Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 26
Matur og drykkir *Lárpera, oft kölluð avókadó, er stútfull af vít-amínum, trefjum og steinefnum. Einnig máfinna í lárperunni kalíum, andoxunarefni ogholla fitu. Þessi efni geta virkað sem forvörngegn hjartasjúkdómum og lækkað blóðþrýst-ing og eru talin góð fyrir augun. Vinsælastirétturinn úr lárperu er guacamole en einnig er gott að borða hana með smá salti og sítrónusafa. Frábært hollmeti í nestisboxið. Lárperan ljúffeng og holl I lmandi matarlykt lagði um götuna í Áslandinu í Hafnarfirði þegar blaðamann bar að garði. Þar voru saman komnar frænkur á öllum aldri til að smakka á mexíkóskum mat hjá Hafdísi, sem hafði staðið í ströngu við undirbúning. Systir hennar, Þorgerður, lagði til húsið og þriðja systirin, Guðrún Halla, mætti með fordrykkinn. Það var kátt á hjalla þegar þær tíndust inn ein af annarri og karlkyns fjölskyldu- meðlimir voru sendir á neðri hæðina, enda var þetta dömuboð. Ranghugmyndir um tortillakökur Í boði var maíssúpa, heimatilbúnar tortillakökur, svartar baunir, guaca- mole, salsa, grjón og hægeldaður svínabógur. Hafdís er mikill matgæð- ingur en hún er heimavinnandi húsmóðir með tvær stelpur, 6 ára og 6 mánaða. Eiginmaður hennar er liðsforingi í bandaríska hernum. „Mað- urinn minn ólst upp við mexíkóskan mat og okkur finnst hann svo góð- ur að við eldum hann oft,“ segir Hafdís. Hún segir að það séu rang- hugmyndir í gangi varðandi tortillakökurnar, þær séu frekar hafðar sem meðlæti með ýmsum mat fremur en það þurfi endilega að vefja þeim utan um matinn. Í eftirrétt er kirsjuberjabaka í Suðurríkjastíl, en Hafdís segir að mexíkóskur eftirmatur sé ekki í uppáhaldi. Skógarbjörn í bakgarðinum Fjölskyldan flytur á tveggja til þriggja ára fresti og ráða þau engu um áfangastaðina. Þau hafa búið víða um Bandaríkin og eru alsæl í Alaska. „Það er æðislegt. Það er mjög líkt Íslandi, en fleiri tré. Svolítið ógn- vekjandi að hafa skógarbirni og elgi, en svo áttar maður sig á því að þetta er bara hluti af umhverfinu,“ segir Hafdís, en hún hefur rekist á skógarbjörn í bakgarðinum að róta í ruslinu hjá sér. Fjóla Rún Þorleifsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Elsa Jóns- dóttir, Maríanna Finnbogadóttir, Þorgerður Guðmunds- dóttir, Hafdís Miller Hafsteinsdóttir, Elfa Björg Aradóttir, Þorgerður Hafsteinsdóttir og Birna Þórhallsdóttir. FRÆNKUBOÐ Í HAFNARFIRÐI Eldar mexíkóskt í Alaska HAFDÍS MILLER HAFSTEINSDÓTTIR ER STÖDD Á LANDINU Í SUMARFRÍI EN HÚN BÝR Í ALASKA ÞAR SEM SKÓGARBIRNIR OG ELGIR HEIMSÆKJA HANA REGLULEGA. MATREIÐSLA ER HENNAR ÁSTRÍÐA OG ELSKAR HÚN AÐ ELDA MEXÍKÓSKAN MAT. BANDARÍSKUR EIGINMAÐUR HENNAR ER MEÐ MEXÍ- KÓSKT BLÓÐ Í ÆÐUM OG LÆRÐI HAFDÍS TÖKIN HJÁ TENGDAMÖMMU. HÚN BAUÐ FRÆNKUM SÍNUM Í VEISLU ÁÐUR EN HÚN HÉLT AF LANDINU. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hafdís gerir tortillakökurnar frá grunni. 1 cl Bacardi razz Cherry 7up (fæst í Kosti) Blandið saman rommi og Cherry 7up og hellið í glös með klök- um. Skreytið með smá lime. Kirsjuberjafordrykkur 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.