Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 46
annars birta grein í vetur í vísindatímaritinu Nature um kvikuganginn sem myndaðist í Bárðarbunguumbrotunum og höfum áður birt í þessu tímariti aðra grein um kvikuhreyf- ingar í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Báðar fengu umtalsverða athygli,“ segir Freysteinn. Spurður um tímaramma verkefnisins segir Freysteinn hópinn verða mjög upptekinn næstu tólf mánuði en rann- sóknir af þessu tagi komi til með að halda áfram næstu ár- in. „Takist okkur að vinna vel úr þessum gögnum og túlka þau í tengslum við ferli sem eiga sér stað almennt í rótum eldstöðva þá getur það vakið athugli á alþjóðavettvangi. Það er markmiðið, að skilja eldfjöll í heiminum sem kerfi í heild.“ Óvenju fjölbreytt eldvirkni Áhugi alþjóðavísindasamfélagsins á eldvirkni á Íslandi hefur löngum verið mikill og Freysteinn segir hann síst að dofna. „Horft er til þess að á Íslandi er óvenju fjölbreytt eldvirkni og mismunandi eldgos. Eyjafjallajökull var dæmi um sprengigos, í fyrra varð þetta mikla hraungos og svo fram- vegis. Það hjálpar líka til að við höfum verið að fá styrki frá Evrópusambandinu til að skilja innviði eldfjalla betur og í því samhengi kom gosið í fyrra á mjög heppilegum tíma.“ Freysteinn segir alltaf gaman að vera jarðvísindamaður á Íslandi en viðurkennir að það hafi verið óvenju skemmtilegt upp á síðkastið. „Það hefur verið mjög spennandi og margir rannsóknarhópar sem hafa verið að fá mikilvæg gögn. Þá vegur samfélagsþjónusta, ef svo má segja, alltaf þyngra í starfi jarðvísindamanna. Það er ráðgjöf og upplýsingamiðlun til almennings hefur verið sett í forgang hjá mörgum. Þess vegna er mikilvægt að safna sem flestum gögnum til að geta gefið sem allra bestar upplýsingar.“ S væðið sem undir er í rannsókn Jarðvísindastofn- unar og Veðurstofunnar innifelur Vonarskarð, svæðið kringum Nýja-dal, Öskju og Tungnafells- jökul, en rannsóknin er hluti af stærri rann- sóknum á gosbeltum Íslands. Þegar Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskóla Íslands, heimsótti vís- indamennina í Öskju á dögunum var verið að gera nákvæm- ar GPS-landmælingar til að freista þess að meta hvaða ferli er í gangi í eldfjallinu og hvort það hafi breytt sinni hegðun í tengslum við umbrotin í Bárðarbungu, en Askja er mik- ilvirkasta eldstöðin á svæðinu. Að sögn Freysteins Sigmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, munu niðurstöður úr þeirri rannsókn liggja fyrir á næstu vikum. „Við söfnuðum þarna mæligögnum og nú þarf að vinna mjög nákvæmlega úr þeim. Þessar upplýsingar ættu að bæta miklu við þau gögn sem við búum yfir nú þegar. Margir koma að því að skilja einstaka þætti í þessum jarðskorpuhreyfingum. Þetta eru mjög litlar hreyfingar, sem við erum að reyna að mæla, millimetrar og sentímetrar, og til að setja málið í samhengi getum við sagt að þessar hreyfingar eigi sér stað á sama hraða og neglurnar á okkur vaxa,“ segir hann. Askja hefur verið að síga Tungnafellsjökull er nær Bárðarbungu en Askja og Frey- steinn segir jarðskjálfta hafa orðið þar og nú sé verið að meta hvort kvikuhreyfingar hafi orðið líka. „Askja hefur á síðustu árum verið að síga um nokkra sentímetra á ári vegna þrýstiminnkunar í rótum eldstöðvarinnar og við vilj- um athuga hvort það ferli hefur breyst.“ Hann nefnir líka atburð sem týndist svolítið í eldsumbrot- unum á síðasta ári, en það er berghlaupið mikla sem varð í Öskju 21. júlí. Verið er að rannsaka tengsl þess við jarð- skorpuhreyfingar og sérstaklega hvort landsig í Öskju hafi hugsanlega átt þátt í því að koma þessu berghlaupi af stað. Að sögn Freysteins bendir margt til þess. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum eru fjölþættar. Má þar nefna nákvæmar hæðarmælingar, sem gerðar hafa verið reglulega í Öskju frá 1983, en að sögn Freysteins var ekki hægt að gera þær mælingar núna fyrir þær sakir að mæli- punktarnir voru undir snjó. „Það er óvenju mikill snjór í Öskju um þessar mundir sem gerði það af verkum að við urðum að breyta mæliprógramminu okkar,“ segir hann. Svo sem gefur að skilja er best að safna upplýsingum á hálendinu síðari hluta sumars. Og tíminn er naumur enda sumarið stutt hér um slóðir. „Veturinn gæti komið strax í september,“ segir Freysteinn hlæjandi. Einnig má nefna nákvæmar GPS-landmælingar, svo sem gerðar voru nú, og gervitunglamælingar, svokallaðar InS- AR-mælingar, sem byggjast alfarið á gervitunglamyndum. Samstarf við erlendar stofnanir Verkefnið er umfangsmikið en yfir tuttugu vísindamenn taka þátt í því með einum eða öðrum hætti. Átta manns voru við mælingar á svæðinu á dögunum. Erlendar vís- indastofnanir koma einnig að verkefninu og með hópnum að þessu sinni var vísindamaður frá háskólanum í Leeds í Eng- landi. Að sögn Freysteins er tilgangurinn með því samstarfi að bæta vöktun á þessu svæði með því að túlka saman mæl- ingar á jarðskorpuhreyfingum og breytingum á þyngdar- sviðinu. Gert var sérstakt átak í þannig mælingum í ár. „Þetta samstarf hefur gert okkur kleift, leyfi ég mér að segja, að vera leiðandi á alþjóðlega vísu í að túlka þau ferli sem eiga sér stað í innviðum eldfjalla. Við fengum meðal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Jarðvísindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.