Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 20
New York borg. Ef gist er inni á heimili gæti ver- ið ósiður að teppa bað- herbergið á morgnana. Þ að ætti ekki að hafa farið framhjá neinum hvernig vefir á borð við Airbnb hafa breytt gistimarkaðinum. Í stað þess að versla við hótel á ferðalögum sínum velur ört vaxandi hópur fólks að leita að gestgjafa á síðum eins og Air- bnb.com, HomeAway.com eða Roomorama- .com og leigja þar beint af annarri manneskju herbergi, heila íbúð eða bara sófapláss til að halla höfði. Þykir heimagistingin hafa ýmsa kosti og þannig er nóttin oft ódýrari en á hóteli. Þá þykir mörgum að það geri ferðalagið skemmtilegra að komast í beina snertingu við innfædda á hverjum stað og að upplifunin sé persónulegri þegar gist er í heimahúsum frek- ar en á hótelum. Jafnvel á bestu hótelum sest gesturinn ekki niður við eldhúsborðið með gestamóttökustjóranum og spjallar um daginn og veginn yfir kaffibolla. Góð umsögn er verðmæt En gestir þurfa að gæta sín á því að þeir fá umsögn eftir hverja heimsókn. Slæmur gestur fær ekki margar stjörnur og þegar neikvæðar umsagnir hrannast upp fer að verða erfitt að finna gestgjafa sem vill hleypa viðkomandi inn á heimilið. En hvernig á að vera góður Airbnb gestur? Í sjálfu sér er það ekki svo erfitt og alla jafna má stóla á fimm stjörnur og falleg ummæli ef dvölin gekk stóráfallalaust fyrir sig. Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga: Í fyrsta lagi ætti að fylla út notendaprófílinn, setja inn mynd og ein- hverjar lágmarksupplýs- ingar. Gestgjöfum þykir ekki skemmtilegt að taka við fólki sem þeir hafa ekki fyrst getað mælt út á einhvern hátt. Sum herbergi á Airbnb má panta sam- stundis, en það er góð regla að senda gest- gjafanum fyrst línu, sér í lagi ef fyrirsjáanlegt er að heimsóknin kalli á sérstakt umstang, s.s. ef gesturinn þarf að skrá sig inn eða út mjög seint eða mjög snemma um daginn. Ef börn eru með í för er líka vissara að ganga úr skugga um að þau séu velkomin og að hægt sé að koma öllum fyrir. Ætti að taka skýrt fram hversu margir gestir eru væntanlegir. Í fyrirspurninni til gestgjafans ætti gest- urinn að kynna sig stuttlega og tilgreina með eins mikilli nákvæmni og unnt er væntanlegan komu- og brottfarartíma. Það auðveldar allt skipulag til muna. Innritun við fyrsta hanagal? Eitt sem gestum hættir til að gleyma er að ef þeir koma mjög snemma, eða fara mjög seint, þá ættu þeir strangt til tekið að borga fyrir nóttina á undan eða eftir. Þannig er það á hótelum að ef þú ætlar t.d. að innrita þig kl. 8 að morgni þarftu að hafa borgað fyrir gistingu nóttina á undan, ellegar bíða fram yfir hádegi að vera hleypt inn í herbergið. Sumir gest- gjafar geta þó verið sveigjanlegir hvað þetta varðar. Það er í fínu lagi að vera með nokkra anga úti og senda fyrirspurnir á fleiri en einn gest- gjafa. Hins vegar er ætti að láta alla hina vita þegar búið er að bóka fýsilegasta valkostinn. Gestgjafarnir fá væntanlega nokkrar fyrir- spurnir í hverri viku og geta orðið af tekjum ef þeir eru að taka her- bergi frá fyrir gest sem er svo búinn að finna sér annan gististað. Það er bara í undantekningar- tilfellum að ætti að taka lengra en sólarhring að staðfesta gistinguna. Spurningar og svör Eitt sem gestir