Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 bara að mig langaði að vera í kringum fólk sem væri skapandi og í leiklist.“ Emily Fletcher, kennari hans þar, hafði líka mikil áhrif á hann, en hún er einnig þekkt fyrir að kenna hugleiðslu. Var fólk hissa á bakgrunni þínum? „Fólk var mjög hissa á því að ég skyldi vera læknir og þar að auki kominn alla leið frá Íslandi í gegnum Svíþjóð til að prófa leiklist þarna.“ Þegar heim var komið fór hann í leik- listartíma hjá Studio Meisner í Stokkhólmi. Hann fór síðan til Los Angeles í þrjá mán- uði haustið 2013 og hélt áfram námi sínu hjá Anthony Meindl. Síðasta árið hefur hann verið í leikhópi og tímum í International Theater Stock- holm, en þar er unnið með spuna. „Það myndaðist mikið traust og djúp vinátta í hópnum og það var erfitt að kveðja þau. Það er mjög mikið Josh Lenn að þakka að ég dreif mig út í leiklistarnám. Hann er einn af þeim kennurum sem ég get ekki þakkað nógu mikið. Þvílík trú á nemend- unum og eldmóður að koma okkur á svið. Alveg einstakur maður.“ Vann samhliða leiklistinni á sjúkrahúsinu Samhliða leiklistarnáminu vann hann á HNE og var þetta því annasamur tími. Hann fékk mikinn stuðning frá yfirmönnum sínum og samstarfsfólki á sjúkrahúsinu. „Þeim fannst bara frábært að ég væri að gera þetta. Leiðbeinandinn minn og yf- irlæknirinn voru mjög sveigjanlegir og ég er þeim mjög þakklátur fyrir að hafa ekki afskrifað mig sem klikkaðan,“ segir hann og hlær. Jens var leystur út með gjöfum og saknaðarkveðjum þegar hann hætti, en hann kláraði sérnámið þó að það hafi dreg- ist um tvö ár vegna anna við leiklistina. Leiklistarnámið hafði líka jákvæð áhrif á vinnuna hans á sjúkrahúsinu. „Eftir því sem ég lærði meira í leiklist- inni og fann leiðir til að gera sjálfan mig hamingjusaman fór ég að njóta þess að vera í vinnunni líka og nota það sem ég lærði í leiklistinni, að hlusta á fólk og vera opinn. Ef ég þurfti að segja ein- hverjum slæmar fréttir var ég fullkomlega til staðar. Fólk var mjög þakklátt fyrir það að vera ekki skilið eftir eitt með slæmar frétt- ir.“ Mætti þessi mannlegi þáttur og tjáning koma sterkar inn í námið í læknisfræðinni? „Ég held að það mætti koma meira inn í skóla almennt að fara á svið og tjá sig. Þetta þarf ekki að vera flókið. Við erum öll skapandi verur innst inni og þessi þáttur þarf líka að blómstra.“ Hann minnist á að hann hafi lært allt um líkamann í læknisfræðinni en samt ekki lært að hlusta á eigin líkama. Hann segir að í starfi sínu sem læknir, m.a. þegar hann hafi leyst af á heilsugæslu, hafi hann bent fólki á að huga að andlegu hliðinni þegar það hafi átt við. „Ég fylgi auðvitað læknisfræðilegum prinsippum en hef aðeins beint fólki inn á andlega braut. Einföld hugleiðslutækni eins og að fylgjast með önduninni breytir ótrúlega miklu. Ef líkaminn er kyrr fylgir hugurinn á eftir.