sem Jörgen Jörgensen sem við köllum einnig Jörund kom fyrst að landi ár- ið 1803, sem skipverji í áhöfn sir Josephs Banks. Hann tók þá þátt í að stofa Hobart sem í dag er helsta borgin á eynni. 23 árum síðar kom hann aftur til Tasmaníu og þá sem refsifangi sem hafði afrekað ýmislegt, þar á meðal að ríkja sumarlangt 1809 yfir þessari eyju lengst í norðri. Spinks hélt í vikunni til Þingvalla, þar sem hann dvelur nú í nokkra daga við sam- ræður við menn og undirbúning, en síðan gengur hann einn norður á bóginn, gömlu þjóðleiðina yfir Kaldadal, þá Arnavatnsheiði og niður í Vatnsdal, og fetar sig síðan milli kaupstaða austur til Akureyrar. Sömu leið og Jörundur fór þegar hann sótti heim kaupmenn á Norðurlandi sumarið 1809. Spinks hyggst að ferðinni lokinni skrifa um hana greinar og stefnir einnig markvisst á bók. „Ég hef forðast að skoða ljósmyndir frá þessum slóðum sem ég fer hér um, svo ég komi að þeim með sem ferskastri sýn,“ segir hann og bætir við að landslagsmyndir sem birtist á netinu séu gjarnan óáhugaverðar klisjur sem skemmi bara fyrir upplifun. Heillaðist af sögu Jörundar Spinks segist styðjast við ýmsar heimildir við undirbúning göngunnar, til að mynda skrif ástralsks sagnfræðings sem hafi rann- sakað sögu og ferðir Jörgens og skrif Helga Briem. Fyrir vikið viti hann býsna vel hvaða leið Jörgen hafi farið norður til Akureyrar. „Það eru nokkur ár síðan ég fór að kynna mér sögu Jörundar,“ segir hann. „Fyrir um ári síðan ákvað ég að ráðast í langa göngu á þessu ári og þá kom ferðalag Jörundar upp í hugann. Ferðaáætlunin varð smám saman til, með því að lesa mér til og liggja yfir kortum af Íslandi. Ég hef líka lagt mig eftir því að kynna mér sögu bæja og kaupstaða sem hann heimsótti, þjóðsögur, munnmæli og annað slíkt. Ég sá fljótlega að þetta ferðalag yrði áskorun, auðugt af allrahanda sögum, ekki bara um Jörund heldur líka um Gretti sterka og margar aðrar persónur, langt en ekki of hættulegt – þó hér geti ver- ið allra veðra von, rétt eins og heima hjá mér á Tasmaníu.“ Áhugamál Spinks koma saman í þessu áhugaverða ferðalagi; hann er jú reyndur leiðsögumaður göngumanna um fjöll og firn- indi, rihöfundur og áhugasamur um sögu og mannlíf. „Þess vegna finnst mér líka svo áhugavert að leggja í þetta ferðalag um Ís- land, því hver ferð hér verður um leið að bókmenntaferðalagi. Hér er í senn tilkomu- mikið og ægifagurt landslag, forvitnileg jarð- fræðisaga, og svo eru það bókmenntirnar, fornar og nýjar, og fjöldi nafna og persóna virðist tengjast hverjum stað.“ Eins og margir ungir Ástralir lagðist Spinks í heimshornaflakk fljótlega upp úr tvítugu og bjó hér og þar næstu árin. Hann segist þá hafa áttað sig sífellt betur á því hvað heimahagarnir á Tasmaníu væru áhugaverðir. „Fólk spurði mig margs um Tasmaníu og sögu eyjunnar og ég gat rifjað upp ýmsar áhugaverðar frásagnir, um sakamenn, mannaveiðara, mannætur, frumbyggja… sumt af því býsna hroðalegt,“ segir hann og brosir. „Þegar ég kom heim vildi ég halda áfram að kanna þessar sögur og las þá frá- bæra bók eftir Nicolas Shakespeare, In Tasmania. Þar las ég fyrst um þennan drykkfelda fanga sem varð lögregluþjónn og var fyrrum konungur yfir Íslandi. Ég heill- aðist af þessari sögu. Þá hefur verið skrifuð vönduð ævisaga Jörundar, þykk og mikil bók þar sem unnið er úr fjölda frumheim- ilda. Hún nýtist mér vel.“ Nú er komið að þessu Spinks hefur verið kallaður „óopinber opin- ber sagnaritari Tasmaníu“ í dag. Hann hef- ur fengist við allrahanda skrif um heima- landið, sögu þess og náttúru, og hefur auk þess fjallað um bjórgerð og það hörkulega afbrigði ruðningsíþróttarinnar sem kennd er við „Aussie rules“, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur hann fengist við smásagnaskrif, lesið upp ljóð sín víða um lönd, allt frá Lettlandi til Los Angeles, og var fyrsti listamaðurinn sem var boðið að starfa um mánaðartíma í listamannanýlendu á blómabúgarði í Kali- forníu. Á undanförnum misserum hafa þeir Jón Torfason og Einar Sæmundsen verið Spinks innan handar við öflun upplýsinga af ýmsu tagi, og við að setja