ættu að reyna að forðast er að spyrja ótal spurninga í gegnum skilaboðakerfi Airbnb. Airbnb hreykir sér af persónulegri þjónustu gestgjafanna en það getur verið tímafrekt og ergjandi fyrir gestgjafann að svara spurningum um stórt og smátt. Áður en skrúfað er frá spurningakrananum er vissara að lesa vandlega lýsinguna á herberginu eða íbúðinni. Þar ætti t.d. að koma fram hvort það er straujárn eða hárblásari á staðnum, hvern- ig best er að komast á staðinn frá flugvell- inum og hverjar húsreglurnar eru, t.d. varð- andi reykingar. Google dugar yfirleitt vel til að t.d. finna nálægar matvöruverslanir eða skipuleggja ferðir með strætó og neðanjarðar- lestum. Gestgjafinn er eflaust boðinn og búinn að gefa leiðsögn og ábendingar en hann er ekki leiðsögumaður og þaðan af síður ferða- skrifstofa eða einkabílstjóri. Gestir verða að muna að sýna ýtrustu til- litssemi. Mikill umgangur og skrölt í töskum getur valdið ergelsi hjá nágrönnum og bakað gestgjafanum vandræði. Hvort sem leigð er heil íbúð eða bara herbergi ætti sömuleiðis að gæta að því hafa sem minnstan hávaða því veggirnir geta verið þunnir. Síðan skiptir miklu að ganga vel um. Sumir stunda það á hótelum að skilja herbergið eftir í óreiðu og láta herbergisþernuna sjá um að búa um rúm og gera snyrtilegt. Þetta sama þjónustustig er yfirleitt ekki í boði í heima- gistingu og gestgjafanum finnst traustvekj- andi að sjá að herberginu eða íbúðinni er haldið tiltölulega snyrtilegri. Tafir og kvartanir Þegar búið er að ganga frá bókuninni ætti að hripa niður símanúmer gestgjafans og geyma á vísum stað. Ef það hendir að fluginu seinkar eða eitthvað annað kemur upp á ætti að láta gestgjafann vita án tafar, svo hann eyði ekki óþarfa tíma í að bíða eftir gesti sem lætur ekki á sér kræla. Ef íbúðinni er deilt með öðrum er ágætt að fara líka yfir hvort sýna þarf sérstaka tillits- semi t.d. varðandi notkun á baðherberginu. Ef gestgjafinn býr í íbúðinni og vinnur yfir dag- inn gæti hann þurft óheftan aðgang að sturtu og salerni á morgnana. Gestgjafar vilja líka heyra það strax ef eitt- hvað er í ólagi. Yfirleitt eru þeir boðnir og búnir að laga það sem er á þeirra valdi að laga og vilja reyna að leysa vandamálin frekar en að heyra um þau í neikvæðri umsögn eftir að gesturinn er farinn. Góðir gestir eru síðan fljótir að skrifa um- sögn og gefa stjörnur eftir að ferðalaginu lýk- ur. Ekki láta það samt bitna á gestgjafanum ef eitthvað kom upp á sem var ekki á valdi hans að laga, s.s. vonskuveður eða truflanir á samgöngum. REGLURNAR ERU EKKI ÞÆR SÖMU OG Á HÓTELI Listin að vera góður gestur á Airbnb ÞAÐ GETUR VERIÐ ÞREYTANDI FYRIR GESTGJAFANN AÐ SVARA LÖNGUM LISTA AF SPURNINGUM SEM GESTURINN ÆTTI SJÁLFUR AÐ GETA FUNDIÐ SVARIÐ VIÐ. Í HEIMAGISTINGU ÞARF LÍKA AÐ MUNA AÐ VERA SNYRTI- LEGUR Í UMGENGNI OG TRUFLA EKKI NÁGRANNA EÐA AÐRA GESTI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is * Gestgjöfum þyk-ir ekki skemmti-legt að taka við fólki sem þeir hafa ekki fyrst getað mælt út á einhvern hátt. Strax í upphafi ætti að láta gestgjafann vita hver komu- og brottfarartíminn er. Ólíkt hótelum getur verið mikil truflun af því að fá gesti mjög snemma eða mjög seint. Voffi á flugvelli. AFP 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.