Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 50
Albert Finnbogason liggur í bókum
um tónlistarfólk og samferðafólk
tónlistarmanna og tónfræðiritum.
Morgunblaðið/Þórður
Ég er ekki duglegur að lesa skáldsög-
ur þessa dagana. Var það þó á
menntaskólaárunum og sótti þá
helst í stóru nöfnin – Camus, Kafka,
Kerouac, Salinger. Það virðist þó í
seinni tíð að bókval mitt sé orðið
heldur einstrengingslegt og afmark-
að. Vonandi er það bara tímabundið.
Þessa dagana verða fyrir valinu einna
helst sögur tónlistarfólks, sam-
ferðafólks tónlistarmanna, fræðirit
og aðrar vangaveltur um tónlistina.
Þrátt fyrir að náttborðið bogni und-
an stærðarinnar stafla jólabóka síð-
ustu ára virðast bara tveir rithöf-
undar skáldsagna fylgja með
tónlistartrumsinu, Kurt Vonnegut og
Paul Auster. Get ég ekki beðið eftir
að ég nái að klára katalóga þeirra
sem fyrst svo að vonandi opnist fyrir
umferð annarra.
Því er ekki að undra að þær bæk-
ur sem ég í augnablikinu álít vera
mínar uppáhalds séu bækur eftir
þessa tvo hvítu karlmenn. Fyrst
langar mig að nefna bók Paul Aus-
ter, The Book of Illusion. Bókin
fjallar um einhverja útgáfu af Auster
sjálfum sem misst hefur fjölskyldu
sína í flugslysi. Eftir dágóðan tíma í
eymd og áfengi finnur söguhetjan
votta fyrir einhvers konar gleðileik
í formi stuttra „slapstick“-
kvikmynda eftir löngu gleymdan
leikstjóra frá upphafsárum list-
arinnar. Söguhetjan fer á stúfana,
eitt leiðir af öðru og á endanum
stendur hann andspænis stærstu
efasemdum þess sem skapar til að
þrífast.
Eftir Vonnegut vil ég nefna Jailbird,
sem hefur setið í mér sem lengst. Jail-
bird er saga mestu mannleysu mann-
kynssögunnar, sem varð fyrir lífshlaupi
miklu stærra en hann átti skilið. Fyrr-
verandi verkalýðsforingi sem ein-
hverra hluta vegna endaði í innsta
hring Nixon sem ráðgjafi í málaflokki
honum algjörlega ótengdum og kom
sér loks í fangelsi fyrir óaðvitandi að-
ild að Watergate-málinu. Fjallræðan
er rauði þráðurinn í þessari bráð-
fyndnu bók og tilvistarkreppa þess
boðskapar í efnahagsuppgangi Am-
eríku áttunda áratugarins.
Út af því að ég minntist á tón-
listarbækurnar hér í byrjun langar
mig að lokum að nefna bókina Per-
fecting Sound Forever eftir Greg
Milner, en þar rekur hann sögu upp-
tekinnar tónlistar.
Einstaklega fróðleg
lesning, sérstaklega
á þessum tímamót-
um sem tónlistar-
afurðin er á um
þessar mundir. Sí-
valningur Edison
laut í lægra haldi
fyrir hljómplötu
Berliner, segulbandið flakkar á milli
hýsinga, þykkta og áferða bróður-
part 20. aldarinnar til þess eins að
víkja fyrir geisladisknum. Því er
áhugavert að fylgjast með framgangi
sölu, streymis og stuldar.
BÆKUR Í UPPÁHALDI
ALBERT FINNBOGASON
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015
Bækur
Í stuttri frétt hér í blaðinu af Loftkastal-anum sem hrundi, síðustu bókinni semStieg Larsson lauk við um Lisbeth Sa-
lander og Mikael Blomkvist, er bókinni lýst
sem stórfínu verki og það harmað að ekki
verði fleiri bækur ritaðar um þau Lisbeth
og Mikael. Fréttin var birt í janúar fyrir
fimm árum, en síðasta bókin kom einmitt út
á íslensku fyrir jólin árið 2009. Síðasta bók-
in segi ég – málið er nefnilega það að á
fimmtudaginn kom út fjórða bókin í Mill-
ennium-þríleiknum. Sú útgáfa er umdeild,
enda Stieg Larsson löngu látinn, en erf-
ingjar hans réðu mann í það verk að skrifa
framhald sem heitir Það sem ekki drepur
mann í íslenskri þýðingu Höllu Kjartans-
dóttur, sem þýddi líka hinar bækurnar.
Millennium-bækurnar, sem draga heiti sitt
af tímariti Mikaels Blomkvist, vöktu mikla
athygli þegar þær komu út, sú fyrsta, Karl-
ar sem hata konur, 2005 og síðan hver af
annarri; Stúlkan sem lék sér að eldinum
kom út 2006 og Loftkastalinn sem hrundi
2007. Athyglin sem bækurnar vöktu byggð-
ist eðlilega fyrst og fremst á því að þær
þóttu, og þykja enn, framúrskarandi spennu-
bækur, en sagan af tilurð þeirra þótti ekki
síður forvitnileg, þar á meðal það að þegar
fyrsta bókin kom út var höfundurinn látinn.