“ Sjálfur fór hann sumarið 2013 á tíu daga hugleiðslunámskeið þar sem kennd var vipassana-hugleiðslutækni. „Það var ekkert talað á fyrstu níu dögum námskeiðsins nema við kennarann og einn umsjón- armann. Þetta var hugleiðsla í tíu tíma í dag,“ segir Jens og bætir við að þetta hafi verið „svakaleg lífsreynsla“. „Ég sat áfram, eins lengi og ég gat, lengur og lengur hvern dag þar til ég fann kyrrð og fókus. Það var engin þörf að verða eitthvað annað en ég var og óskin um að vaxa og þroskast var hluti af mér. Það var eiginlega þá fyrst sem ég fann fullkomna ró innra með mér. Ég finn að innst inni er ég rólegur þrátt fyrir að mik- ið gangi á í einkalífi eða í starfi.“ Hann segir þakklæti líka mikilvæga til- finningu. „Þakklæti fyrir það sem gengur okkur í hag er líka lykilatriði. Það er fátt jafn kraftmikið og aðlaðandi og það hugar- ástand sem þakklæti gefur okkur. Þess vegna hvet ég alla, þar með talið skjólstæð- inga mína sem ganga gegnum erfiða tíma, til að finna nokkra hluti daglega sem þeir geta verið þakklátir fyrir.“ Persónulegur þroski í leiklistinni Hugmyndina að því að fara í Stellu Adler- skólann í Los Angeles fékk hann frá Hel- enu Einarsdóttur, framleiðanda hjá Elf Films, sem gerði heimildarmyndina Höggið. Hún lét vel af skólanum og hvatti hann til að sækja um. Í leiklistarkennslunni er sam- hliða lögð áhersla á persónulegan þroska. „Það að vinna með sjálfan sig fer al- gjörlega saman við það að vera góður leik- ari. Það er þroskandi að fara inn í karakt- er og skilja hvernig honum líður. Ég ætti að hafa nóg efni til að byggja karaktera á eftir að hafa unnið sem læknir. Ég hef séð svo mikið af skemmtilegu fólki og ólíkum karakterum.“ Skólinn byrjar á mánudaginn og þá fer allt á fullt. „Ég fann mig um leið og ég gekk þar inn,“ segir Jens, sem er fullur eftirvæntingar fyrir framhaldinu. Inn- tökuferlið tók tíma og fylla þurfti út ýmsa pappíra. „Það erfiðasta var innri mótstaða mín við að fara út í þetta og mín eigin hræðsla.“ Námið tekur tvö ár og eftir útskrift get- ur hann unnið í landinu í hálft ár. „Ég er hamingjusam- astur þegar ég er sáttur þar sem ég er en ég verð að hafa einhver hærri markmið líka,“ segir Jens og bætir við að það sé ákveðin and- stæða í því þegar hann er spurður hvert hann stefni. „Ef maður er opinn er ótrúlegt hvað getur gerst.“ Hefur forskot í læknaþættina En nú verður blaðamað- ur að spyrja hinnar óumflýjanlegu spurn- ingar: Stefnir Jens á að leika í læknaþætti? „Ég er opinn fyrir því og vona að það gerist.“ Hugtökin þvælast að minnsta kosti ekki fyrir honum og menntunin ætti að gefa honum forskot í þessu sambandi. Það er í það minnsta óvenjulegt að læknir gerist leikari. Leikararnir sem leika lækna eru umtalsvert fleiri, en læknaþættir hafa lengi notið mikilla vinsælda. Hann ætlar sér að nýta staðsetninguna og fara í áheyrnarpróf í Hollywood. „Þessi borg er full af tækifærum, maður lætur ekkert stoppa sig.“ Ertu í góðu sambandi við foreldra þína? „Já, við erum í mjög góðu sambandi núna. Við fjarlægðumst svolítið á meðan ég var í þessum umskiptum fyrir um tveimur, þremur árum. Það var erfitt fyrir þau að sjá að ég væri ekki hamingjusamur og að ég væri svona leitandi.“ * Það er mikil-vægt að hlustaá hið innra og leita að því sem gefur manni lífskraft og hamingju og halda áfram á þeirri braut. Maður á alltaf að vera við stjórnvölinn í sínu eigin lífi. Í læknabúningnum á sjúkrahúsinu. Jens hefur lokið sér- námi í háls-, nef- og eyrnalækningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.