Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 51
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Tugir framhaldsbóka hafa verið skrifaðir við Hroka og hleypi- dóma Jane Austen og sumar býsna góðar. Einna óvenjuleg- ust er bókin Pride and Preju- dice and Zombies eftir Seth Grahame-Smith, þar sem upp- vakningar koma mjög við sögu. Hugmyndin að þeirri bók kviknaði með titlinum og síðan réði útgefandinn Seth Gra- hame-Smith til skrifanna. Í bókinni, sem kom út 2009, segir frá sömu sögupersónum og í Hroka og hleypidómum, en líf þeirra er talsvert frá- brugðið, ekki síst vegna þess að þær eru sífellt að berjast við uppvakninga, blóðugar upp að öxlum. Hroki og upp- vakningar Skáldsagan La Première Chose Qu’on Regarde eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt varð metsölubók í Frakklandi, ekki síst fyrir það að bandaríska leikkonan Scarlett Joh- ansson reyndi að koma í veg fyrir útgáfu henn- ar, en hún birtist í bókinni sem aukapersóna og lygasögur af einkalífi hennar eru raktar. Johansson höfðaði mál á síðasta ári og krafðist þess að bókin yrði innkölluð og ein- tökum af henni eytt enda væri höfundurinn að gera frægð hennar sér að féþúfu og fjallaði um einkalíf hennar á niðrandi hátt. Johansson vann reyndar málið en fékk ekki meira út úr því en það að Delacourt þurfti að greiða máls- kostnað hennar og smáræðis bætur og fella tvær setningar út úr bókinni. Í kjölfarið á mála- ferlunum kviknaði svo áhugi á því að gefa þessa umdeilda bók út á ensku og það varð – hún kemur út í Bretlandi eftir nokkra daga og heitir þá The First Thing You See. Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson. AFP EKKI BÓK UM SCAR- LETT JOHANSSON Úti um allan heim er fólk að lita í lita- bækur og líka hér á landi. Eins og sjá má á metsölulistanum fyrir ofan eru litabækur áberandi á honum og þá litabækur efir einn tiltekinn höfund, Johönnu Basford. Basford hefur starfað sem teiknari síðasta áratug og eitt af því sem hún dundaði sér við að var að teikna skjá- borðsmyndir. Starfsmaður hjá bóka- forlagi rakst á eina skjámyndina, stakk upp á því við Basford að þær yrðu gefnar út á bók og Leynigarðurinn varð til. Sú bók sló rækilega í gegn og eins næsta bók. Leynigarðurinn var nýverið gefinn út í Kína og þar skorti ekki áhugann heldur – fyrstu þrjá mánuðina seldust af bókinni þrjár milljónir eintaka þar í landi, en hún var gefin út 1. júní. Á heimsvísu hafa selst af Leynigarðinum nærfellt níu milljónir eintaka. Önnur bók Basford hefur líka selst vel og sú þriðja er á leiðinni, en fleiri litabækur ýmissa höfunda eru á metsölulistum víða um heim. LITAÐ UM ALLAN HEIM Johanna Basford teiknar og teiknar. Jane Eyre eftir Charlotte Brontë er með þekktustu verkum enskrar bókmennta- sögu og hefur margt í sögunni orðið að menningarlegu minni, til að mynda „óða konan á háa- loftinu“, sem hefur orðið kveikja að háðsádeilum, fem- ínískum fræðibókum og þekkt- um skáldsögum eins og The Wide Sargasso Sea eftir Jean Rhys. Í The Wide Sargasso Sea er saga „óðu konunnar“, Berthu Mason, eiginkonu Edward Roc- hester, rakin frá æskuárunum í Karíbahafi þar til hún giftist Rochester og flyst með honum til Englands. Bókinni var vel tekið þegar hún kom út 1966 og hefur hún verið talin með bestu skáld- sögum tuttugustu aldar. Örlög „óðu konunnar“ á háaloftinu Jean Rhys Umdeildar við- bætur við vin- sælar bækur FRAMHALD OG FORSÖGUR HÉR TIL HLIÐAR ER SAGT FRÁ UMDEILDU FRAM- HALDI DAVID LAGERCRANTZ VIÐ MILLENNIUM- BÆKUR STIEGS LARSSON, EN ÞAÐ HEFUR TÍÐK- AST UM ALDIR AÐ SKRIFAÐ SÉ FRAMHALD EÐA FORSAGA VINSÆLLA BÓKA OG EKKI ALLTAF MEÐ VITUND OG VILJA UPPRUNALEGS HÖFUNDAR EÐA ERFINGJA HANS. Leikritið Rósinkranz og Gull- instjarna eru dauðir eftir Tom Stoppard er ekki beinlínis framhald af Hamlet, heldur segir það frá ör- lögum tveggja aukapersóna í verk- inu sem eiga illan endi. Verk Stopp- ards gerist til hliðar við Hamlet og þeir félagar Rósinkranz og Gull- instjarna eiga erfitt með að átta sig á hvað er eiginlega á seyði. Það var fyrst sett á svið 1966. Örlög aukaper- sóna í Hamlet J.D. Salinger hlaut heimsfrægð fyrir skáldsöguna Bjargvætturinn í grasinu, hélt sig fjarri heims- ins glaumi upp frá því og birti ekki fleiri skáld- verk. Hann brást hart við þegar „framhald“ bókarinnar kom út; 60 Years Later: Coming Through the Rye eftir J.D. California, og höfð- aði mál til að láta innkalla bókina og eyðileggja upplagið. Salinger lést 2010 og ári síðar féllust dóm- stólar á að gefa mætti bókina út, en hún segir frá því er „Hr. C“ strýkur af elliheimili og leit- ar á heimaslóðir. Í málaferlunum vegna útgáf- unnar kom í ljós að J.D. California var í raun sænski útgefandinn Fredrik Colting. Holden Caulfield snýr aftur BÓKSALA 19. - 25. ÁGÚST Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 2 Handbók um ritun og frágangÞórunn Blöndal 3 LeynigarðurJohanna Basford 4 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 5 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 6 Secret GardenJohanna Basford 7 Enchanted ForestJohanna Basford 8 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 9 Sagas of the IcelandersÝmsir 10 Konan í lestinniPaula Hawkins Kiljur 1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 2 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 3 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 4 Konan í lestinniPaula Hawkins 5 Gott fólkValur Grettisson 6 DrottningarfórninHanne-Vibeke Holst 7 Einhvern daginnNora Roberts 8 KrakkaskrattarAnne Cathrine Riebnitzsky 9 Nóttin langaStefán Máni 10 VesturfarasögurnarBöðvar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.