Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 26
Matur og drykkir *Lárpera, oft kölluð avókadó, er stútfull af vít-amínum, trefjum og steinefnum. Einnig máfinna í lárperunni kalíum, andoxunarefni ogholla fitu. Þessi efni geta virkað sem forvörngegn hjartasjúkdómum og lækkað blóðþrýst-ing og eru talin góð fyrir augun. Vinsælastirétturinn úr lárperu er guacamole en einnig er gott að borða hana með smá salti og sítrónusafa. Frábært hollmeti í nestisboxið. Lárperan ljúffeng og holl I lmandi matarlykt lagði um götuna í Áslandinu í Hafnarfirði þegar blaðamann bar að garði. Þar voru saman komnar frænkur á öllum aldri til að smakka á mexíkóskum mat hjá Hafdísi, sem hafði staðið í ströngu við undirbúning. Systir hennar, Þorgerður, lagði til húsið og þriðja systirin, Guðrún Halla, mætti með fordrykkinn. Það var kátt á hjalla þegar þær tíndust inn ein af annarri og karlkyns fjölskyldu- meðlimir voru sendir á neðri hæðina, enda var þetta dömuboð. Ranghugmyndir um tortillakökur Í boði var maíssúpa, heimatilbúnar tortillakökur, svartar baunir, guaca- mole, salsa, grjón og hægeldaður svínabógur. Hafdís er mikill matgæð- ingur en hún er heimavinnandi húsmóðir með tvær stelpur, 6 ára og 6 mánaða. Eiginmaður hennar er liðsforingi í bandaríska hernum. „Mað- urinn minn ólst upp við mexíkóskan mat og okkur finnst hann svo góð- ur að við eldum hann oft,“ segir Hafdís. Hún segir að það séu rang- hugmyndir í gangi varðandi tortillakökurnar, þær séu frekar hafðar sem meðlæti með ýmsum mat fremur en það þurfi endilega að vefja þeim utan um matinn. Í eftirrétt er kirsjuberjabaka í Suðurríkjastíl, en Hafdís segir að mexíkóskur eftirmatur sé ekki í uppáhaldi. Skógarbjörn í bakgarðinum Fjölskyldan flytur á tveggja til þriggja ára fresti og ráða þau engu um áfangastaðina. Þau hafa búið víða um Bandaríkin og eru alsæl í Alaska. „Það er æðislegt. Það er mjög líkt Íslandi, en fleiri tré. Svolítið ógn- vekjandi að hafa skógarbirni og elgi, en svo áttar maður sig á því að þetta er bara hluti af umhverfinu,“ segir Hafdís, en hún hefur rekist á skógarbjörn í bakgarðinum að róta í ruslinu hjá sér. Fjóla Rún Þorleifsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Elsa Jóns- dóttir, Maríanna Finnbogadóttir, Þorgerður Guðmunds- dóttir, Hafdís Miller Hafsteinsdóttir, Elfa Björg Aradóttir, Þorgerður Hafsteinsdóttir og Birna Þórhallsdóttir. FRÆNKUBOÐ Í HAFNARFIRÐI Eldar mexíkóskt í Alaska HAFDÍS MILLER HAFSTEINSDÓTTIR ER STÖDD Á LANDINU Í SUMARFRÍI EN HÚN BÝR Í ALASKA ÞAR SEM SKÓGARBIRNIR OG ELGIR HEIMSÆKJA HANA REGLULEGA. MATREIÐSLA ER HENNAR ÁSTRÍÐA OG ELSKAR HÚN AÐ ELDA MEXÍKÓSKAN MAT. BANDARÍSKUR EIGINMAÐUR HENNAR ER MEÐ MEXÍ- KÓSKT BLÓÐ Í ÆÐUM OG LÆRÐI HAFDÍS TÖKIN HJÁ TENGDAMÖMMU. HÚN BAUÐ FRÆNKUM SÍNUM Í VEISLU ÁÐUR EN HÚN HÉLT AF LANDINU. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hafdís gerir tortillakökurnar frá grunni. 1 cl Bacardi razz Cherry 7up (fæst í Kosti) Blandið saman rommi og Cherry 7up og hellið í glös með klök- um. Skreytið með smá lime. Kirsjuberjafordrykkur 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.