saman ferðaáætlunina. Þá dvaldi hann vikurnar fyrir komuna til Ís- lands í Lundúnum og las þar á British Library ýmis bréf og skjöl Jörgens og upp- kastið að fjórum ófullgerðum skáldsögum hans. Hann kynnti sér líka vel sögur ferða- langa sem komu hér við á síðustu öldum, hann nefnir höfundana bresku Trollope, W.H. Auden og Louis McNeice, William Morris og W.G. Collingwood. „En nú er komið að þessu. Ég legg af stað frá Þingvöllum, með tjald, svefnpoka, lítinn prímus – og mikið af kúskús,“ segir hann og hlær. „Og ég hlakka mikið til. Heima í Tasmaníu er hægt að rekja sig eftir náttúrusögu og mannvistarleifum, hvernig kengúruslóð varð að göngustíg frumbyggja, þá að stíg fyrir veiðimenn og loks er hann gönguleið ferðamanna sem hafa áhuga á að sjá og njóta náttúrunnar. Hér tel ég mig eiga von á að gera lagst í svipaðar pælingar, þó ég viti að hálendið hafi ekki verið byggt nema þá útilegumönnum. En hér er líka svo ríkulegur sagnasjóður tengdur þessum slóð- um öllum og ég hlakka til að lesa meira og spyrja viðmælendur út í þær.“ Spinks hyggst koma niður af Grímstungu- heiði í Vatnsdal rétt fyrir miðjan september og er kominn með lista af nöfnum íbúa þar um slóðir sem áhugavert kann að vera að spjalla við. „Fyrir mér er það stór hluti sög- unnar,“ segir hann. „Hugmyndin um sögu er svo víðfeðm. Það má velta fyrir sér aðstæð- um á hverjum stað þegar Jörundur kom þar, til að mynda að Þingeyrum, og svo því hvernig staðurinn er í dag og hvernig er bú- ið þar. Þá voru samin þar sum helstu mið- aldahandritin; þessi saga hefur svo mörg og áhugaverð lög.“ Þannig að búast má við því að Spinks muni sífellt vera að skrifa athugasemdir hjá sér. Hann klappar á minnisbókina og pennann sem standa upp úr brjóstvasanum. „Ég er alltaf með bókina með mér og í loks hvers dags skrifa ég niður hugleiðingar mínar og upplifanir; það hef ég gert lengi. Vonandi blotna bækurnar ekki og eyðileggjast á leið- inni, eins og gerðist hjá plöntufræðingnum William Hooker sem kom með Banks til Ís- lands. Það kom upp eldur á bátnum og hann missti öll sín minnisblöð frá ferðinni. Þvílík martröð,“ segir hann og hristir höfuðið. „Einu sinni týndi ég dagbók á Indlandi, með skrifum heils árs, og taldi hana að fullu glat- aða. En hún fannst nú nýlega, mörgum ár- um seinna, á heimili í Rajasthan. Og náung- inn vill ekki senda mér hana í pósti – segir að ég verði að sækja hana. Ég verð að koma þar við á heimleiðinni frá Íslandi og sækja bókina,“ segir Spinks og glottir. Verkefni um staði og minningar Hann spyr um þekkingu fólks á Íslendinga- sögunum á þeim slóðum þar sem þær eru sagðar hafa gerst, hlakkar til að spyrjast fyrir um þær. Langar að vita hvort fólk sé að fjarlægjast þennan forna sagnaheim. Blaðamaður fullvissar hann um að hans reynsla sé sú að svo sé ekki. „Ég hlakka líka til að ræða við fólk hér um Jörund og hvaða mynd það hefur af honum. Í Tasmaníu er hann algjör jaðar- karakter en hér stóð hann að eina valdarán- inu!“ Spinks hlær. „Ef ég dreg þetta verkefni mitt saman þá er það í raun um staði og minningar. Það mætti jafnvel segja að titill íslenska leikrits- ins Þið munið hann Jörund væri fullkomin yfirskrift á þessu verkefni mínu. Og Jör- undur er áhugaverður að svo mörgu leyti, til að mynda vegna þess að sjálfum var honum afar annt um orðspor sitt. Nú er hans minnst á margskonar hátt, gjarnan á nei- kvæðan hátt en það er líka sitthvað jákvætt BERT SPINKS ER LAGÐUR AF STAÐ GANGANDI NORÐUR Í LAND Í fótspor Jörundar „ÉG SÁ FLJÓTLEGA AÐ ÞETTA FERÐALAG YRÐI ÁSKORUN,“ SEGIR TASMANÍUBÚINN BERT SPINKS SEM GENGUR NÚ YFIR HEIÐAR NORÐUR Í LAND, SÖMU LEIÐ OG JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR FÓR SUMARIÐ 1809. HANN HYGGST AÐ FERÐALAGINU LOKNU SKRIFA GREINAR OG VONAST TIL AÐ ÆVINTÝRIÐ ENDI SEM BÓK. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Mynd á Ros-brúnni í Tasmaníu sem talin er vera af Jörundi og gerð af honum sjálfum. Morgunblaðið/Friðþjófur Jörgen Jörgensen - Jörundur hundadagakon- ungur um það leyti er hann réði yfir íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.