Í grein Freysteins Jóhannssonar í Morg-
unblaðinu í október 2008 kom meðal annars
fram að Stieg Larsson skrifaði bækurnar
sem eins konar lífeyrissjóð, þær áttu að
tryggja honum og Evu Gabrielsson, sam-
býliskonu hans, áhyggjulítið ævikvöld, og
það var ekki fyrr en hann var langt kominn
með þriðju bókina sumarið 2003 að þau Eva
ákváðu að leita til útgefenda með þá fyrstu.
Það gekk þó ekki þrautalaust að sannfæra
útgefendur um að taka við henni, hjá fyrsta
forlaginu nenntu menn ekki einu sinni að
lesa handritið þótt eftir því væri gengið, en
á endanum fannst útgefandi. Eftirleikinn
þekkja flestir, bækurnar náðu fljótlega met-
sölu í Svíþjóð og ekki bara þar heldur um
heim allan, í mars síðastliðnum var það gef-
ið upp að af bókunum þremur hefðu selst
um 80 milljón eintök um heim allan.
Þó að velgengni bókanna sé vel þekkt og
mikið hafi verið um hana fjallað hefur það
líka orðið fréttaefni að sambýliskona Lars-
sons, áðurnefnd Eva Gabrielsson, hefur ekki
notið ávaxtanna nema að litlu leyti. Þau
Larsson kynntust þegar sá síðarnefndi var
átján ára og voru óaðskiljanleg upp frá því
þar til hann lést úr hjartáfalli nýorðinn
fimmtugur. Larsson var þekktur sem harð-
vítugur baráttumaður gegn öfgamönnum og
kynþáttafordómum og gaf út tímarit sem
beitti sér gegn öfgum og kúgun, en fyrir
vikið ákváðu þau Eva að giftast ekki henni
til verndar. Fyrir vikið rann útgáfuréttur
bóka hans til föður hans og bróður og þar
við sat – þeir hafa makað krókinn á bóksölu
og sölu á kvikmyndarétti og það voru þeir
sem ákváðu að ráða mann í að skrifa fram-
hald það sem nú er komið út.
Höfundur Það sem ekki
drepur mann, heitir David
Lagercrantz, blaðamaður og rit-
höfundur sem einhverjir kann-
ast við sem höfund bókarinnar
Ég er Zlatan Ibrahimovic sem
kom út á íslensku fyrir þremur
árum og rekur ævi íþróttamanns-
ins kunna. Lagercrantz hefur þó
skrifað fleiri bækur, Ég er Zlatan
Ibrahimovic var tíunda bók hans, og er vin-
sæll höfundur í heimalandi sínu.
Æstur og óttasleginn
Í ljósi þess að Lagerkrantz glímir við bækur
sem náð hafa öðrum eins vinsældum og að
því viðbættu að hann tók að sér verkið í
óþökk Evu Gabrielsson, sem vildi ekki að
skrifað yrði framhald, kemur ekki á óvart að
hann sé var um sig og veiti nánast engin
viðtöl. Þetta blasti til að mynda við á blaða-
mannafundi sem haldinn var vegna útgáfu
bókarinnar á miðvikudag, en þá svaraði
hann ekki nema tveimur spurningum blaða-
manna og hvarf síðan á braut. Útgefandi
bókarinnar í Svíþjóð, Norstedt, sendi þó frá
sér „viðtal“ við hann þar sem hann er meðal
annars spurður af hverju hann hafi tekið
verkið að sér og svarar því til að þetta hafi
einfaldlega verið tilboð sem ekki hafi verið
hægt að hafna: „... þegar ég var búinn að
jafna mig á áfallinu gat ég ekki beðið eftir
því að byrja. Ég man ekki eftir því að hafa
áður verið eins æstur að skrifa, æstur og
óttasleginn,“ segir hann, en í öðru viðtali
nefndi hann einmitt að hann hefði verið í
nánast samfelldu æðiskasti á meðan hann
skrifaði bókina.
Í Það sem ekki drepur mann koma fyrir
sömu persónur og í upprunalega þríleiknum:
Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eru á
sínum stað og eins Erika Berger hjá
sænsku lögreglunni. Nýjar persónur birtast
líka og loks birtist Camilla, tvíburasystir
Lisbeth, sem getið er í bókum Larsson en
hefur ekki sést.
Að öllu þessu sögðu er stóra spurningin
náttúrlega: Hvernig er bókin? Það er erfitt
að segja þegar hún er svo nýkomin út, en
má þó nefna að helsti bókmenntagagnrýn-
andi New York Times tók bókinni vel, sagði
hana góða spennubók sem væri trú upprun-
anum, en hjá Washington Post voru menn
ekki eins sáttir. Hver verður því að dæma
fyrir sig.
FJÓRÐA MILLENNIUM-BÓKIN
Lisbeth Salander snýr aftur
David Lagercrantz áritar eintök af Það sem ekki drepur mann, framhaldi Millennium-þríleiksins, sem kom út í vikunni.
AFP
FJÓRÐA MILLENNIUM-BÓKIN KOM
ÚT Á FIMMTUDAGINN. HENNAR
VAR BEÐIÐ MEÐ MIKILLI EFTIR-
VÆNTINGU ENDA TEKUR HÚN UPP
ÞRÁÐINN FRÁ GRÍÐARLEGA VIN-
SÆLUM SPENNUSAGNAFLOKKI.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
* Ég man ekki eftirþví að hafa áðurverið eins æstur að
skrifa, æstur og ótta-
sleginn.