Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 35
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 S máhesturinn er búinn að komast að því að það að vera tábrotinn er afar fín leið til þess að einfalda lífið en fá á sama tíma mjög mikið fyrir peninginn. Tábrot er aug- ljóslega ákveðin kyrrsetning og fólk virðist átta sig á því að tá- brotinn smáhestur getur bara ekki gert það sama og hinir. Það að vera tábrotinn er svolít- ið eins og að vera í endalausum frímínútum. Það nennir til dæmis enginn að vera með þessum tábrotna í fússballliði í vinnustaðahópefl- inu, hann er ekki beðinn um að passa smábörn eða hjálpa til við flutninga. Partívaktin er líka al- veg hætt að hringja og biðja hann um að koma með sér út að dansa. Það breytir því hins- vegar ekki að smáhesturinn hefur alls ekki fundið til einmanaleika í þessum öldugangi. Á síð- kvöldum hefur hann horft á alla Sex and the city þættina frá upphafi – þökk sé SkjáEinum, lesið hrottalegar glæpasögur og skrifað langar færslur í þakklætisdagbókina. Þetta hefði nefnilega getað verið svo miklu verra. Það er kannski skrýtið að segja það en smáhesturinn finnur á sama tíma fyrir miklu frelsi. Smáhross í þessu ástandi er ekki beðið um að gera neitt sem það nennir ekki að gera. Ef sá grunur myndi læðast að smáhestinum að hann ætti að vera að gera eitthvað sem hann nennir ekki að gera þá er hann fljótur að ýta hugsununum út af hugsanabraut- inni. Til dæmis þegar smáhesturinn horfir út í blómabeð og sér mitt- isháan arfann gægjast upp úr beðunum hugsar hann með sér að hann sé ekki í líkamlegu ástandi til að takast á við þetta núna. Arfinn gæti líka mögulega slitnað upp sjálfur í næstu haustlægð – hver veit. Smáhesturinn er samt langt frá því að bugast því hann er búinn að komast að því að inni á hans eigin heimili er sko aldeilis hægt að djamma. Að hluta til hefur heim- ilið verið eins og skemmtistaður þar sem heimsóknartímar hafa verið vel sóttir. Gestir hafa séð til þess að tá- brotna smáhestinum líði sem best og ef þeir hafa ekki borið í hann mat þá hafa þeir skúrað undan honum skítinn. Það sem er best við þessa heimsóknartíma er að ekkert „dresscode“ er inn í hið eiginlega Smart- land og því hafa gestir verið ansi frjálslegir í heimsóknartímunum likt og húsráðandinn. Hello Kitty náttsloppur, sem keyptur var fyrir hrun í sænska móð- urskipinu H&M, er nánast að verða gróinn inn í húðina en á milli þvotta hafa aðrir sloppar líka verið vinsælir. Reyndar hefur smáhest- urinn neyðst til að pakka lærunum inn í 80 den svona rétt á meðan hann skreppur í vinnuna en fyrsta verk við heimkomu hefur alltaf verið að tæta sig úr öllu til þess að komast í mestu ógeðsföt veraldar – skær- bleikar hotpants og teygðan bol (og slopp yfir). Nánustu aðstandendur smáhestsins myndu líklega hafa áhyggjur af þessu ástandi, þessum klæðaburði og þessum lífsstíl ef hann væri ekki búinn að gefa það út að hann þráði heitast af öllu að komast aftur í há- hælaða skó og í ræktina. Það að ferðast um bæinn algerlega óhreyfð- ur í inniskóm er bara ekki að gera neitt fyrir neinn. martamaria@mbl.is Samskipti þessa pars eru mun áhugaverðari 2015 en þau voru árið 2000. Carrie Bradshaw hefur haldið uppi stuðinu í Smartlandi á síðkvöldum. Óhreyfður smáhestur í inniskóm Það er ekki hægt að bjóða upp á mynd af smá- hestinum í þess- um slopp en þið þekkið kisuna. – með morgunkaffinu EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.