Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 43
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Jens á líka systur sem er fimm árum yngri en hann. Hún heitir Birna og er að læra augnlækningar í Örebro í Svíþjóð ásamt tveimur börnum og manni sínum sem einnig er í sérnámi þar. „Hún sagði við mig um daginn að henni hefði fundist þetta skrýtið fyrst en nú væri hún viss um að ég væri að gera rétt.“ Þau fylgjast spennt með honum á þessari nýju leið, en Jens er núna búsettur í íbúð nálægt skólanum, rétt við Hollywood Bou- levard, í hringiðu Hollywood. Þetta er vissulega borg tækifæranna en Jens segir að það sé líka nauðsynlegt að vera á varðbergi fyrir gylliboðum. „Maður þarf að vera opinn fyrir tæki- færum en líka vinna heimavinnuna sína og sjá hvort þessi manneskja sé ekki örugg- lega sú sem hún segist vera. Ég er búinn að læra mína lexíu á því að fylgja fólki í blindni.“ Beðinn um að útskýra nánar segir hann: „Margir eru góðir í að tala hérna, maður trúir því sem þeir segja en svo reynist ekki vera neitt á bak við það,“ segir hann. Hann hlakkar til að upplifa sólskinsvetur í kvikmyndaborginni og sér ekki eftir köld- um og slabbkenndum sænskum og íslensk- um vetrum. „Ég treysti því að ég eigi eftir að kynn- ast góðu fólki í skólanum. Þar eru litlir bekkir og fært fólk á heimsmælikvarða sem sér um kennsluna. Ég hlakka til að sjá hvert það leiðir.“ Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Tíu ár? „Eftir þrjú ár langar mig að vera kom- inn í einhverja seríu, kannski læknaseríu, byrja á því og eftir fimm ár eða hugs- anlega tíu ár í kvikmyndir. Maður má samt ekki örvænta þó að þetta standist ekki al- veg tímamörkin. Þetta getur komið fyrr eða seinna,“ segir hann, en það er nauð- synlegt að koma með metnaðinn í fartesk- inu til Hollywood. Ekki hræðast mistök „Sumir segja að það sé best að brenna all- ar brýr að baki. Brenna skipin þegar mað- ur er kominn á strönd óvinarins, þannig að maður komist ekki til baka, en ég vona að ég sé ekki búinn að gera það. Mér finnst líka gaman að vinna sem læknir og hef oft fengið mikið hrós fyrir störf mín en það er ekki það sem mér finnst liggja fyrir mér að gera. Það sem maður hefur ástríðu fyrir þarf ekki endilega að vera það sem maður fær peninga fyrir, en á meðan gefur leik- listin mér orku og rosalega mikla lífsfyll- ingu.“ Saga Jens gefur áreiðanlega mörgum með óuppfyllta drauma innblástur. „Maður á bara að taka skrefið, fyrsta skrefið og svo næsta þangað til það sem virtist vera rosalega stórt stökk er það ekki lengur. Allt í einu er það orðið næsta skref að fara til Los Angeles í leiklist- arskóla. Fyrst leit það út fyrir að vera álíka mögulegt og að stökkva yfir Grand Canyon. Það er mikilvægt að hlusta á hið innra og leita að því sem gefur manni lífs- kraft og hamingju og halda áfram á þeirri braut. Og þegar það hættir að vera gefandi er kannski kominn tími til að prófa eitt- hvað annað. Maður á alltaf að vera við stjórnvölinn í sínu eigin lífi,“ segir hann. Hann segir fólk oft hræðast mistök. En hvað ef þetta heppnast? „Líf mitt er fullt af „mistökum“. Næstum allt sem mér fannst á sínum tíma vera mistök var ein- faldlega eitthvað sem gerðist og ég túlkaði það neikvætt. Í hverjum mistökum er falið fræ farsældar. Maður er ekki síður hrædd- ur við að takast það sem mann langar að gera. Þetta er búið að vera alveg frábært ferðalag. Það er skondið að líta um öxl og sjá hvernig allt virðist falla á sinn stað í baksýnisspeglinum.“ Frá námskeiði í leiklist fyrir kvikmyndir með Malin Crepin og Josh Lenn. Lítill mömmu- strákur í Svíþjóð. Jens sameinaði hlutverk leikarans og læknisins með því að leika í auglýsingu fyr- ir sjúkrahús sitt skömmu áður en hann hætti. Jens á sviði í spuna- verki en hann heill- aðist af forminu. Jens og Tripp Lanier mark- þjálfi hans hittust í fyrsta sinn í LA í apríl á þessu ári. Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson Í hringiðunni í Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.